Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1996, Síða 63

Læknablaðið - 15.05.1996, Síða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 409 tionship) sem hann hélt með heimilislæknum á sjötta og sjöunda áratugnum og í fram- haldi af þeim gaf hann út bókina The doctor, his patient and the illness. Minn árgangur í lækna- deild var látinn lesa þá bók í síðasta hluta, og var það geð- læknirinn Jakob V. Jónasson, sem stóð fyrir því. Einn af skólabræðrunum skrifaði reyndar mjög jákvæðan ritdóm í Læknanemann, sem skemmti- legt er að lesa aftur, nú þegar hann hefur starfað sem sérfræð- ingur í augnlækningum um ára- bil. Jakobi er ég eilfflega þakk- lát, því að lestur þessarar bókar hafði veruleg áhrif á viðhorf mitt til læknisfræði og til mann- legra samskipta og varð til þess nokkru síðar að ég valdi að læra þá skemmtilegu grein, heimilis- lækningar, í Bretlandi. Örlögin höguðu því svo að ég komst í Balint hóp á Edgware General spítalanum og síðar á North- wick Park, ásamt öðrum lækn- um í sama framhaldsnámi og varð því Balint læknir sjálf og hef verið í brezka félaginu síð- an. Þar hef ég kynnzt nokkrum af eldri kynslóð Balint lækna, fólki sem vann með Balint og var í upphaflega hópnum hans. Þar á meðal vil ég nefna Philip Hopkins, sem hóf að starfa sem heimilislæknir eftir seinna stríð- ið, og uppgötvaði eftir herþjón- ustu, að hann hafði engan und- irbúning hlotið í námi fyrir álag- ið, kröfurnar og sjúkdómsein- kennin sem aragrúi sjúklinga í nýstofnaðri National Health Service hellti yfir hann daglega. Hann varð því harla glaður við að lesa auglýsingu í Lancet í apríl 1952, þar sem læknum var boðið að koma í „Discussion Group Seminar on Psycholog- ical Problems in General Practice". Þar var Balint á ferðinni, og fyrir 10 shillinga, sem átta til 10 fundir áttu að kosta, komst Philip í þennan fyrsta hóp, og örlög hans voru ráðin. Bókin The doctor, his patient and the illness var gefin út í kjölfarið og starf hópsins þar með skráð á spjöld sögunnar. Philip varð síðar formaður Balint félagins og ritstjóri the Journal of the Balint Society. Á hverju hausti heldur félag- ið Balint helgi í Oxford, sem miðast við að kynna starf Balint hópa og hafa þessar helgar þótt mjög fróðlegar og skemmtileg- ar. Eg mæli eindregið með því að þeir sem vilja taka þátt í að fara hér af stað með formlegan félagsskap eða vilja setja á stofn Balint hópa noti nokkra haust- daga í að dvelja á stúdentagarði í Oxford. Michael Balint hefur verið samofinn mínum læknisferli allt frá því Jakob kynnti hann fyrir mér fyrir löngu síðan og ég get ekki séð fyrir mér hvernig ég hefði lifað af í krefjandi starfi, ef ég hefði ekki notið leiðsagnar frá þeirri hugmyndafræði, sem kennd er við Michael Balint. Ég er þess líka fullviss, að sú aðferð getur gert læknanemum og þeim sem stunda heimilislækn- ingar ómælt gagn. Vil ég því leggja til að þeir, sem bera ábyrgð á og skipuleggja slíkt nám, gefi henni gaum. Katrín Fjeldsted læknir Heimildir 1. Balint M. The Doctor, his Paticnt and the Illness. London: Pitman Medical Publishing Co, 1957 (og síðari útgáfur). 2. Hopkins P. Personal Memories of Michael Balint. J Balint Society 1986: 14-8. 3. Courtney MJF. A Plain Doctor’s Guide to Balint-work. J Balint Society 1992: 20-1. 4. O’Dowd TC. Five years of hcartsink paticnts in gcncral practice. BMJ 1988; 297: 528-32. 5. Balint E, Norell JS, eds. Six minutes for the patient. London: Tavistock Publicat- ions, 1973. 6. Salinsky JV. The Last Appointmcnt. London: The Book Guild Ltd, 1993. 7. Hopkins P, ed. The Human Face of Medicine. London: Pitman Medical Publ- ishing Co. Ltd & the Balint Society, 1979. 8. Hopkins P, ed. Patient Centered Mcdicinc. London: Regional Doctor Pu- blications Ltd & the Balint Society, 1972. 9. Guðmundsson ÓG. Að hlusta, skilja og lœkna. Læknaneminn 1972; 25 (2): 55-6. Liggur frammi hjá Læknablaðinu £ Socialstyrelsen S\cii.sk ForvniiiK> ft'ir (Mtslctrik »kIi (•> iK'knkigl Arbcts- ocli Ki'fmibgnipp Koiuplikatioucr vid Obstctrisk och GynckologLsk kirurgi SK KURSER
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.