Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 52
258 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Nýtt merki Læknafélags íslands og ormur Asklepiosar Væri ég listamaður myndi ég ekki lýsa þessu merki. Lista- mönnum þykir það jafn asna- legt að skýra út verk sín og að útskýra brandara. Þeir líta svo á, að listaverk sé fullkomin tján- ing, verk sem skýrir sig sjálft og þar sé engu við að bæta. Að gera slíkt sé vafasamt hlutverk listfræðinga og gagnrýnenda. Brendan Behan sagði einhvern tíma, að gagnrýnendur væru eins og geldingar í kvennabúri, sem vita hvernig á að gera það, enda sjái þeir það gert á hverj- um degi, en geta það ekki sjálf- ir. Þar eð ég er enginn geldingur og merkið ekkert listaverk, ætla ég að gera stutta grein fyrir því. Merkið er ekki frumlegt. Hér er enn einu sinni kominn hinn margslungni ormur hins gríska Asklepiosar. Myndar ormurinn stafina L og í, það er Læknafé- lag íslands. Þórður Harðarson prófessor og áhugamaður í fornmeina- fræði, benti mér á að staf Ask- lepiosar vantaði í merkið og væri það ótækt. Rétt er að Ask- lepios er alltaf með staf á forn- um myndum, staf sem hann beislar orminn með. En stafinn vantar alls ekki í merkið. Hann er fólginn í því með dulúðugum hætti, jafn dulúðugum og sjálf goðsögnin um Asklepios er. Raunar er stafurinn enn magn- aðri, þar eð hann er tvíeinn, LÍ. Þess vegna á Læknafélag ís- lands að geta haft gott taumhald á nöðrunni. Ekki ætla ég að fara út í neina ormafræði hér, en vil þó nefna dæmi um nokkra alræmda orma. í fyrsta lagi höggorminn sem hjálpaði Adam og Evu að sjá, að þau voru í nýju fötum keisarans. í öðru lagi eitumöðr- una yfir höfði hins fjötraða Loka, en honum hjúkraði með skál sinni eiginkonan Sigyn, sem hljómar líkt og Hygene (Hygieia), en hún var dóttir Asklepiosar. í síðasta lagi vil ég nefna ormakollu Medusae, sem við þurfum sjaldan að horfast í augu við hér á íslandi, jafnvel þótt við skoðum mjög naflann á okkur. Ekki veit ég hvaða hug- myndafræði liggur að baki goð- sagnarinnar um Asklepios og orminn. Hugsanlega hafa menn séð í eiturnöðrunni hið hlykkj- ótta einstigi á milli lífs og dauða, eiturs og líknar, góðs og ills og jafnvel þekkingar og blekkingar (samanber Faust, Galdra-Loft, Sæmund fróða). I nútíma skilningi er auðvelt að skilja táknrænu nöðrunnar. Mörg lyf sem við notum nú til dags eru afsprengi eiturs úr náttúrunni, bæði úr jurta- og dýraríkinu. Þessi efni em mörg boðefni sem í réttu magni, á réttum stað og stundu, boða fagnaðarerindi, en tortímingu, brjálæði og þjáningu í öðru sam- hengi. Þessi efni eru mjög virk í litlu magni og þess vegna gjarn- an ósýnileg, eins og raunar rönt- gengeislar og útvarpsöldur í nú- tíma myndgreiningu innan læknisfræðinnar. Þessi ósýnilegi máttur gerir ef til vill læknislist- ina jafn dulúðuga nú og á dög- um Asklepiosar. Þess vegna fer vel á því að stafurinn sem beisl- ar orminn sé dulbúinn í merki LÍ. Að ráða rúnir merkisins á að minna okkur á orð Egils Skalla- grímssonar, hins vígfima læknis og skálds; Skal at maðr rúnar rista nema ráða vel kunni, þat verðr mörgum manni es of myrkvan staf villist, Þess vegna verðum við, félag- ar í Læknafélagi íslands, að halda um stjórnvölinn en ekki láta galdrastafinn í hendur fá- vísum kontóristum úti í bæ. Garðabæ, 14. janúar 1995, Sigurður V. Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.