Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 42
250 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Greinargerð heimilislæknis um tilvísanir Par sem Sverrir Bergmann, formaður L.Í., hefur af smekk- vísi sinni og hógværð opnað um- ræðu um tilvísanir með leiðara í síðasta Læknablaði, þykir mér sem heimilislækni tími til þess kominn að gera honum og öðr- um kollegum grein fyrir þeim rökum, sem ég sé fyrir tilvísana- kerfi á íslandi að fenginni aldar- fjórðungs reynslu af læknis- störfum við mismunandi vinnu- aðstæður. Helsta forsenda þess, að heimilislæknir geti nýtt mennt- un sína og þjálfun í þágu skjól- stæðinga sinna og þjóðfélagsins, er sú að hann sé fyrsti aðili heil- brigðisþjónustunnar, sem not- endur hennar hafa samband við vegna sérhvers nýtilkomins heilsufarsvanda. Heimilislækn- ir er þjálfaður í því að ná heild- arsýn yfir líffræðilegar, sál- fræðilegar og félagslegar að- stæður síns umsjárhóps. Hann einbeitir sér í læknisviðtalinu að því að skyggnast bak við kvart- anir skjólstæðinga sinna og finna orsakir þeirra með hlið- sjón af þeirri þekkingu sem hann hefur aflað sér með fyrri kynnum af viðkomandi ein- staklingi og fjölskyldu hans. Oft ná þau kynni yfir áratugi og marga ættliði. Eigi hann trúnað skjólstæðings síns, er hann í ein- stakri aðstöðu til að leggja mat á og greina þann vanda sem fyrir hendi er og leggja á ráðin um viðeigandi úrlausnir. Heimilis- læknir grípur þá miklu síður til alls konar kostnaðarsamra rannsókna en sá læknir sem er að sjá sjúklinginn í fyrsta sinn. Heimilislæknirinn getur því eðli málsins samkvæmt stundað ódýrari lækningar en aðrir sér- fræðingar, sakir þessarar ein- stöku aðstöðu sinnar. Sinni hann sjúklingahópi sem leitar beint til fjölda annarra lækna með vandamál sín, fer heimilis- læknirinn á mis við þá þekkingu á einstaklingunum, sem gerir honum kleift að rækja starf sitt vel. Afleiðingin verður dýrari heilbrigðisþjónusta, ópersónu- legri og vafalítið verri. Þótt flestir landsmenn séu heilsugóðir til líkama og sálar og eigi við einföld og auðskilin heilsufarsvandamál að etja, eru hinir þó fjölmargir, sem hrjáðir eru af ýmsum streitukvillum og líkamlegum einkennum sem eiga sér tilfinningalegar eða geðrænar orsakir. Þessir ein- staklingar eru í flestum tilfellum gjörsamlega óhæfir til að sjúk- dómsgreina sjálfa sig. Þeim er því enginn greiði gerður með því að auðvelda þeim stefnulítið ráp til hinna ýmsu sérfræðinga, sem oftast bregðast við vanda þeirra með misumfangsmiklum rannsóknum til að útiloka, að þeir séu haldnir þeini líkamlegu sjúkdómum, sem tilheyra við- komandi sérgrein. Þegar þeir hafa rannsakað sig sadda, vísa þeir sjúklingnum frá sér og þá gjarnan til annarra sérfræðinga en viðkomandi heimilislæknis. Slík vinnubrögð eru kostnaðar- söm og jafnframt skaðleg sjúk- lingnum sem í fyrstu styrkist í þeirri trú, að hann sé haldinn líkamlegum sjúkdómi, en þann draug megna eðlilegar rann- sóknarniðurstöður síðan sjaldn- ast að kveða niður. Þessir sjúk- lingar hafna oft í illum vítahring ýmissa einkenna svo sem verkja, rannsókna, lyfjameð- ferðar og aðgerða með tilheyr- andi fylgikvillum og áföllum. Öll ábyrgð lækna á viðkomandi einstaklingi þynnist út, eftir því sem fleiri stunda hann. Þessir sjúklingar verða heilbrigðis- kerfinu oft gríðarlega dýrir og verða því heilsulausari í eigin augum sem þeir eiga tíðari sam- skipti við fleiri lækna nema því aðeins, að þeir hafi verið svo heppnir að rata til geðlæknis í upphafi, sem þeir gera nær aldrei af sjálfsdáðum. Þess vegna er öllum hollt, að heimil- islæknir vísi veginn strax í upp- hafi og snúist við kvörtunum á viðeigandi hátt. Af tveggja áratuga reynslu af sjúklingahópi sem ég gjörþekki og með samanburði við aðra hópa og með því að kynna mér fjölda erlendra rannsókna á þessu sviði, hef ég sannfærst um það, að allstór hluti af læknis- heimsóknum sjúklinga geri þeim ekkert gagn, hvorki í bráð né lengd. Gildir það jafnt um heimilislækna sem aðra sér- fræðinga, nema því aðeins heimsóknin sé nýtt til uppbyggi- legrar heilsueflingar. Hér er því sóað tíma og fé og er þörf á markvissari vinnubrögðum. Otrúlega mikill munur á að- gerðatíðni milli svæða eða tíma- bila staðfestir þessa fullyrðingu. Sama má segja um lyfjanotkun, rannsóknir, innlagnir á sjúkra-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.