Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1996, Síða 6

Læknablaðið - 15.05.1996, Síða 6
362 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82: 362-5 Ritstjórnargrein Um fár í kúm og mönnum Heilbrigðismálaráðherra Breta, Stephen Dorell, mun vart hafa órað fyrir því hver áhrif orð sem hann lét falla á þingi þann 20. mars síðastliðinn um hugsanleg tengsl riðu í kúm (Bovine spongiform encephalopathy) og Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms hjá mönnum, mundu hafa. Það kom fyrir lítið að hann lagði áherslu á að það væri engan veginn sannað að kúariða bærist í menn og að áhættan væri að minnsta kosti sáralítil. Viðbrögð stjórnarand- stöðu sem sökuðu stjórnvöld um að hafa haldið upplýsingum um þessa hættu leyndum svo og viðbrögð fjölmiðla og almennings leiddu til þess að viku síðar virtist blómlegur atvinnu- vegur breskra bænda algjörlega rústaður. Öll þessi atburðarás sýnir glöggt hve upplýsingar er varða heilsufar fólks eru vandmeðfarnar. Aðdragandi þessarar atburðarásar er þó nokk- ur. Þegar sýnt þótti fyrir ríflega áratug að smit- efni sauðfjárriðu hefðu stigið yfir tegunda- þröskuldinn (species barrier), og hreiðrað um sig í heilabúi kúa og breytt þessum sauðmein- lausu skepnum í óð dýr, „mad cow disease" var það heiti sem sjúkdómnum var gefið í fyrstu, vaknaði meðal annars sú spurning hvort menn gætu smitast? Margs konar samtök hafa alið á tortryggni gagnvart stjórnvöldum og vænt þau um aðgerðarleysi og að leyna upplýsingum. Áður en lengra er haldið er rétt að gera aðeins grein fyrir hvað riða og Creutzfeldt- Jakob sjúkdómur eiga sameiginlegt: 1) Þetta eru heilasjúkdómar; 2) meðgöngutími er lang- ur, til dæmis 10-40 ár í Creutzfeldt-Jakob sjúk- dómi; 3) gangur sjúkdóms eftir að einkenni koma fram er hraður og leiðir ávallt til dauða; 4) megindrættir vefjaskemmda í heila eru nán- ast eins; 5) síðast en ekki síst er smitefnið ná- skylt. Vegna þess að þeir uppfylla skilmerki hæggengra smitsjúkdóma hafa þeir verið taldir til þeirra og jafnframt verið auðkenndir með heitinu „spongiform encephalopathies" sem tekur mið af einkennandi vefjaskemmdum. Á síðustu árum hefur heitið Príon sjúkdómar, sem dregur dám af nafni því sem Prusiner (1) gaf smitefninu verið að ryðja sér til rúms. Rannsóknir á síðasta áratug hafa skotið sífellt fleiri stoðum undir þá hugmynd sem hann setti fram að smitefnið væri einvörðungu gert úr prótíni, það er hefði enga kjarnsýru og því frábrugðið öllum þekktum örverum. Það hefur komið á daginn að smitefnið príon myndast við formbreytingu á normalafurð príon gens sem verður við þá umbreytingu próteasaþolið og smitandi. Tilraunir með erfðabreyttar mýs sem eru með óvirkt príon gen (knock out mýs) hafa leitt í ljós að þær eru ónæmar fyrir riðusmiti. Það er talið að ferlið sé á þann veg að berist smitefnið príon inn í líkamann örvi það mynd- un normalprótínsins og leiði til formbreytingar á því. Tegundarsértekt er talin byggjast á því hversu mikil samsvörun er á milli aðkomandi smitefnis (príon prótíns) og normalprótínsins (2). Þareð normalprótínið og príon prótínið eru gerð af sömu amínósýruröð greinir líkam- inn smitefnið ekki sem framandi. Það vekur enga ónæmissvörun og því eru engin blóð- vatnspróf tiltæk til að prófa fyrir smiti. Þetta veldur erfiðleikum við greiningu þessara sjúk- dóma og ekki síður við að rekja smitleiðir og flækir hinn langi meðgöngutími málin enn frekar, sem eins og áður var nefnt getur verið allt að fjórir áratugir í Creutzfeldt-Jakob sjúk- dómi. Enda er það svo að í fæstum tilvikum er vitað hvernig smit á sér stað í stökum tilfellum af sjúdómnum, en hann greinist í stök tilfelli og arfgeng, sem eru um 10-15% tilfella (3). Hvað stöku tilfellin áhrærir eru það fyrst og fremst tilfelli sem rakin eru til læknisaðgerða (iatrog- en) þar sem vitað er um hvernig smit átti sér stað. Tilfelli af þessum toga hafa verið rakin til ígræðslu hornhimnu, heilabasts, meðferðar með vaxtarhormón sem unnið var úr heila- dinglum svo og til rafskauta í heilavef (ster- eotactic electroencephalogram) (4). Sauðfé og geitur eru náttúrulegur hýsill riðu. Riða í kúm var greind með vissu árið 1986 í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.