Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1996, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.05.1996, Qupperneq 22
376 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 þeirra sem mældust með hvítsloppaáhrif reyndust einnig með vinnutengdan háþrýsting. Alls voru 16 (19%) einstaklingar með blóð- þrýstingsgildi yfir skilgreindum mörkum háþrýstings (3= 160/3=95) miðað við heimamæl- ingu, þar af voru 12 (75%) sem einnig mældust yfir sömu mörkum hjá lækni. Mælingar á læknastofu sýndu að 21 var yfir þessum mörk- um og voru 12 þeirra einnig yfir þessum gildum samkvæmt heimamælingu. Umræða Til eru margar skýringar á því af hverju nær- vera læknis við blóðþrýstingsmælingar leiðir í mörgum tilvikum til hærri gilda en ef mælingar eru gerðar í heimahúsum (8). Petta á einkum við hjá sjúklingum með háan blóðþrýsting (9). Mancia og félagar sýndu fram á að þetta fyrir- bæri breyttist lítið við endurteknar komur sjúklings til sama læknis (10) og töldu skýring- una vera fólgna í aukinni árvekni sjúklingsins við komu á stofu til læknis vegna samskiptanna sjálfra fremur en kvíða eða ókunnugleika í framandi umhverfi. Pickering yngri hefur hins vegar sett fram þá tilgátu að hér sé um að ræða lært ástand (classical conditioning) oft tengt ótta frá fyrri kynnum (11). Það kemur því ekki á óvart að mælingar okkar á stofu voru að meðaltali hærri en í heimahúsum. Hins vegar hefur áður skort rannsóknir á samanburði á blóðþrýstingi á vinnustað og annars staðar. Athyglisvert er að mælingar á læknastofu og á vinnustað eru svip- aðar í þessari rannsókn. Þetta bendir til þess að hvítsloppaáhrif eigi sér fjölþættar skýringar og þurfi ekki að vera tengd viðveru læknis. Niður- stöður okkar styrkja því frekar tilgátur Mancia og félaga um aukna einbeitingu eða áreitisáhrif umhverfisins fremur en kenningar Pickerings yngri. Fyrri rannsóknir hafa einkum beinst að því að meta muninn á blóðþrýstingsmælingum ein- staklingsins sjálfs og mælingum læknis á stofu til þess að greina hvítsloppaáhrif. Sú staðreynd að þrýstingur í vinnu (með sjálfvirkum mæli) var nær sá sami og á læknastofu (bæði með sjálfvirkum mæli og kvikasilfursmæli) styrkir klínískt gildi mælinga á læknastofu. Enn skortir langtíma ferilrannsóknir á for- spárgildum sjálfsmælinga og meðalgildum 24 tíma síritunar fyrir áhættu á sjúkdómum eða dauða. í einungis einni rannsókn (12,13) hefur verið sýnt fram á að betra sé að meta horfur sjúklinga út frá meðaltali 24 tíma mælinga bor- ið saman við hefðbundnar mælingar á stofu. Fyrir nokkrum árum hófst umfangsmikil fram- virk rannsókn, sem ætlað er að gefa svör við þessum áleitnu spurningum (14). Bráðabirgða- niðurstöður benda til þess að sjúklingar sem eru eingöngu með hvítsloppaháþrýsting séu í minni áhættu á að fá fylgikvilla háþrýstings en þeir sem hafa stöðugan háþrýsting (13). Meðan niðurstöður þessarar eða annarra sambæri- legra rannsókna hafa ekki gefið okkur sann- færandi upplýsingar verðum við áfram að nota þau mæligildi á blóðþrýstingi, sem læknar mæla á stofu til þess að leggja klínískt mat á ástand og horfur sjúklings (3). Munurinn á meðaltalsgildum blóðþrýstings- mælinga á læknastofu og í heimahúsi er nokk- uð breytilegur eftir rannsóknum eða 9-13/3-5 mmHg (8,15), sem er heldur meiri en í okkar rannsókn varðandi slagþrýstinginn (6,7/4,7 mmHg). Skýring á þessum mun getur hugsan- lega verið sú að einstaklingarnir í okkar rann- sókn voru að jafnaði vel kunnugir lækni sínum svo að hugsanleg áhrif framandi umhverfis voru væntanlega ekki mikil. Einnig ber að hafa í huga að við völdum ekki sérstaklega sjúklinga með mjög háan blóðþrýsting í þessa rannsókn. Meðalblóðþrýstingsgildi í okkar athugun eru til dæmis heldur lægri en í öðrum sambærileg- um rannsóknum (13). Islendingar vinna mikið (16) og því getur skipt máli að vita hvernig blóðþrýstingur þeirra er í vinnunni samanborið við mæld gildi á stofu. Niðurstöður okkar benda til þess að blóðþrýstingsmælingar hjá lækni gefi góða mynd af þeim gildum sem karlar hafa í vinn- unni. Rannsókn þessi var hins vegar ekki nægi- lega umfangsmikil til þess að hægt væri að at- huga mun á milli einstakra starfsstétta eða teg- unda vinnu. Erfitt er að staðla mælingar einstaklinga en mælingar þeirra á stofu í augsýn læknis og sú staðreynd að sjálfsmælingar á stofu voru mjög líkar mæligildum læknisins styrkja áreiðan- leika þessarar rannsóknar. Þó ber að hafa í huga að í fjölsvæða rannsókn sem þessari eru meiri líkur á að stöðlun rannsóknaraðferða milli staða verði ekki fullkomin. í þessari rann- sókn var reynt að staðla tímasetningar mæl- inga, en það gerist hins vegar á kostnað stöðl- unar fyrir vinnudaga og frídaga. í rannsókn Welin og félaga (9) var sýnt fram á að lítill munur var á blóðþrýstingsgildum fólks á virk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.