Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 255 Eiga læknasamtökin að hafa skoðun — að gefnu tilefni í þessu hefti Læknablaðsins birtast tvær greinar sem h'ta má á sem andsvör eða viðbrögð við rit- stjómargrein minni í síðasta Læknablaði þar sem spurt var hvort tilvísanakerfi væri nauðsyn í heilbrigðisþjónustunni. Ég hef ekki lagt í vana minn að gera at- hugasemdir við greinar í sama blaði og þær birtast. Ég veit ekki frekar en aðrir læknar hvaða efni verður birt. Hér er engin ritskoð- un. Hins vegar var bréf þriggja lækna á Heilsugæslustöðinni í Fossvogi sent stjórn Læknafélags íslands og var mér því kunnugt um innihald þess. Ekki var þess getið að það mundi einnig birtast í Læknablaðinu. Hefði þó kannski verið kurteisi. Grein Péturs Péturssonar hefur hins vegar fyrir löngu verið lesin um allan bæ og mér kynnt efni henn- ar á ólíklegustu stöðum og ber ekki að lasta eða harma þótt mik- ilvægur boðskapur berist víða og nái eyrum manna fljótt. En hvað sem lofinu líður kom mér þó í hug við lestur greinar Péturs Péturssonar, að það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. í greininni dettur Pétur kollega ofan í alla þá pytti sem hann sér aðra kollega okkar í en ekki sýnist mér lækka greindarvísitalan í pyttunum við komu hans þangað. Greinar þessar gefa ekki mikið tilefni til andsvara af minni hálfu. Ég virði tilfinningar allra og skil þegar þær bera hugsunina ofur- liði. Ritstjórnargrein mín var sett fram í spumingarformi og það átti hver og einn að svara iyrir sig. Ómótmælt er meginatriðum greinarinnar. Við búum við gott heilbrigðiskerfl. Það er etiskt, faglegt, hagkvæmt og aðgengilegt þjóðinni. Með það er almenn án- ægja og góð sátt. Ekki er sýnt fram á að tilvísanakerfi bæti um betur. Ég fullyrði áfram að sam- skipti lækna eru mikil og góð sem þó jafngildir auðvitað ekki að þau gætu ekki verið enn betri og meiri enda kemur það einnig fram í grein minni og það sé þá okkar að bæta þar úr. Vonandi verður það ekki tekið illa upp þótt ég minni á og þó einkum viðkomandi, að aðalhöfundur ályktunar Læknafélags Islands frá 1993 er einn þeirra sem ritar hið ylríka bréf um mig frá Heilsu- gæslustöðinni í Fossvogi. Hægt er að búa til boðskiptakerfi og setja fjármálalega stjórnun á sjálfstætt starf sérfræðinga með öðrum hætti heldur en tilvísanakerfi. Það er ekki vel til þess fallið og flytur kostnað yfir á fólkið sjálft. Með öllu væri óviðeigandi að formaður heildarsamtaka lækna sæti hjá þegar verið er að gera viðamikla breytingu á heilbrigð- iskerfinu. Ég hef reynt að halda mig innan viðeigandi marka í hinni opinberu umræðu en það styrkir engin samtök ef svo virð- ist að mikilvæg mál séu foryst- unni óviðkomandi. Skoðana- laust sameiningartákn er einskis virði og eflir engin samtök hvorki inná við eða útá við. Ég hef ekki farið niðrandi orðum um nokk- urn kollega enda engin minnsta ástæða til. Þvert á móti. Ég hef bent á þau atriði sem skipta okk- ur í hópa. Mér þykir leitt að góður læknir norður í landi fari að hugleiða að hann og kollegar í heimilislækna- stétt segi sig úr lögum við Lækna- félag íslands. Til þess er engin ástæða. En það er nú samt sem áður þannig í lýðræðislegum samtökum að meirihlutinn mark- ar meginstefnuna. Hlutverk for- manns og stjómar Læknafélags Islands er m.a. að sætta ólík sjón- armið. Það reynum við eftir bestu getu og oft í erfiðri stöðu á undangengnum árum. Vert er að árétta að stjórn Læknafélags Islands ályktaði gegn tilvísanakerfinu og taldi að ekki væri sýnt fram á að það skapaði faglegra kerfí en nú er né heldur tryggði það meiri hag- kvæmni. Við báðum því heil- brigðisráðherra að íhuga málið betur og lýstum okkur reiðubúin til samstarfs við hann um skipu- lagningu starfs sjálfstætt starfandi sérfræðinga og um boðleiðir milli lækna. Hugmyndum að slíku fyrirkomulagi var komið á fram- færi við ráðherrann. Ef tillögum okkar hefði verið fylgt eftir væm engin vandræði uppi og betur gengið frá þeim atriðum sem læknar telja að helst séu ófullnægjandi í núverandi kerfi og markmiðum ráðherrans mætt enda þau ekki annarleg. Stjórn Læknafélags Islands hefur beitt sér fyrir viðræðum milli hinna ýmsu hópa lækna og mun gera áfram og vænta þess að lausn fáist í málinu. Ég vil segja við ágætan kollega fyrir norðan að engin ástæða er til þess að flýta hugsanlegri ákvörð- un um úrsögn ef hann hefur af- stöðu mína til breytingar á fyrir- komulagi heilbrigðisþjónustunn- ar sérstaklega í huga. Hann veit eins og aðrir læknar að minn tími í forystu Læknafélags íslands endar og þá taka hugsanlega við þeir sem hann treystir betur til að tryggja samstöðu með læknum og einingu um skipulag heil- brigðisþjónustunnar. Vonandi kemur þó aldrei til þess að lækn- ar telji að sameiningartákn þeirra geti ekki verið annað heldur en stytta meðan aðrir leggja þær niður. Sverrir Bergmann formaður L.í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.