Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 75

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 75
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 503 Ráðstefna um rannsóknir í læknadeild 5.- 6. janúar 1995 Ráðstefna um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands verður nú haldin í sjöunda sinn dagana 5,- 6. janúar næstkom- andi í Odda. Umsjón með ráð- stefnunni hefur Vísindanefnd Iæknadeildar. Pátttaka í dagskrá ráðstefn- unnar miðast við kennara og starfsmenn deildarinnar. það er í læknisfræði, lyfjafræði, hjúkr- unarfræði og sjúkraþjálfun sem og starfsmönnum rannsóknar- stofa og stofnana sem tengjast deildinni og kennslusjúkrahúsa landsins. Þá er aðilum sem vinna að rannsóknum í sam- vinnu við starfsmenn lækna- deildar einnig boðin þátttaka, jafnvel þótt þeir sjálfir teljist ekki formlega til starfsmanna deildarinnar. Einnig er nauð- synlegt að rannsóknirnar teng- ist læknadeild gegnum kennslu- og rannsóknarstofnanir hennar og/eða einhvern starfsmann deildarinnar. Gert er ráð fyrir frjálsum er- indaflutningi (10 mínútur hvert erindi auk 5 mínútna í umræðu) og spjaldasýningu. Ágripin verða gefin út í Fylgiriti Lækna- blaðsins sem mun koma út fyrir ráðstefnuna. Skilafrestur ágripa er 15. nóv- eniber. Aðgangur að ráðstefnunni er öllum opinn og er þátttökugjald krónur 1.000 nema fyrir skráða stúdenta krónur 500. Veitt verður viðurkenning fyrir framúrskarandi vísinda- vinnu innan deildarinnar. Vís- indanefnd óskar því eftir tillög- um frá starfsmönnum deildar- innar og er nauðsynlegt að greinargerð fylgi. Farið verður með allar tillögur sem trúnaðar- mál. Nánari upplýsingar veita meðlimir Vísindanefndar: Magnús Jóhannsson, Rann- sóknastofu í lyfjafræði, Ármúla 30, sími 680806 eða 694397 Atli Dagbjartsson, Landspítala, sími 601000 Karl Kristinsson, Landspítala, sími 601000 eða 601956 Steinn Jónsson, Borgarspítala, sími 696600 Ólafur Andrésson, Keldum, sími 674700. Þerapeia Námskeið í stuðningsmeðferð Föstudagur 18. nóvember kl. 09:00-17:45 Laugardagur 19. nóvember kl. 09:00-16:30 Námskeiðið ferfram áensku. Markhópur: Læknar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og aðrir faghópar, sem vinna með geðræn og sálvefræn vandamál. Hámarksfjöldi þátttakenda er 24. Heildarverð fyrir námskeiðin þrjú er krónur 24.000. Þerapeia hf. mun í vetur gangast fyrir námi og þjálfun í virkri stuðningsmeðferð (dynamic supportive psychotherapy), sem danski sálgreinandinn Henning Paikin mun veita for- stöðu. Haldin verða tvö tveggja daga námskeið með Paikin, hið fyrra 18.-19. nóvember og hið seinna á vormisseri. Auk þess verður eitt tveggja daga námskeið í byrjun næsta árs, sem kennarar Þerapeiu veita forstöðu. Þessi þrjú námskeið eru skipulögð sem ein heild. Henning Paikin mun í fyrirlestrum sínunt fjalla um skilgreiningu á sállækningu (psychot- herapy) og aðgreiningu virkrar stuðningsmeðferðar frá venjulegum viðtölum og frá hefðbundinni sálgreiningu. Ennfremur mun Paikin fjalla um hugtök og aðferðir. leiðir og markmið virkrar stuðningsmeðferðar. Auk fyrirlestranna og umræðna mun fara fram handleiðsla í smærri hópum og munu þátttakendur kynna sjúkratilfelli. Nánari upplýsingar verða veittar hjá Þerapeiu, Suðurgötu 12, í síma 62 39 90 kl. 13:00- 15:00. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til skrifstofu Þerapeiu eigi síðar en 11. nóv- ember næstkomandi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.