Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1996, Side 26

Læknablaðið - 15.05.1996, Side 26
380 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Eru marktækniniðurstöðurnar fengnar með tvíhliða prófun. Niðurstöður í fyrri hluta rannsóknarinnar höfðu 37 sjúk- lingar með rauða úlfa (57%) einkenni frá taugakerfi, en í síðari hlutanum 32 sjúklingar (49%) og samanlagt höfðu 46 sjúklingar (71%) fengið eitt eða fleiri einkenni frá taugakerfi. Niðurstöður fyrri hluta rannsóknarinnar eru sýndar í töflu I. Höfuðverkur var algengasta einkennið og geðrof það næstalgengasta. Sjúklingarnir þrír með flog höfðu allir mót- efni gegn tvístrengja DNA. I einu tilviki voru flogin á meðal fyrstu einkenna rauðra úlfa, er sjúklingurinn fékk bráða heilabólgu og út- breidda krampa, sem þróuðust yfir í síflog. Síðan hefur sjúklingurinn notað krampalyf og fær nú stöku sinnum staðbundin eða útbreidd flog. Annar sjúklingur hafði í nokkur ár fengið staðbundin flog með flóknum einkennum (gagnaugablaðsflog) og útbreiddum krömpum í kjölfarið, þegar önnur einkenni rauðra úlfa komu fram. Þessi sjúklingur notar stöðugt krampalyf. Þriðji sjúklingurinn fékk heilablóð- fall 20 árum eftir að fyrstu einkenni rauðra úlfa komu fram. í kjölfarið kom staðbundin floga- veiki sem krafist hefur stöðugrar krampalyfja- meðferðar. Hjá sjúklingnum með rykkjabrettur (chor- ea) birtust önnur einkenni rauðra úlfa ekki fyrr en nokkrum árum síðar. Hreyfitruflunin kom Table I. Neuropsychiatric manifestations in 65 patients with systemic lupus erythematosus. Manifestation Number of patients Headache: 27 Migraine-type only 5 Tension-type only 15 Both migraine- and tension-type 7 Psychosis* 9 Epileptic seizures 3 Ischemic stroke 2 Cranial nerve involvement 2 Chorea 1 Encephalitis 1 Retinal vasculitis 1 Anterior spinal artery syndrome 1 Polyradiculoneuropathy 1 * including both delusional and severe affective states. fram í báðum höndum á meðgöngu, sem end- aði með fósturláti. Rykkjabretturnar dvínuðu smám saman á tveimur árum og hafa síðan ekki sést, hvorki við eftirlit eða á síðari með- göngum. Þessi sjúklingur hefur háan styrk mótefna gegn fosfórlípíðum. Annar sjúklinganna sem fékk heilablóðfall fékk fyrst áfall 29 ára og annað sex árum síðar. Sjúklingur hefur háan styrk mótefna gegn fos- fórlípíðum. Hinn sjúklingurinn fékk heilablóð- fall 65 ára og hefur vægt aukinn styrk mótefna gegn fosfórlípíðum. Af áhættuþáttum fyrir heilablóðfall hafði sjúklingur annars aðeins vægan háþrýsting. Að auki fékk einn sjúkling- ur segamyndun í fremri mænuslagæð. Ekki Table II. The within group prevalence ofpsychiatric diagnoses* found in systemic lupus erythematosus (SLE) women compared to a population group of women. Psychiatric diagnosis (DSM-III) SLE (n=62) Population (n=421) P** Any diagrtosis 49% 55% ns Specific Disorders: Schizophrenia 1.6 0 ns Major depression 6.4 7.8 ns Atypical bipolar disorder 1.6 0.5 ns Obsessive-compulsive disorder 1.6 2.1 ns Dysthymia 1.6 10.7 P <0.05 Somatization 1.6 0.5 ns Antisocial personality 1.6 0 ns Generalized anxiety 16.1 32.2 P <0.02 Agoraphobia with panic 6.4 2.6 P <0.02 Agoraphobia without panic 17.7 4.8 P <0.0001 Social phobia 17.7 4.5 P <0.0001 Simple phobia 25.8 10.2 P <0.001 Alcohol abuse 6.4 8.5 P <0.05 Alcohol dependence 1.6 1.9 ns * A lifetime psychiatric diagnosis calculated by accumulating symptoms during lifetime to present day. ** All significant differences are two-tailed and obtained by Fisher’s Exact Test.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.