Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1996, Síða 36

Læknablaðið - 15.05.1996, Síða 36
388 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 eru milli langvinnrar berkjubólgu, skertra lífs- gæða, minnkaðrar hreyfigetu og svefntruflana. Inngangur Einkenni frá öndunarfærum eru meðal al- gengustu kvartana, sem sjúklingar leita með til heimilislækna. í rannsókn Péturs Péturssonar læknis á Bolvíkingum kom fram, að öndunar- færasjúkdómar voru algengasti sjúkdóma- flokkurinn sem leitað var með til heilsugæslu- læknis og algengasta ástæða fjarvista frá vinnu (!)• Tíðni langvinnrar berkjubólgu er talin 3- 15% á Norðurlöndunum (2-16). Tíðni í öðrum löndum hefur verið talin af svipaðri stærðar- gráðu (17-19). Skilgreining á langvinnri berkjubólgu hefur verið nokkuð á reiki og breytileg eftir löndum. Pví er erfitt að bera tíðnitölur saman milli landa. Þetta stafar að hluta af breytingum á skilgreiningum í tímans rás og einnig mismunandi skilgreiningum milli læknahópa eða landa, en að hluta stafar þetta af breytilegum rannsóknaraðferðum. Þær hef- ur þó verið reynt að staðla sem mest (20). í þeirri rannsókn sem hér er greint frá var notuð skilgreining the American Thoracic Society frá 1962 (21), sem síðar var lagfærð af Fletcher og Pride 1984 (22), en þessi skilgrein- ing er almennt viðurkennd meðal lungna- lækna. Skilgreiningin er þannig: „Hugtakið langvinn berkjubólga œtti eingöngu að nota til að gefa til kynna langvinna eða endurtekna of- myndun á slími í berkjum, sem klínískt greinist á langvinnum uppgangi án annarra orsaka. “ Með langvinn eða endurtekin er átt við, að ástandið „kemur fyrir flesta daga á þriggja mánaða tímabili á ári ítvö ár að minnsta kosti“. Saga um slímuppgang er því aðaleinkenni langvinnrar berkjubólgu, en ekki hefur verið lögð sérstök áhersla á önnur lungnaeinkenni, svo sem hósta. Lítið er vitað um algengi langvinnrar berkju- bólgu meðal fslendinga, nema hvað dánartíðni hefur farið vaxandi, einkum meðal kvenna. í nýlegri rannsókn Þórarins Gíslasonar og Krist- ins Tómassonar kom fram að heildardánar- tíðni vegna langvinnrar berkjubólgu á íslandi hefur þrefaldast frá áratugnum 1951—1960 til 1981-1990 (23). Aukningin var aðallega í elstu aldurshópunum. Meðaldánartíðni úr lang- vinnri berkjubólgu á áratugnum 1981-1990 var 8,7/100.000 meðal karla en 7,6 meðal kvenna (23). Tilgangur þessarar könnunar var að kanna algengi langvinnrar berkjubólgu og athuga nánar hvað auðkennir hópinn er hefur ein- kenni langvinnrar berkjubólgu. Efniviður og aðferðir Rannsóknin nær til allra íslenskra karl- manna, sem fæddir voru árin 1913 og 1943 og voru samkvæmt þjóðskrá lifandi þann 1. nóv- ember 1993. Alls reyndust 388 vera fæddir árið 1913 og 1297 fæddir árið 1943, eða samtals 1685 einstaklingar. Fengið var leyfi Tölvunefndar til að fá nöfn og heimilisföng allra þátttakenda og sá Reikni- stofa Háskólans um gerð lista yfir þá. Spurn- ingalistar voru sendir í pósti til allra þátttak- enda, fyrst um miðjan nóvember 1993. Þakkar- og áminningarbréf voru síðan send alls þrisvar sinnum með nokkurra vikna millibili. Könnun þessi er hluti af stærri rannsókn (24) , þar sem ineðal annars er spurt um líkams- rækt, reykingar, einkenni frá lungum, hjarta- og æðakerfi, fyrri sjúkrasögu, svefnvenjur, notkun heilbrigðisþjónustu og lyfjanotkun. Al- gengi langvinnrar berkjubólgu var metið með því að spyrja hvort viðkomandi hefði haft slím- uppgang daglega í að minnsta kosti þrjá mán- uði samfellt síðastliðin tvö ár. Á sama hátt var spurt um hósta. Spurt var sérstaklega um viss öndunarfæraeinkenni og voru notaðar sömu spurningar og áður hefur verið lýst í íslenskri rannsókn á algengi öndunarfæraeinkenna (25) . Við útreikning á samfelldum breytum var reiknað meðaltal og eitt staðalfrávik (±SD), en tvíátta t-próf var notað við samanburð. Tölfræðilegur munur hópa var metinn með kí- kvaðratsprófi. Table I. Participation in postal questionnaire study among50 and 80 years old males in Iceland. Year of birth 1913 1943 Replies 258 917 Refuses 9 11 Unable because of sickness 17 3 Moved abroad 1 2 Died recently 4 2 Impossible to trace 6 11 No answer 93 351 Total 388 1297
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.