Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1994, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.11.1994, Qupperneq 54
484 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Framhaldsnám í læknisfræði í Noregi íslenskir læknar hafa um ára- bil stundað framhaldsnám í læknisfræði í Noregi. Ástæða er til að ætla að fjöldi íslenskra lækna í framhaldsnámi við norsk sjúkrahús eigi eftir að aukast á næstu árum. Fyrir- spurnir um nám í Noregi hafa aukist. Á vegum FILIN (Félags íslenskra lækna í Noregi) hefur því verið unnin sú samantekt unr framhaldsnám í læknisfræði sem hér fer á eftir. Þessari sam- antekt er ekki ætlað að gefa tæmandi upplýsingar um sér- nám í læknisfræði í Noregi. Við lestur samantektarinnar eiga menn hins vegar að geta gert sér grein fyrir í stórum dráttum hvernig fyrirkomulagi sérnáms er háttað. Aðeins hefur verið unnt að fjalla sérstaklega um fá- einar sérgreinar. Því er rétt að benda á að uppbygging sér- námsins er í stórum dráttum hin sama í öllum greinum. Þeim sem kynnu að óska nánari upp- lýsinga er bent á að hafa sam- band við einhvern þeirra ís- lensku lækna sem starfa í Nor- egi eða hafa samband við norska læknafélagið. I þessari samantekt er fjallað um eftirtaldar sérgreinar: barnalækningar, geðlækning- ar, kvensjúkdóma og fæöingar- hjálp, lyflækningar, skurð- lækningar, svæfingalækningar og örverufræði. í Fréttabréfi lækna 6/94 voru veittar almennar upplýsingar um starfsaðstöðu þeirra er stunda sérnám í læknisfræði í Noregi auk þess sem sérstak- lega var fjallað um nám í heimil- islækningum og eru þær því ekki með í þessari samantekt. Lyflækningar Samantekt unnin af Hrafnkeli Þórðarsyni, Haukeland sjúkra- húsinu í Björgvin Kröfur til sérfræðiviðurkenn- ingar í almennum lyflækningum í Noregi svipar um margt til þeirra krafna sem eru gerðar á Islandi. Krafist er að menn vinni í 60 mánuði á lyflækninga- deild og að 12 mánuðir af þess- um tíma séu á háskólasjúkra- húsi, svokölluðu „grúppu 1“ sjúkrahúsi. Að auki er krafist 12 mánaða vinnu í hliðargrein, sem getur verið hvers konar læknisvinna á einhverskonar þjónustudeild. Þá er krafist þátttöku í námskeiðum samtals 160 tímum. Mest allur sá tími fer í þátttöku í skyldunámskeiðum. Rétt er að geta þess að kröfur um þátttöku í námskeiðum eru til endurskoðunar hjá norska læknafélaginu og liggja fyrir til- lögur um meira frjálsræði í vali á framhaldsmenntunarnámskeið- um. í almennum lyflækningum liggur fyrir marklýsing fyrir námið þar sem gerð er nákvæm grein fyrir kröfum um starfs- þjálfun, námskeiðaþátttöku, þekkingu og færni. Þess er ósk- að af hálfu norska læknafélags- ins að yfirlæknar deilda votti skriflega um kunnáttu og hæfni umsækjenda í þeim þáttum læknisfræðinnar sem sérfræð- ingar í greininni þurfa að kunna sérstaklega. Eftir þessu er farið á mörgum sjúkrahúsum og þurfa einstakir læknar sjálfir að gæta þess fá kunnáttu sína vott- aða. í flestum greinum tekur nám í undirgrein þrjú ár. Hægt er að nota eitt ár af náminu í aðal- grein samtímis til náms í undir- grein. Hægt er að stunda flestar undirgreinar almennra lyflækn- inga í Noregi. Á sama hátt og í aðalgrein eru í hverri undirgrein gerðar ákveðnar kröfur um þátttöku í námskeiðum. I hverri undirgrein liggur fyrir marklýs- ing að náminu þar sem gerð er grein fyrir þeim lágmarkskröf- um um hæfni og bóklega þekk- ingu sem krafist er af sérfræð- ingum í greininni. Til að kynna sér námið til hlítar er því nauð- synlegt að afla sér marklýsingar og kynna sér efni hennar. Barnalækningar Samantekt unnin af Eddu Ólafs- dóttur, Haukeland sjúkahúsinu í Björgvin í Noregi er tiltölulega auðvelt að fá vinnu við barnadeild sem aðstoðarlæknir. Einfaldast er að fá afleysingastöðu í byrjun sumars. Mikil samkeppni er um námsstöður og því mikilvægt að hafa eins til tveggja ára þjálfun á barnadeild á íslandi áður en far- ið er í sérnám til Noregs. Fljót- lega er þess einnig krafist að viðkomandi geti starfað sjálf- stætt og því mikilvægt að hafa haldgóða starfsreynslu. Sérnám í barnalækningum er samansett af fjögurra ára aðal- menntun og eins árs hliðar- menntun. Auk þess eru gerðar kröfur um þátttöku í ákveðnum fjölda námskeiða á tímabilinu. Þá er einnig skylda að taka nám- skeið í skipulagningu og stjórn- un. Aðalmenntunin er fólgin í fjögurra ára þjónustu á viður- kenndri barnadeild, þar af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.