Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 59

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 487 Óumbeðin smáskýrsla og ein lítil spurning Nú er liðið tæpt ár síðan úr- sögn mín úr Læknafélagi Reykjavíkur og þar með Læknafélagi Islands tók gildi og ég verð að segja að mér líður bara ágætlega, takk fyrir. Ég fæ ekki betur séð en að Félag ís- lenskra heimilislækna fullnægi stórvel ntinni félagslegu þörf. Nefndarstörf á vegum félagsins taka í vetur einn helgardag í mánuði auk funda einu sinni til tvisvar í mánuði að afloknum venjulegum vinnutíma. Skipu- lagt fræðslustarf á vegum FÍH er meira en hægt er að sinna. Reglulega berst myndarlegt fréttabréf FÍH með efni sem höfðar meira til mín en efni Læknablaðsins. Arlega er hald- in árshátíð heimilislækna sem er ágætis gleðskapur og gjörsam- lega laus við yfirborðs hátíð- leika sumra slíkra samkoma. Kjaramál mín eru í höndum FÍH í umboði frá LI. Það er því eðlilegt að ég greiði með meiri ánægju 7.500 krónur frjálst að- ildarfélagsgjald til FÍH en sex sinnum hærra skyldugjald til LÍ. Mér er samt ekki alveg rótt. Ég tel að læknar eigi að standa saman og vera í einu félagi en mér finnst að líkurnar á því að Læknafélag íslands klofni var- anlega aukist með hverjum degi. Því hefur stöðugt vaknað hjá mér eftirfarandi spurning: Hvers vegna eru sérgreina- læknar slíkir endemis aumingjar félagslega að þeir geta ekki rifið upp þetta Sérgreinafélag ís- lenskra lækna og notað það til að fylgja eftir kröfu sinni um áframhaldandi tilvísanalaust (og þar með dýrt) heilbrigðis- kerfi í stað þess að nota lækna- félögin til þess að kljúfa þau þar með? Halldór Jónsson, Heilsugæslunni Lágmúla Námskeið Minnst 120 klukkustundir þar með talin skyldunámskeið í sníklafræði, sveppafræði, spítalasýkingum, sýklalyfja- fræði og stjórnun. Samanlögð klínísk vinna í aðalgrein og hliðargrein má taka allt að eitt ár og verður að vera minnst hálft ár. Umsókn um sérfræðileyfi verður að fylgja vottuð atriðaskrá. Nánari upplýsingar fást í Árbók norska læknafélagsins. Geðlæknisfræði Samantckt unnin af Andrési Magnússyni, Ullevál sjúkrahús- inu í Osló Fyrst skal þess getið að Is- lendingum er yfirleitt vel tekið í Noregi. Vinnuálag er þolanlegt á geðdeildum og föst laun betri en á íslandi. Yfirleitt er auðvelt að fá vinnu á geðdeildum. Oft- ast fá menn fyrst stöður til skemmri tíma en komast yfir- leitt fljótlega í fastar stöður. Það tekur fimm ár að vinna sér inn norskt sérfræðileyfi í geðlækningum. Norska sér- fræðinefndin er þó mjög ströng, nánast smásmuguleg. Fæstir ná að ljúka námi á fimm árum. Menn geta fengið metið allt að tvö og hálft frá íslandi. Þeirri vinnu þarf að lýsa mjög nákæm- lega; hvernig sjúklingar voru á viðkomandi deildum, hve mikið gegnumstreymi var á deildun- um, hvert hlutverk aðstoðar- læknisins var, hvernig hann leysti verkefni sín af hendi, hvernig handleiðslu var háttað og svo framvegis. Allir útlend- ingar þurfa að vera minnst sex mánuði á móttökudeild í Nor- egi. Er það gert til þess að menn þekki á norska löggjöf um inn- lagnir á geðspítala gegn vilja sjúklings. Slíkar innlagnir eru mjög algengar. Aðstoðarlæknar fá fræðslu og handleiðslu í vinnutímanum, einnig er vinnu- veitanda skylt að bjóða upp á handleiðslu í sállækningum (psychotherapy) í að minnsta kosti 80 vikur. í Noregi er auð- veldara að mennta sig í heild- stæðri (dynamic) geðlæknis- fræði heldur en í líffræðilegri (biological), þó er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það er mögulegt að komast í rannsókn- arstöður þegar lengra er komið í námi. Þá þurfa menn helst að hafa einhverja reynslu í rann- sóknum því margir eru um hit- una. Af öllum sem sækja um norskt sérfræðingsleyfi er kraf- ist að þeir hafi verið á fimm vikna fræðslunámskeiðum. Þau eru haldin tvisvar á ári og skipu- lögð af norska geðlæknafélag- inu og eru aðstoðarlæknum al- gerlega að kostnaðarlausu. Vinnuveitanda er skylt að gefa aðstoðarlæknum frí til fararinn- ar og kemur það til viðbótar sumarfríi og vaktfríum. Það er mjög misjafnt hve stutt er milli vakta, fer það eftir stærð geðdeildarinnar. Vaktir eru ýmist bundnar eða bakvaktir. Yfirleitt fá menn frí út á vaktirn- ar en séu þær þéttar eru þær oft greiddar að hluta til. Algengur vinnutími er 8:00 til 15:00. í stjórn FÍLÍN sitja: Hrafnkell Þórðarson for- maður sími: 90- 47-55- 20 10 95, Ari Axelsson gjald- keri sími 90- 47-55- 28 90 16, Edda Ólafsdóttir ritari sími 90- 47-55-27 00 73.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.