Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 54

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 54
402 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Frumulínurnar T-47D og ZR-75-1 úr brjósta- krabbameinsæxlum voru notaðar til að kanna áhrif IL-6 og TNF-ct í rækt. IL-6 olli minnkaðri frumu- samloðun og jafnframt dró úr tjáningu á samloðun- arþættinum E-cadherín. IL-6 hafði ekki veruleg áhrif á frumufjölgun en viðloðun við undirlag minnkaði. Petta boðefni dró greinilega úr frumu- fjölgun eðlilegra þekjufrumna úr brjósti, sem rækt- aðar voru úr mjólk. TNF-a hafði lítil bein áhrif á frumuútlit eða vöxt, en sýndi greinilega samvirkni við IL-6 sem komu fram í mjög minnkaðri samloð- un, breyttri frumulögun, minnkaðri viðloðun við undirlag og frumufækkun. V-6. Sortuæxli í slímhúðum á íslandi Jón Gunnlaugur Jónasson", Bjarki Magnússon11, Árni Björnsson2>, Ólafur Einarsson21, Hrafn Tulin- ius3> "Rannsóknastofa Háskóla fslands í meinafrœði, 2>lýtalœkningadeild Landspítalans, 3>Krabbameins- skrá Krabbameinsfélags fslands Sortuæxli (malignant melanoma) í húð hafa aukist umtalsvert á Islandi síðustu áratugi. Sortuæxli í slím- húðum eru sjaldgæf æxli, en geta komið fyrir víða í slímhúðum líkamans. Óvíst er hvort sortuæxlum í slímhúðum hefur fjölgað samhliða sortuæxlum í húð. Athuguð voru öll sortuæxli upprunnin í slímhúð- um, sem greinst hafa á íslandi á tímabilinu 1955- 1994, með tilliti til aldurs sjúklinga við greiningu, kyns, greiningarárs, vefjagerðar, staðsetningar æxlis í líkamanum og lifunar. AIls greindust 39 einstaklingar á tímabilinu með slímhúðarsortuæxli eða nálægt því einn á ári að með- altali. Þetta voru 23 konur og 16 karlar. Meðalaldur sjúklinganna var 68,4 ár og var aldursdreifingin frá 43 ára upp í 94 ára. Fjórtán æxli komu fyrir í slímhúðum á höfuð- og hálssvæðinu (átta í nefi og nefholum, fjórir í munni/ gómi og tveir í hvarmaslímhúð augna). Jafnt kyn- hlutfall var í þessum sjúklingahópi. Sjúklingar með æxli upprunnin í slímhúð á vulva (labia minora og clitoris) voru 11 og var meðalaldur 71,9 ár. Níu æxli upprunnin í ano-rectal slímhúð greindust á tímabil- inu, sjö í körlum og tvö í konum. í þvagrás greindust þrjú æxli (öll í konum), eitt æxli var upprunnið á glans penis og meatus urethrae og eitt æxlið var upprunnið í vélinda. Rannsóknartímabilinu var skipt upp í fjögur 10 ára tímabil og greindust sjö æxli fyrsta tímabilið, síðan 11, þá 12 og síðasta 10 ára tímabilið greindust níu æxli. Engin greinanleg fjölg- un varð í tilfellum slímhúðarsortuæxla á tímabilinu. V-7. Þróun á lyfjaformi til staðbundinnar gjafar. Míkróhúðaðar karbóplatín- cýklódextrín fléttur Þórdís Kristmundsdóttir*, Þorsteinn Loftsson*, Jos- ef Pitha**, Alexandro Olivi*** *Lyfjafrceði lyfsala, Háskóla íslands, **National Institutes of Health, ***Johns Hopkins University, Bandaríkjunum Markmið þessa verkefnis er að rannsaka á hvern hátt hægt sé að stjórna betur losun torleysanlegra lyfja úr forðalyfjaformum. Farin er sú leið að mynda vatnsleysanlega fléttu af torleysanlegu lyfi og cýkló- dextrín afleiðu og fléttan síðan míkróhúðuð í þeim tilgangi að stjórna losunarhraða lyfsins. Þegar vinna við verkefnið hófst var hýdrókortisón notað sem ,.módel“ lyf, en síðan hefur verið unnið með önnur lyf, aðra stera svo og ýmis krabbameins- lyf. Við míkróhúðun á lyf-cýklódextrínfléttu var þróuð aðferð sem byggir á uppgufun leysis úr fleytu (emuljion-solvent evaporation method). Kynntar verða niðurstöður úr in vitro og in vivo rannsóknum á míkróhúðuðun karbóplatín-cýklódextrín fléttum. Niðurstöður úr in vitro rannsóknum sýna að hægt er að stjórna losunarhraða lyfjanna úr míkróhúðuð- um kornunum með því að breyta samsetningu húð- arinnar. Losunarhraði lyfs úr kornunum var óháður bæði vatnsleysanleika lyfsins og leysandi (solubilis- erandi) áhrifum upplausnarefnisins. Könnuð voru áhrif míkróhúðaðrar karbóplatín- fléttu á æxli í heila. Við fyrstu tilraunir voru notaðar 40 Fischer rottur og þær sprautaðar í vinstra heila- hvolf með 10 pl skammti af æxlisfrumum (F-98 glioma). Fimm dögum síðar var rottunum skipt í fimm hópa til meðferðar. Fyrsti hópurinn fékk ekki míkróhylki. í hóp tvö voru grædd 10 mg af tómum míkróhylkjum (það er hylki sem einungis saman- standa af húðunarefninu). Þriðji hópurinn fékk inn- spýtingu af 0,2 mg af karbóplatíni í æxlið (intracer- ebral). Fjórða hópnum var gefið karbóplatín til inn- töku (30 mg/viku) en síðasti hópurinn fékk implanterað 10 mg af míkróhylkjum sem innihéldu karbóplatín-fléttu (2% karbóplatín w/w). Þær niðurstöður fengust úr in vivo rannsókninni að meðallíftími tveggja fyrstu hópanna (viðmiðunar- hópar) voru 20,9 og 19,8 dagar. Hópurinn sem fékk beina innspýtingu í æxlið með karbóplatíni lifði í 13,1 dag. Sá hópur sem fékk systemískt karbóplatín lifði í 36,1 dag en hópurinn sem var meðhöndlaður með karbóplatín- míkróhylkjunum lifði í 56,5 daga. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að míkróhúð- aðar cýklódextrín fléttur geti komið að notum við meðferð á krabbameinsæxlum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.