Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1996, Qupperneq 34

Læknablaðið - 15.05.1996, Qupperneq 34
386 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 11 tilfelli í meltingarvegi og voru sex þeirra staðsett í botnlanga (3). Þrír þessara sex sjúk- linga greindust í kjölfar bráðrar botnlanga- bólgu en hin æxlin fundust fyrir tilviljun við aðgerðir á kviðarholi eða krufningu. Sam- kvæmt nýlegri rannsókn hefur aðeins verið lýst fjórum tilfellum af botnlangabólgu vegna hnoðaæxlis (4). í ofangreindu tilfelli fundust ekki greinileg merki bráðrar botnlangabólgu við smásjár- skoðun. Við teljum engu að síður að hnoða- æxlið hafi orsakað kviðverki sjúklingsins. Það stíflaði nær alveg botnlangann sem var þaninn og með aukna æðateikningu á hálu handan við stífluna. Skoðun, einkenni sjúklingsins og nið- urstöður rannsókna minntu jafnframt á botn- langabólgu. Bráð botnlangabólga verður stundum vegna svokallaðra saursteina (fecaliths) sem stífla botnlangann en sníkjudýr, aðskotahlutir og góðkynja æxli eða krabbamein geta einnig valdið stíflu og orsakað þannig botnlangabólgu (5) . í rannsókn Collins sem tók til 71 þúsund botnlangasýna á 40 ára tímabili voru algeng- ustu æxlin (primary neoplasm) silfurfrumuæxli (carcinoid), kirtlakrabbamein (adenocarci- noma) og eitilkrabbamein (lymphoma). Hnoðaæxli fundust í 0,28% tilvika en ekkert þeirra stíflaði botnlangann (1). Vefjagreiningin er byggð á því að finna hnoðafrumur í samblandi við taugavef og trefjastoðvef, en engar hnoðafrumur fyrirfinn- ast í eðlilegri botnlanga- og þarmaslímhúð (6). Oftast nægir hefðbundin ljóssmásjárrannsókn til greiningar, en gripið er til ónæmisvefjalitun- ar þegar hnoðafrumur eru fáar eða óþroskað- ar, auk þess sem slík rannsókn gerir kleift að meta umfang æxlis í viðkomandi líffæri. Niður- stöður ónæmisvefjarannsóknar í þessu tilfelli eru svipaðar því sem nýlega hefur verið lýst (6) . Hnoðaæxli í meltingarfærum greinast oftar í þroskaheftum sjúklingum með margs konar meðfædda galla (7). Þau geta einnig verið hluti af heilkenni MEN 2b (multiple endocrine neoplasia), en hnoðaæxli í slímhúð er þá eitt helsta einkennið auk krabbameins í skjald- kirtli, krómfíklaæxlis (pheochromocytoma) og afbriðilegrar beinbyggingar (8,9). Jafnframt er talið að 10-25% sjúklinga með von Reckling- hausen sjúkdóm (neurofibromatosis) hafi hnoðaæxli í meltingarvegi (10) og hefur risa- stórum hnoðaholsæxlum í botnlanga verið lýst hjá þeirn (11). Sjúklingurinn í ofangreindu til- felli uppfyllir hins vegar ekki skilmerki von Recklinghausen sjúkdóms en þar eru „café au lait“ blettir yfirleitt fleiri en sex og yfir 1,5 cm að stærð auk hnoðaæxla í húðbeð (subcutis) og/eða miðtaugakerfi (12). Hnoðaæxli eru sjaldgæf góðkynja æxli sem geta valdið kviðverkjum og botnlangabólgu. í einstaka tilfellum geta þau verið hluti af flók- inni sjúkdómsmynd, samanber heilkenni „MEN type b“, og nákvæm vefjagreining því mikilvæg. Við teljum að slík tengsl ásamt þeirri staðreynd að botnlangabólga getur orðið vegna illkynja æxla (krabbalíki, kirtilkrabba- mein) sé ein af röksemdunum fyrir því að botnlangar sem fjarlægðir eru við aðgerð séu sendir í vefjagreiningu. HEIMILDIR 1. Collins DC. 71,000 Human appendix specimens: a final report, summarizing forty years’ study. Am J Proctol 1963; 14: 365-81. 2. Stout AP. Ganglioneuroma of sympathetic nervous sys- tem. Surg Gyn Obst 1947; 84: 101-10. 3. Dahl EV, Waugh JM, Dahlin DC. Gastrointestinal gan- glioneuromas. Brief review with report of a duodenal ganglioneuroma. Ann J Path 1957; 33: 953-65. 4. Zarabi M, LaBach JP. Ganglioneuroma causing acute appendicitis. Human Path 1982; 13: 1143-6. 5. Blair NP, Bugis SP, Turner LJ, MacLeod MM. Review of the pathologic diagnoses of 2,216 appendectomy spec- imens. Am J Surg 1993; 165: 618-20. 6. Shekitka KM, Sobin LH. Ganglioneuromas of the gas- trointestinal tract. Relation to von Recklinghausen dis- ease and other multiple tumor syndromes. Am J Surg Pathol 1994; 18: 250-7. 7. Carpenter WB, Kernohan JW. Retroperitoneal gangli- oneuromas and neurofibromas: a clinicopathological study. Cancer 1963; 16: 788-97. 8. DeSchryver-KK, Clouse RE, Goldstein MN, Gersell D, O’Neal L. Intestinal ganglioneuromatosis. A manifes- tation of overproduction of nerve growth factor? N Engl J Med 1983; 308: 635-9. 9. Carney JA, Go LW, Sizemore GW, Hayles AB. Ali- mentary-tract ganglioneuromatosis. A major compo- nent of the syndrome of multiple endocrine neoplasia, type 2b. N Engl J Med 1976; 295: 1287-91. 10. Lie AK, Tommerup N, Johnsen G. Gastrointestinale manifestasjoner ved neurofibromatose. Tidsskr Nor Lægeforen 1993; 113: 454-6. 11. Lie KA, Lindboe CF, Kolmannsk SK, Haugen SE, Grammeltvedt AT. Giant appendix with diffuse gangli- oneuromatosis. An unusual presentation of von Reck- linghausen's disease. Eur J Surg 1992; 158: 127-8. 12. National Institutes of Health Consensus Development Conference Statement: Neurofibromatosis. Arch Neu- rol 1988; 45: 575-8.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.