Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
257
Tryggingafréttir
Hámarksgreiðslur fyrir
læknisþjónustu
Reglur um hámarksgreiðslur
almanaksárið 1995 eru þær
sömu og í fyrra. Hámarkið er
almennt kr. 12.000, fyrir líf-
eyrisþega kr. 3.000 og kr. 6.000
sameiginlega fyrir öll börn í
sömu fjölskyldu. Peir sem hafa
verið atvinnulausir í sex mánuði
eða meira greiða sama gjald og
lífeyrisþegar fyrir læknisþjón-
ustu, en hámark þeirra er þó kr.
12.000 á árinu áður en þeir fá
afsláttarkort.
Rétt er að geta þess, að skv.
nýlegri reglugerð um tilvísanir
er sett það skilyrði, að sjúkra-
tryggður þarf að hafa tilvísun til
að geta fengið kostnað við sér-
fræðilæknisþjónustu reiknaðan
inn í ofangreinda hámarksupp-
hæð. Hvað varðar kostnað
vegna rannsókna, þá þarf sá sér-
fræðingur sem vísar viðkom-
andi í rannsóknir að hafa sam-
band við TR til að slíkur kostn-
aður reiknist með.
Endurgreiðslur vegna
mikils læknis- og
lyfjakostnaðar
Umsóknir um endurgreiðslur
vegna læknis- og lyfjakostnaðar
fyrir tímabilið 1. júlí til 31. des-
ember 1994 þurfa að berast TR
ásamt kvittunum fyrir 1. mars
1995. Þeir sem hafa yfir þrjár
milljónir í árstekjur (einstak-
lings- eða fjölskyldutekjur) eiga
ekki rétt á slíkum endurgreiðsl-
um.
Sömu reglur gilda hér um til-
vísanir og að ofan er getið varð-
andi hámarksgreiðslur.
Greiðslur vegna
fæðingar barna
í desember síðastliðnum
gekk í gildi ný reglugerð um
greiðslur í fæðingarorlofi í
tengslum við EES samninginn.
Fæðingarkostnaður er nú
aðeins greiddur ef móðirin er
sjúkratryggð hér á landi. Móðir-
in þarf nú að hafa átt lögheimili
hér á landi í 12 mánuði fyrir fæð-
ingu barns til að eiga rétt á
greiðslum í fæðingarorlofi.
Flytji móðirin lögheimili hingað
til lands frá öðru EES landi get-
ur hún átt rétt á slíkum greiðsl-
um ef ákveðnum skilyrðum er
fullnægt til dæmis þarf atvinnu-
þátttaka hennar að hafa verið
samfelld. Unnið er að nýjum
upplýsingabæklingi um þessi
Nýr verðlisti
I framhaldi af útboði og
samningum við átta innlend
stoðtækjafyrirtæki um kaup á
spelkum, gervilimum og bækl-
unarskóm hefur TR nú gefið út
ítarlegan verðlista, þar sem
fram koma upplýsingar um teg-
undir, söluaðila og verð við-
komandi hjálpartækja. í listan-
um eru meðal annars tilgreindar
almennar reglur um úthlutun
hjálpartækja ásamt þeim sér-
reglum er varða spelkur, gervi-
limi og bæklunarskó svo og eru
myndir af öllum spelkum til
glöggvunar. Þessum lista verður
væntanlega dreift til lækna á
næstunni.
Nýtt eyðublað fyrir
örorkumöt vegna
lífeyrissjóðanna
Hannað hefur verið nýtt
eyðublað fyrir læknisvottorð
vegna umsóknar um örorku-
bætur frá lífeyrissjóðunum. Þar
eru mun ítarlegri atriði varð-
andi störf og vinnugetu umsækj-
enda en í gömlu eyðublöðunum
og ætti þessi breyting að auð-
velda mat á örorku vegna líf-
eyrissjóðanna, sem að jafnaði
miðast fyrst og fremst við vinnu-
getu til ákveðinna starfa.
jv
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS