Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 34

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 34
386 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 11 tilfelli í meltingarvegi og voru sex þeirra staðsett í botnlanga (3). Þrír þessara sex sjúk- linga greindust í kjölfar bráðrar botnlanga- bólgu en hin æxlin fundust fyrir tilviljun við aðgerðir á kviðarholi eða krufningu. Sam- kvæmt nýlegri rannsókn hefur aðeins verið lýst fjórum tilfellum af botnlangabólgu vegna hnoðaæxlis (4). í ofangreindu tilfelli fundust ekki greinileg merki bráðrar botnlangabólgu við smásjár- skoðun. Við teljum engu að síður að hnoða- æxlið hafi orsakað kviðverki sjúklingsins. Það stíflaði nær alveg botnlangann sem var þaninn og með aukna æðateikningu á hálu handan við stífluna. Skoðun, einkenni sjúklingsins og nið- urstöður rannsókna minntu jafnframt á botn- langabólgu. Bráð botnlangabólga verður stundum vegna svokallaðra saursteina (fecaliths) sem stífla botnlangann en sníkjudýr, aðskotahlutir og góðkynja æxli eða krabbamein geta einnig valdið stíflu og orsakað þannig botnlangabólgu (5) . í rannsókn Collins sem tók til 71 þúsund botnlangasýna á 40 ára tímabili voru algeng- ustu æxlin (primary neoplasm) silfurfrumuæxli (carcinoid), kirtlakrabbamein (adenocarci- noma) og eitilkrabbamein (lymphoma). Hnoðaæxli fundust í 0,28% tilvika en ekkert þeirra stíflaði botnlangann (1). Vefjagreiningin er byggð á því að finna hnoðafrumur í samblandi við taugavef og trefjastoðvef, en engar hnoðafrumur fyrirfinn- ast í eðlilegri botnlanga- og þarmaslímhúð (6). Oftast nægir hefðbundin ljóssmásjárrannsókn til greiningar, en gripið er til ónæmisvefjalitun- ar þegar hnoðafrumur eru fáar eða óþroskað- ar, auk þess sem slík rannsókn gerir kleift að meta umfang æxlis í viðkomandi líffæri. Niður- stöður ónæmisvefjarannsóknar í þessu tilfelli eru svipaðar því sem nýlega hefur verið lýst (6) . Hnoðaæxli í meltingarfærum greinast oftar í þroskaheftum sjúklingum með margs konar meðfædda galla (7). Þau geta einnig verið hluti af heilkenni MEN 2b (multiple endocrine neoplasia), en hnoðaæxli í slímhúð er þá eitt helsta einkennið auk krabbameins í skjald- kirtli, krómfíklaæxlis (pheochromocytoma) og afbriðilegrar beinbyggingar (8,9). Jafnframt er talið að 10-25% sjúklinga með von Reckling- hausen sjúkdóm (neurofibromatosis) hafi hnoðaæxli í meltingarvegi (10) og hefur risa- stórum hnoðaholsæxlum í botnlanga verið lýst hjá þeirn (11). Sjúklingurinn í ofangreindu til- felli uppfyllir hins vegar ekki skilmerki von Recklinghausen sjúkdóms en þar eru „café au lait“ blettir yfirleitt fleiri en sex og yfir 1,5 cm að stærð auk hnoðaæxla í húðbeð (subcutis) og/eða miðtaugakerfi (12). Hnoðaæxli eru sjaldgæf góðkynja æxli sem geta valdið kviðverkjum og botnlangabólgu. í einstaka tilfellum geta þau verið hluti af flók- inni sjúkdómsmynd, samanber heilkenni „MEN type b“, og nákvæm vefjagreining því mikilvæg. Við teljum að slík tengsl ásamt þeirri staðreynd að botnlangabólga getur orðið vegna illkynja æxla (krabbalíki, kirtilkrabba- mein) sé ein af röksemdunum fyrir því að botnlangar sem fjarlægðir eru við aðgerð séu sendir í vefjagreiningu. HEIMILDIR 1. Collins DC. 71,000 Human appendix specimens: a final report, summarizing forty years’ study. Am J Proctol 1963; 14: 365-81. 2. Stout AP. Ganglioneuroma of sympathetic nervous sys- tem. Surg Gyn Obst 1947; 84: 101-10. 3. Dahl EV, Waugh JM, Dahlin DC. Gastrointestinal gan- glioneuromas. Brief review with report of a duodenal ganglioneuroma. Ann J Path 1957; 33: 953-65. 4. Zarabi M, LaBach JP. Ganglioneuroma causing acute appendicitis. Human Path 1982; 13: 1143-6. 5. Blair NP, Bugis SP, Turner LJ, MacLeod MM. Review of the pathologic diagnoses of 2,216 appendectomy spec- imens. Am J Surg 1993; 165: 618-20. 6. Shekitka KM, Sobin LH. Ganglioneuromas of the gas- trointestinal tract. Relation to von Recklinghausen dis- ease and other multiple tumor syndromes. Am J Surg Pathol 1994; 18: 250-7. 7. Carpenter WB, Kernohan JW. Retroperitoneal gangli- oneuromas and neurofibromas: a clinicopathological study. Cancer 1963; 16: 788-97. 8. DeSchryver-KK, Clouse RE, Goldstein MN, Gersell D, O’Neal L. Intestinal ganglioneuromatosis. A manifes- tation of overproduction of nerve growth factor? N Engl J Med 1983; 308: 635-9. 9. Carney JA, Go LW, Sizemore GW, Hayles AB. Ali- mentary-tract ganglioneuromatosis. A major compo- nent of the syndrome of multiple endocrine neoplasia, type 2b. N Engl J Med 1976; 295: 1287-91. 10. Lie AK, Tommerup N, Johnsen G. Gastrointestinale manifestasjoner ved neurofibromatose. Tidsskr Nor Lægeforen 1993; 113: 454-6. 11. Lie KA, Lindboe CF, Kolmannsk SK, Haugen SE, Grammeltvedt AT. Giant appendix with diffuse gangli- oneuromatosis. An unusual presentation of von Reck- linghausen's disease. Eur J Surg 1992; 158: 127-8. 12. National Institutes of Health Consensus Development Conference Statement: Neurofibromatosis. Arch Neu- rol 1988; 45: 575-8.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.