Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1996, Síða 61

Læknablaðið - 15.05.1996, Síða 61
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 407 Hvað er að? Fyrir nokkru hrapaði flugvél í nágrenni Keflavíkur. Vélinni flaug kona um sextugt, og var hún á leið til Bandaríkjanna. Fyrir einhverja duttlunga örlag- anna slapp hún lifandi þó vélin brotnaði í spón. Hún virtist lítið meidd og var, eftir skoðun, send frá sjúkrahúsinu í Keflavík til að gefa skýrslu um slysið. Síðar kom í ljós að hún var meira slösuð en útlit var fyrir í byrjun og var hún því lögð inn á Landspítalann. Útfrá þessu atviki hefur spunnist nokkurt orðaskak milli yfirlæknisins á Keflavíkurspít- ala og prófessorsins í skurð- læknisfræði á Landspítalanum, um það hvort flugmaðurinn hafi fengið rétta meðferð eða ekki. Deilan hefur snúist um það hvort rétt sé að leggja svona sjúkling á sjúkrahús staðarins eða flytja hann þegar í stað á annan hvorn hátæknispítalann í Reykjavík. Um þetta má vissulega deila, og hafa báðir aðilar til síns máls nokkuð, en það er þó ekki aðal- atriðið, heldur það að frum- skoðun á hinni slösuðu var ófullnægjandi. Slík mistök hafa ekkert með stærð eða búnað sjúkrahúss að gera, en þau gefa ákveðna vísbendingu um, að sá sem þau gerir kunni ekki það sem er grundvöllur allrar klín- ískrar læknisfræði, sem er klín- ísk skoðun. Fyrir tveimur árum eða svo varð blindur vinur höfundar fyrir því óhappi að detta niður stiga. Hann var að koma frá því að borða með samstarfsmönn- um sínum og þeir fengu sér vínglas með matnum. Hann missti meðvitund um stund við fallið og var fluttur á einn af þá þremur hátæknispítölum borg- arinnar. Þaðan var hann sendur heim eftir skoðun, án fyrirmæla um eftirlit eða endurkomu. Daginn eftir hringdi eiginkona hans í höfundinn, því að hún var óánægð með ástand eiginmanns síns. Það kom í ljós við klíníska skoðun að hinn slasaði var að lík- indum kinnbeinsbrotinn, hand- leggsbrotinn og rifbrotinn, auk þess að grunur gat leikið á um heilamar og blæðingu. Allt var þetta staðfest við röntgenskoð- un. Hinn slasaði fékk eðlilega meðferð á öðrum hátæknispítala og náði sér nær alveg. Með þessu skrifi er ekki hug- myndin að ásaka einn eða neinn og ekki heldur að taka afstöðu með eða móti smáspítölum eða hátæknispítölum. Tilgangurinn er að benda á að mistök sem hér er greint frá geta gerst hvar sem er og hvenær sem er. Það að þau skuli gerast, og þetta eru ekki einu dæmin, bendir til þess að eitthvað skorti á um gæði þess klíníska vega- nestis, sem ungir læknar eru búnir við útskrift úr læknadeild Háskóla íslands. Getur verið að hátæknin sé að gera okkur ólæsa á sjúkdómseinkenni, sem verða numin með næmum höndun, vakandi augum og rök- réttri hugsun? Arni Björnsson Áreiðanleiki prófs til mótefnamælinga gegn alnæmisveiru Vegna frétta í fjölmiðlum að undanförnu þess efnis að próf til mótefnamælinga gegn alnæmis- veiru frá fyrirtækinu Abbott hafi í vissum tilvikum reynst óáreiðanlegt og ekki greint smit hjá einstaklingum með há mót- efni skal eftirfarandi tekið fram: Aðeins er vitað um fjögur til- felli í heiminum þar sem próf- niðurstaða með rannsóknarað- ferðinni hefur reynst röng. Umrætt próf hefur ekki verið notað í Blóðbankanum við Bar- ónsstíg eða annars staðar á Is- landi nema á rannsóknastofu Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri en þar var prófið tekið upp síðastliðið haust. Þar hafa nú verið gerðar ráðstafanir til að nota öruggar mótefnamæl- ingar gegn alnæmisveiru. Telja verður að Iíkur á að HIV smitað blóð hafi fundist meðal blóðgjafa á Akureyri á umræddu tímabili hverfandi enda hefur einungis einn smit- aður blóðgjafi greinst á landinu öllu á 10 ára tímabili en á tíma- bilinu hafa meira en 120.000 próf verið framkvæmd meðal blóðgjafa. Engu að síður verða gerðar ráðstafanir til að endur- rannsaka blóðgjafana sem gefið hafa blóð á Akureyri og aðra þá sem komið hafa til mótefna- mælinga eftir að umrætt próf var tekið. Gert í samráði við Blóðbank- ann við Barónsstíg, rannsókn- astofu Landspítalans í veiru- fræði, rannsóknastofu Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, smitsjúkdómadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Fréttatilkynning frá landiækni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.