Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 64

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 64
492 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Tryggingafréttir Vissir þú.... ...að með því að merkja í viðkomandi reit á skattskýrslunni er hægt að kaupa sér ódýra slysatryggingu við heimilisstörf. ...að TR rekur Hjálpartækjamiðstöð, sem út- vegar hjálpartæki og sér um viðhald, viðgerðir og endurnýtingu þeirra. ...að þeir milliríkjasamningar um félagslegt öryggi sem ísland á aðild að ná nú til Evrópska efnahagssvæðisins (EES), Norðurlanda, Bret- lands og Kanada. ...að þeir sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði samfellt eiga nú rétt á læknis- hjálp á sömu kjörum og lífeyrisþegar. Athugið þó að greiðslum fyrir lyf hefur ekki verið breytt. ...að sækja þarf um allar bæturtil Tryggingast- ofnunar ríkisins. Læknisvottorð eitt og sér dug- ar ekki og er því rétt að minna sjúklinga á að senda inn umsókn til TR, að minnsta kosti þegar sótt er um bætur í fyrsta sinn. Reglur um ferðakostnað innanlands Mikilvægt er að benda lækn- um á að samkvæmt núgildandi reglum tryggingaráðs um ferða- kostnað sjúklinga og aðstand- enda þeirra innanlands er TR heimilt að endurgreiða kostnað vegna ferða, sem sjúklingur þarf að takast á hendur enda sé um að ræða eftirtalda alvarlega sjúkdóma og meðferð þeirra; Illkynja sjúkdóma, nýrnabilun, alvarlega augnsjúkdóma, brýn- ar Iýtalækningar, bæklunar- lækningar barna og tannrétting- ar vegna meiriháttar galla eða alvarlegra tilefna. Ennfremur er heimilt að endurgreiða vegna annarra sambærilegra sjúk- dóma. Slysatryggðir teljast sam- kvæmt lögum um almanna- tryggingar: 1) Allir launþegar, án tillits til aldurs, sem starfa hér á landi eða um borð í ís- lensku skipi eða flugvél. Und- anskildir eru erlendir ríkisborg- arar, sem gegna störfum fyrir erlend ríki. 2) Útgerðarmenn, sem sjálfir eru skipverjar. 3) Þeir, sem vinna að björgun manna úr lífsháska eða vörnum gegn yfirvofandi meiriháttar tjóni á verðmætum. 4) Nemend- ur við iðnnám. 5) íþróttafólk hjá viðurkenndu íþróttafélagi, sem slasast við æfingar, sýning- ar eða í keppni og orðið er 16 ára. 6) Sjúklingar, sem eru til meðferðar á sjúkrastofnunum sem starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og heilsu- tjónið eða örorkan er vegna læknisaðgerða eða mistaka starfsfólks sem starfar á þessum stofnunum. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.