Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1996, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.05.1996, Qupperneq 19
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 373 ir af tegund UA-751 Digital Blood pressure Meter með 12 x 20 cm manséttu. Hægt var að skrifa út mæligildin, púls, dagsetningu og tíma á remsu eftir hverja mælingu. Mælingar voru gerðar í viðurvist læknis á læknastofu, heilsugæslustöð eða göngudeild, á vinnustað og í heimahúsi, alls þrjár mælingar á hverjum stað hjá sama einstaklingi. Þátttak- endur voru beðnir að mæla sig á hægri hand- legg milli kl 15.00 og 17.00. Aðeins var skráð ein mæling á dag á hverjum stað. Þetta þýddi að oftast gátu þátttakendur aðeins mælt sig heima um helgar, en stofu- og vinnumæling- arnar fóru að jafnaði fram á virkum dögum. Viðkomandi var boðaður sérstaklega á stofu til blóðþrýstingsmælinga á fyrrnefndum tíma sólahringsins. Þar var blóðþrýstingurinn einnig mældur með venjulegum kvikasilfursmæli sem gullstaðli til samanburðar við sjálfvirka mæl- inn. Miðað var við fimmta hljóð í hvíldarþrýst- ingi. Til þess að forðast áhrifaskekkju (bias) af hálfu læknisins var mæling hans með kvikasilf- ursmæli gerð á undan sjálfvirku mælingunni. Það tók hvern einstakling um tvær til fimm vikur að safna saman þessum mæligildum. Samtals voru notaðir 15 mælar í senn og söfnun efniviðar var stjórnað frá tveimur til þremur stofum samtímis. Fyrirtækið Ciba Geigy hf. útvegaði sjálfvirku blóðþrýstingsmælana og Fig. 1. Correlation between mercury sphygmomanometer (Hg BP meter) measured in mmHg and automatic blood pressure (BP) meter regarding measurements of systolic blood press- ure measured at clinical setting. hver stöð fékk einn til tvo mæla til eignar að rannsókn lokinni. Samtals voru 24 (29%) einstaklingar á lyfja- meðferð vegna háþrýstings. Hjá þremur ein- staklingum vantaði mælingu með kvikasilfurs- mæli á stofu. Við mat á hugsanlegum fjölda einstaklinga með hvítsloppaáhrif var miðað við slagþrýsting 140 mmHg eða hærri vegna samanburðar við erlendar rannsóknir. Við mat á háþrýstingi var hins vegar miðað við hefðbundin gildi, það er slagþrýstingur 160 mmHg eða hærri og/eða hvíldarþrýstingur 95 mmHg eða hærri. Tölfrœðilegar aðferðir: Reiknað var meðal- tal þriggja mæligilda fyrir hvern einstakling á hverjum mælistað og þessi gildi síðan notuð við samanburð á mælistöðum. Við samanburð var notað ANOVA og parað t-próf. Þegar fleiri en tvær breytur voru bornar saman var notuð Bonferroni leiðrétting. Marktektarkrafa (sign- ificance level) 0,05 var notað á tvíhliða p-gildi. Sama mælitæki, það er sjálfvirkur blóðþrýst- ingsmælir, var notað við blóðþrýstingsmæling- ar á mismunandi stöðum (á stofu, vinnustað og heimili). Til þess að bera þessar mælingar sam- an við hefðbundnar mælingar með kvikasilf- ursmæli voru notaðar tvær aðferðir. í þeirri fyrri voru reiknaðir línulegir fylgnistuðlar (Pearsons correlations coefficients). Sam- kvæmt Bland og Altman (6,7) er þessi aðferð villandi. Því var fundið samræmi (agreement) samkvæmt aðferð þeirra (sjá myndir). Ef ný mælitækni getur komið í stað þeirrar sem fyrir er (gullstaðals), verða 95% mismunagilda (meðaltal ±2SD) samkvæmt þessari aðferð að vera innan klínískt viðunandi marka. I þessari rannsókn ákváðum við að frávik milli þessara tveggja mæliaðferða sem næmi mest 15 mmHg fyrir slagþrýsting og 7 mmHg fyrir hvíldar- þrýsting gætu verið ásættanleg í klínískri vinnu. Niðurstöður Samtals voru gerðar 1054 mælingar hjá 84 körlum, 263 á læknastofu með sjálfvirkum mæli og 232 með kvikasilfursmæli, 265 á vinnu- stað og 264 í heimahúsum. Mynd 1 sýnir fylgni á milli mælinga á slag- þrýstingi með kvikasilfursmæli og sjálfvirkum mæli sem gerðar eru á sama staðnum (lækna- stofu). Fylgnin er marktæk (fjöldi =83, r = 0,90; p<0,001). Fylgni á milli mæliaðferða fyrir hvíldarþrýsting var einnig marktæk (fjöldi = 83, r = 0,87; p<0,001) enda þótt dreifing ein-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.