Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 247 fyrsta aldursári. Þessi börn eru ekki talin með í hinni hefðbundnu skilgreiningu burðarmáls- dauða, en ættu með réttu að teljast þar með, eigi skýr mynd af áhættu á fósturmissi við tví- burameðgöngu að fást (5,6). Glasafrjóvgun veldur auknu álagi á með- göngudeildir, fæðingardeildir og vökudeildir vegna hærri tíðni fjölbura og þeirra sérstöku aðstæðna sem tengjast þungun sem þannig er til komin. Hún kallar líka á töluvert meiri mæðravernd en annars (4,14,15). Aukið álag á deildirnar veldur auknum kostnaði í heilbrigð- iskerfinu, bæði hvað varðar starfsmannahald og meiri tækja- og lyfjakostnað. Á þessu tíma- bili var helmingur glasakominna tvíbura lagður inn á vökudeild en fjórir af hverjum 10 sjálf- komnum. Ein af hverjum þremur glasafrjóvg- uðum konum átti tvíbura. Eðlilegt hlutfall kynja við fæðingu er 1,06, sveinbörnum aðeins í vil og sú tilhneiging minnkar meðal fleirbura lfkt og á hér (16). Önnur tilhneiging meðal glasakominna tvíbura var athyglisverð en þarf að túlka með varúð þar sem um fá tilvik er að ræða. Ekki fannst skýring á því hvers vegna fleiri glasakomnir tvíburar en sjálfkomnir vógu und- ir 2500g, þar sem ekki var marktækur munur á milli hópanna, hvað varðar meðgöngulengd eða reykingar á meðgöngu. Nýburar með fæð- ingarþyngd undir 2500g eru í aukinni hættu á að fá hreyfitruflanir vegna taugaleiðnitruflana (neurodevelopmental handicap) og eru einnig almennt veiklaðri á fyrstu aldursárum miðað við börn sem hafa fæðingarþyngd yfir 2500g (3,17). Aðrar rannsóknir hafa sýnt að léttburar eru algengari meðal glasabarna en annarra barna (12,18) og í þessari rannsókn var það staðfest þó munurinn væri lítill. Til að kanna hvort þroskamunur komi fram á fyrstu aldurs- árunum þyrfti að skoða vöxt og viðgang tví- bura bæði eftir glasafrjóvgun og eðlilegan getn- að, enda ætti munur sem tengdist mismunandi getnaði að vera auðsærri meðal tvíbura en ein- bura. HEIMILDIR: 1. MacGillivray I, Campbell DM, Thompson B. Twinning and Twins. lst ed. New York: John Wiley & Sons Ltd, 1988. 2. Tuppin P, Blondel B, Kaminski M. Trends in multiple deliveries and infertility treatments in France. Br J Ob- stet Gynaecol 1993; 100: 383-5. 3. Derom C, Derom R, Vlietinck R, Maes H, Van den Berghe H. Iatrogenic multiple pregnancies in East Flan- ders, Belgium. Fertil Steril 1993; 60: 493-6. 4. Lindberg B, Kjellmer I, Wennerger W, Rydhström H. Flerbörd, ett ökande obstetriskt och pediatrikt problem. Lakartidningen 1994: 91; 806-11. 5. Hogston P, James DK. Total perinatal wastage. A clar- ification of priorities. Br J Obstet Gynaecol 1990; 97: 999-1002. 6. Whitfield CR, Smith NC, Cockburn F, Gibson AAM. Perinatally related wastage — a proposed classification of primary obstetric factors. Br J Obstet Gynaecol 1986; 93: 694-703. 7. Georgsdóttir I, Geirsson RT, Jóhannsson JH, Biering G, Snædal G. Classification of perinatal and late neona- tal deaths in Iceland. Acta Obstet Gynecol Scand 1989; 68: 101-8. 8. Miller HC, Merritt TA. Fetal growth in humans. lst ed. Chicago-London: Year Book Medical Publishers Inc, 1979: 31-42. 9. Snædal G, Biering G, Sigvaldason H, Ragnarsson J. Fæðingar á íslandi 1972-1981, 8. grein: Tíðni fjölbura- fæðinga. Læknablaðið 1983; 69: 246-7. 10. Edwards RG, Mettler L, Walters DE. Short communi- cation. J In-Vitro Fertil Embryo Transfer 1986; 3:114-7. 11. Derom C, Vlietinck R, Derom R, Van Den Berghe H. Increased monozygotic twinning rate after ovulation in- duction. Lancet 1987; 30: 1236-8. 12. Tanbo T, Dale PO, Lunde O, Moe N, Ábyholm T. Obstetric outcome in singleton pregnancies following assisted reproduction. Acta Obstet Gynecol Scand 1994; 73: 169. 13. Wennerholm UB, Janson PO, Wennergren M, Kjellmer I. Pregnancy complications and short-term follow-up of infants born after in vitro fertilization and embryo trans- fer (IVF/ET). Acta Obstet Gynecol Scand 1991; 70: 565- 73. 14. Bhalla AK, Sarala G, Dhaliwal L. Pregnancy following infertility. Aust NZ J Obstet Gynaecol 1992; 32: 249-51. 15. Keith LG, Papiernik E, Luke B. The cost of multiple pregnancy. Int J Gynecol Obstet 1991; 36: 109-14. 16. Pritchard JA, MacDonald PC, Gant NI. Williams Ob- stetrics. 17th ed. Norwalk, Connecticut: Appleton — Century — Crofts, 1985: 506. 17. Luke B, Keith LG. The contributionofsingletons, twins and triplets to low birthweight, infant mortality and handicaps in The United States. J Reprod Med 1992; 37: 661-6. 18. McFauI PB, Patel N, Mills J. An audit of the obstetric outcome of 148 consecutive pregnancies from assisted conception: implication for neonatal services. Br J Ob- stet Gynaecol 1993; 100: 820-5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.