Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1994, Qupperneq 41

Læknablaðið - 15.11.1994, Qupperneq 41
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 473 Okkur þótti því áhugavert að athuga hvort sjómönnum fremur en öðrum, hætti til að lenda í slysum/dauðaslysum sem ekki yrðu á vinnustað, auk hinnar velþekktu hættu á dauðaslysum til sjós. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn hóprannsókn. í rannsóknarhópnum sem áður hefur verið lýst í Læknablaðinu (6) voru 27.884 karlar sem greitt höfðu í Lífeyrirssjóð sjómanna á árunum 1958-1986. Af tölvuteknum gögnum sjóðsins var ekki hægt að greina á hvaða skipum menn höfðu verið eða hvaða störf menn höfðu haft. Hins vegar var hægt að sjá hvaða ár byrjað var að greiða í lífeyrissjóðinn og taldist það fyrsta ár hvers manns í rannsókninni. Auk þessa var tilgreint á hvaða árum hafði verið greitt fyrir menn í sjóðinn og voru þau talin saman og kölluð starfsaldur manna við sjómennsku. Samkvæmt upplýsingum stjórnar lífeyris- sjóðsins voru um 70% allra íslenskra sjómanna í Lífeyrissjóði sjómanna. Flestir virkir sjó- menn, sjóðsfélagar, voru ungir menn, 56% virkra sjóðsfélaga á þessu árabili voru yngri en 35 ára, aðeins 5% voru 55 ára eða eldri. Sjóð- urinn er mjög fjölmennur á íslenska vísu en karlar voru um 125.000 á íslandi 1990. Hver einstaklingur var skráður með kenni- tölu hjá lífeyrissjóðnum og með þeim var gerð- ur tölvusamanburður við Þjóðskrá, Horfinna- skrá og Dánarmeinaskrá. Tölvunefnd og Hag- stofa íslands veittu leyfi til þessa samanburðar. >10 years (n=5874) Spearman correlation coefficient p value (one tailed) 1.42(1.30-1.55) 0.7 NS 2.96(2.57-3.41) 0.8 NS 2.21(1.23-3.64) 0.6 NS 6.74(5.31-8,45) 0.9 <0.05 6.59(5.08-8.42) 0.9 <0.05 3.76(2.19-6.02) 0.9 <0.05 4.09(2.04-7.32) 0.9" NS 1.90(0.76-3.92) 0.5 NS 2.56(1.58-3.91) 0.9 <0.05 4.41(2.11-8.10) 0.9 <0.05 4.24(0.89-2.14) 0.7 NS 4.24(1.38-9.89) 0.2 NS 2.57(1.03-5.30) 0.8 NS Fylgitíminn hófst 1966 vegna þess að það ár voru Horfinnaskrá og Dánarmeinaskrá tölvu- teknar, en honum lauk 1. desember 1989. Á þennan hátt fengust upplýsingar um afdrif allra í rannsóknarhópnum. Sjöunda útgáfa Hinnar alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrár var notuð. Mannár voru talin fyrir hvern mann frá fyrsta ári hans í sjóðnum til dánarárs, ef hann hafði látist, en annars til 1. desember 1989. Væntanlegur fjöldi látinna var reiknaður á grunni mannára í rannsóknarhópnum í fimm ára aldurshópum á hverju ári rannsóknartím- ans — margfaldað með dánartölum fyrir hvert dánarmein og á hverju ári fyrir íslenska karla (15). Hlutfallið milli tölu látinna og væntigildis, eða staðlaða dánarhlutfallið, var reiknað með 95% öryggismörkum og var gert ráð fyrir Pois- son dreifingu dauðsfalla (16) ef fjöldi látinna var undir 100 en annars var gert ráð fyrir nor- maldreifingu. Sérstök athugun var gerð með tilliti til starfs- aldurs en þá hófst fylgitíminn 10 árum eftir að einstaklingarnir höfðu fyrst gengið í sjóðinn. Fylgnistuðull Spearmans var reiknaður og einhliða p-gildi þar sem tilgátan var að hættan á dauðaslysum ykist með lengri starfsaldri (17). Einnig var gerð sérstök athugun eftir því hve- nær menn höfðu hafið störf við sjómennsku. Niðurstöður Tafla I sýnir niðurstöður fyrir allan rann- sóknarhópinn óskiptan. Staðlað dánarhlutfall var hátt vegna allra dánarmeina og allra slysa, eitrana og ofbeldis. Hátt dánarhlutfall vegna sjóslysa kom ekki á óvart en hlutfallið var einn- ig hátt vegna bflslysa, eitrana, sjálfsmorða, manndrápa og þegar óákveðið var hvort um sjálfsmorð eða annan áverka var að ræða (flokkað eftir áttundu útgáfu Hinnar alþjóð- legu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá). Niðurstöður í töflu II sýna dánarhlutfall vegna tiltekinna dánarmeina og tengsl við starfsaldur. Eins og í töflu I eru dánarhlutföllin há og þau hækka með lengri starfsaldri. Þetta á við um alla flokka þó að fylgnin sé ekki alltaf tölfræðilega marktæk. Hún var tölfræðilega marktæk varðandi öll sjóslys, drukknanir vegna sjóslysa, eitranir, önnur slys og drukkn- anir í ám og vötnum. Fylgnistuðlar fyrir öll dánarmein, öll slys, sjálfsmorð og flokkinn þegar óákveðið er hvort um slys eða sjálfsmorð var að ræða voru 0,7, 0,8, 0,7 og 0,8.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.