Læknablaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
365
aðeins greinst þrjú tilfelli Creutzfeldt-Jakob
sjúkdóms. Það jafngildir árlegri dánartíðni
0,37 per milljón íbúa og er í lægri mörkum þess
sem víðast er í heiminum. Ef tekið er mið af
neysluvenjum mörlandans hefði mátt búast við
að árleg dánartíðni væri hærri hér en víðast
annars staðar. Þess má geta að fyrir nokkrum
árum var sýnt fram á að hin háa tíðni
Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms hjá ofangreindum
gyðingum var vegna arfgengs forms þessa sjúk-
dóms (8).
Getum við þá ekki slakað á klónni? Engin
kúariða hérlendis og engar vísbendingar um að
riða í sauðfé berist í menn. Svarið er neitandi.
Við verðum að fylgjast grannt með framvindu
mála ytra, það er að segja hvort sönnur verða
færðar fyrir þeirri tilgátu að kúariða geti borist
í menn og valdið Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi.
Jafnframt er mikilsvert að fylgjast áfram vel
með nautgripum og sjúkdómnum hérlendis.
Mikilsvert er að efla rannsóknir á riðu í sauðfé,
þareð margir þættir í samspili hýsils og smitefn-
is eru óþekktir og aðstaða um margt betri hér-
lendis en víðast hvar í heiminum til að leita
svara við mörgum ögrandi spurningum. Þar
skiptir mestu mjög góð þekking á faraldsfræði
riðu og reynsla við greiningu sjúkdómsins en
slíkt er nauðsynlegur grunnur til að beita nýrri
aðferðum, eins og til dæmis sameindaerfða-
fræði, á markvissan hátt við rannsóknir á eðli
sjúkdómsins. Ennfremur ætti þetta að verða
okkur hvatning til að fylgja fast eftir þeirri
áætlun, sem unnið hefur verið eftir um alllanga
hríð og hefur að markmiði að útrýma riðu hér-
lendis. Takist það má ætla að íslenskar sauð-
fjárafurðir verði eftirsóknarverð vara víða er-
lendis. Rétt er einnig að að gæta framvegis sem
hingað til mikillar varúðar við innflutning á
landbúnaðarafurðum og búpeningi á fæti. Það
ætti einnig að vera okkur íhugunarefni að
óstaðfestur grunur um að breskt nautakjöt
kynni að geta leitt til Creutzfeldt-Jakob sjúk-
dóms virðist muni valda hruni í blómlegri bú-
grein. Hvað um fiskmarkaði okkar ef sá kvittur
kæmi upp að kjarnorkuslys hefði orðið á mið-
um við landið og fiskur af íslandsmiðum væri
geislamengaður.
Guðmundur Georgsson,
Tilraunastöð Háskóia íslands
í meinafræði að Keldum
HEIMILDIR
1. Prusiner SB. Novel proteinaceous infectious particles
cause scrapie. Science 1982; 216: 136-44.
2. Westaway D, Carlson GA, prusiner SB. On safari with
PrP: prion diseases of animals. Trends Microbiol 1995; 3:
141-7.
3. Brown P, Gibbs Jr CJ, Rodgers-Johnson P, Asher DM,
Sulima MP, Bacote A, et al. Human spongiform enceph-
alopathy: The National Institute of Health series of 300
cases of experimentally transmitted disease. Ann Neurol
1994; 35: 513-29.
4. Brown P, Cervenáková L, Goldfarb LG, Combie WR,
Rubenstein R, Will RG, et al. Iatrogenic Creutzfeldt-
Jakob disease: an example of the interplay between an-
cient genes and modern medicine. Neurology 1994; 44:
291-3.
5. Wilesmith JW. An epidemiologist’s view of bovine spon-
giform encephalopathy. Phil Trans R Soc Lond B 1994;
343: 357-61.
6. Will RG, Ironside JW, Zeidler M, Cousens SN, Estibeiro
K, Alperovitch A, et al. A new variant of Creutzfeldt-
Jakob disease in the UK. Lancet 1996; 347: 921-5.
7. Herzberg L, Herzberg BN, Gibbs Jr CJ, Sullivan W,
Amyx H, Gadjusek DC. Creutzfeldt-Jakob disease: hy-
pothesis for high incidence in Libyan Jews in Israel. Sci-
ence 1974; 186: 848.
8. Korczyn AD, Chapman J, Goldfarb LG, Brown P, Gad-
jusek DC. A mutation in the prion protein gene in Creutz-
feldt-Jakob disease in Jewish patients of Libyan, Greek,
and Tunesian origin. Ann N Y Acad Sci 1991; 640:171-6.