Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 263 Nýir sjúkdómar — enn um tíðateppu Breska læknablaðið (BMJ) birtir reglulega yfirlitsgreinar undir titlinum ABC greinar um helstu greinar læknisfræðinnar. Samkvæmt upplýsingum frá rit- stjórninni eru þeir læknar helst valdir til þess að skrifa þessar greinar sem framarlega eru í fræðum. í eina slíka skrifar dr. Walman R. um afleiðingargjör- þjálfunar (intensity training). Samkvæmt rannsóknum hans og dr. Mc Laxtelic yfirlæknis bresku Olympíunefndarinnar hefur komið í ljós að meðal úr- vals íþróttakvenna þjást 30- 70% af tíðateppu. Bent er á að ef þessi truflun verður langvinn er veruleg hætta á varanlegri tíðateppu, beinþynningu og beinbrotum (1). í greininni kemur fram að þessa varð vart fljótlega eftir ár- ið 1970. Greinarhöfundar sem báðir hafa mikla reynslu af þjálfun íþróttamanna, telja að þjálfun úrvals íþróttamanna hafi tekið verulegum breyting- um eftir þann tíma, það er margfalt lengri tíma er varið til æfinga en áður. Þessar breyting- ar eru raktar til mjög aukinnar samkeppni, gífulegrar aukinnar fjármögnunar, sjónvarpsauglýs- inga og atvinnumennsku. Rafn Líndal læknir sem er mikill áhugamaður um íþróttalækn- ingar, ritar grein í Læknablaðið (2) og bendir á að nú sé farið að ræða um „þríeyki“ íþrótta- kvenna (the female athlete tri- ad) sem einkennist af lystar- stoli, tíðateppu og beineyðingu. Bendir hann á úrræði til bóta. Við Rafn erum sammála um þessa fylgikvilla sem geta fylgt gjörþjálfun eða ákefðarþjálfun eins og Rafn kýs að nefna fyrir- bærið. í grein minni (1) er dreg- in fram tilgáta framangreindra höfunda um að orsakir tíða- teppu séu truflun á undirstúku heilans, en Rafn telur að það sé sannað. Frekari skýringar Rafns á hormónaskiptum treysti ég mér ekki að ræða um og má vera að hann hafi rétt fyrir sér þar. Rafn leiðir rök að því að minnkun líkamsfitu valdi ekki tíðateppu eins og bresku höfundarnir telja, heldur sé um að ræða hitaeiningaskort. Ég treysti mér ekki til að taka af- stöðu í því máli. Varðandi bein- styrk er það rétt að hæfilegt álag eykur beinstyrk en hætt er við að úr beinstyrk dragi við mikla beinþynningu sem getur verið afleiðing „hömlulausrar“ þjálf- unar! Aðalmálið er ekki að deila um tilgátur hcldur er það mikil- vægt að nú hefur í fyrsta sinn verið vakin athygli á að veruleg- ir fylgikvillar það er tíðateppa, beinþynning og beinbrot meðal ungra íþróttakvenna geta fylgt í kjölfar gjörþjálfunar/ákefðar- þjálfunar. Við Rafn höfum orðið sam- mála um að taka málið til athug- unar og hefja fræðslu um þetta mál. Ennfremur þarf að krefjast mun meira lækniseftirlits með úrvals íþróttamönnum en nú gerist. Legg ég til að ÍSÍ taki þetta mál til ítarlegrar athugun- ar. Ólafur Ólafsson landlæknir Heimildir: 1. Ólafur Ólafsson. Er heilbrigði sái í hraustum líkama öfugmæli?. Læknablaö- iö 1995; 81: 76. 2. Rafn Líndal. Enn um tíðateppu. Læknablaöiö 1995; 81: 192-4. Frá stjórn LÍ vegna ályktunar á aðalfundi Svæfingalæknafélags íslands í síðasta tölublaði Lækna- blaðsins birtist ályktun frá að- alfundi Svæfingalæknafélags íslands þess efnis að félagið ítreki fyrri áskorun til stjórnar LÍ að fenginn verði óháður aðili til að yfirfara starfsemi læknafélaganna með tilliti til sparnaðar í rekstri. Þcssi ályktun var ekki send stjórn LI beint. Hefði þó ekki talist óeðlilegt. Hins vegar lesa stjórnarmenn LÍ Læknablaðið og vita því nú um ályktunina. Því skal komið á framfæri að sérstök nefnd á vegum stjórn- ar LÍ kannar nú starfsemi læknafélaganna með tilliti til aukinnar hagræðingar ef möguleg er. Það fer eftir nið- urstöðum þessarar nefndar hvort ástæða þykir til að gera frekari úttekt og þá með hvaða hætti. Álit nefndarinn- ar verður lagt fyrir formannar- áðstefnu nú í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.