Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 44
252 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 hús og ýmsar aðrar úrlausnir okkar lækna. Niðurskurður á þessari þjónustu myndi stuðla að skynsamlegri forgangsröð- un. Dæmi um oflækningar eru tíðar endurkomur til hálaun- aðra sérfræðinga til eftirlits með ýmsum sjúkdómum, svo sem eyrnabólgum, háþrýstingi, hjartaöng og sykursýki, sem fela mætti heimilislæknum og í vissum tilvikum hjúkrunarfræð- ingum. Einnig sýklalyfjaaustur, röraísetningar í eyru, legskrap- anir, legbrottnám, brottnám háls- og nefkirtla svo og ýmsar misdýrar rannsóknir svo sem ómskoðanir, hjartalínurit og röntgenmyndir. Að sjálfsögðu má innan heilsugæslunnar finna ýmis dæmi um oflækningar. Markvissar heimilislækningar með vel rökstuddum tilvísunum til sérfræðinga og annarra rann- sóknar- og meðferðaraðila hamla gegn oflækningum og læknisfræðilegri súrsun þjóðfé- lagsins. Þess eru mörg dæmi, að hægt sé að draga úr læknasækni ákveðins hóps með markvissum heimilislækningum sem miðast við að gera einstaklingana hæf- ari að kljást við heilsuvandamál sín. Ásókn í heilbrigðisþjónustu eykst hins vegar smám saman í núverandi kerfi í þéttbýli, því notendur hennar fara að sækja til lækna með æ smærri vanda- mál, eftir því sem framboð þjónustu er meira og viðtökurn- ar betri. Eykur þetta á bjargar- leysi fólks. Það er mikilsvert öryggisat- riði fyrir hvern og einn, að allar heilsufarsupplýsingar viðkom- andi aðila séu geymdar á einum stað, það er á heilsugæslustöð hans. Vandaðar tilvísanir heim- ilislæknis til sérfræðings og ítar- leg svör sérfræðings til heimilis- læknis tryggja samfellu í heil- brigðisumsjá og draga úr tvíverknaði og endurteknum, ónauðsynlegum rannsóknum. Eigi sjúklingur sér engan fastan heimilislækni eða rápi milli lækna, eru líkur á að nauðsyn- leg vitneskja og gögn séu ekki tiltæk, þegar mest á ríður. Sums staðar, til dæmis á Akureyri, er þessi upplýsingamiðlun í góðu horfi, en á höfuðborgarsvæðinu eru þessi mál í ólestri hjá vissum sérgreinum, og virðast geð- læknar ganga lengst í því að hunsa þessa sjálfsögðu upplýs- ingaskyldu. Ættu þeir þó að hafa allar forsendur til að skilja mikilvægi þessara boðskipta fyrir skjólstæðingana. Tilvísanakerfi myndi uppræta þær sérkennilegu vinnuvenjur, sem margir spítalasérfræðingar stunda, að vísa spítalasjúkling- um á einkareknar stofur sínar úti í bæ, þrátt fyrir að þeir hafi tök á að sjá viðkomandi á göngudeild spítalans. Þannig hafa þeir verkefni og tekjur af þeirri stofnun sem þeir vinna hjá og eru siðferðilega skuld- bundnir til að sýna hollustu. Það ætti að vera spítölunum í hag að efla göngudeildarþjón- ustuna og afla þannig meiri sér- tekna, og þykir mér þetta áhugaleysi spítalastjórnenda mjög undarlegt. Allt eru þetta gild rök fyrir kerfisbreytingu sem er óhjá- kvæmileg ef takast á að koma einhverjum böndum á kostnað við lækningar utan spítala, sem eðli málsins samkvæmt hlýtur að aukast í takt við fjölgun lækna, því eftirspurn eftir heil- brigðisþjónustu fer ævinlega eftir framboðinu. Núverandi kerfi stuðlar að dýrum oflækn- ingum, sem skerða þjóðarheils- una. Það gagnast fyrst og fremst fáeinum sjálfstætt starfandi sérfræðingum í tekjusöfnun og óþolinmóðum sjúklingum með auðgreinda kvilla, en getur verið skaðlegt flestum hinna. Það er því engin eftirsjá að því fyrir þjóðarheildina og því áhættulítið að breyta því. Hin heiftúðuga andstaða sér- fræðinga við tilvísanakerfið hef- ur nú tekið á sig mynd hópsefj- unar. Sérfræðingar sem árum saman hafa eingöngu tekið á móti sjúklingum með tilvísanir, snúast nú öndverðir af tilfinn- ingalegum ástæðum. Heimilis- læknar eru ataðir auri og það hriktir í innviðum Læknafélags Islands. Ástæðurnar virðast mér þrenns konar. í fyrsta lagi telja sumir sig sjá fram á minni verkefni og tekjumissi og styður það fullyrðinguna um oflækn- ingar, enda hýsir formaður Læknafélags Reykjavíkur þann ugg í brjósti, að með tilkomu tilvísana verði hver heimsókn viðameiri og verði þá sérfræð- ingum þörf á taxtahækkun. Þeim er því akkur að léttum og fljótleystum viðfangsefnum. í annan stað trúa þeir því margir, að þeir sem persónur og sér- fræðingar séu gjörsamlega ómissandi fyrir skjólstæðinga sína án nokkurra milliliða, sem aðeins tefji fyrir og villi um fyrir sjúklingum. I þessu felst mikil vanvirðing og vanmat á hæfni reyndra og sérmenntaðra heim- ilislækna og hlálegt ofmat á eigin aðgengileika, viðveru og getu. í þriðja lagi finnst þeim anda köldu frá heilbrigðisráðherra og heilbrigðisyfirvöldum í sinn garð og skynja þessar umbætur sem valdníðslu og niðurlægingu fyrir sig. Þeir hafa einnig áhyggjur af aukinni skriffinnsku og pappírsvafstri, sem gefið gæti starfsmönnum T.R. ótal tækifæri til að hlunnfara þá. Þessi afstaða er skiljanleg, því ákveðinn hópur einstaklinga úr öllum sérgreinum hefur gegn- um árin unnið sér til nokkurrar óhelgi með harðvítugri sókn á mið almannasjóða, þannig að sérfræðingar eru sniðgengnir í alltof ríkum mæli við áætlana- gerð og stjórnun heilbrigðis- þjónustunnar. Er það mjög miður, því í þessum hópi má finna ýmsa sem í fræðum sínum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.