Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 64

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 64
410 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Reglur um ferðakostnað sjúklinga og aðstandenda þeirra innanlands Pann 28. mars síðastliðinn staðfesti heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra nýjar reglur um ferðakostnað sjúklinga og aðstandenda þeirra innanlands. Helstu breytingar frá fyrri regl- um eru þær, að nú er heimil endurgreiðsla ferðakostnaðar vegna bráðatilvika og heimferð- ir eftir sjúkraflug. Þá er einnig sú breyting gerð að nú ber sjúklingi að útvega skýrslu frá lækni þeim sem sendir hann. Þegar ekki er um bráðatilvik að ræða ber að leita eftir úrskurði tryggingayfir- læknis áður en ferð er farin. Þá er einnig heimil endur- greiðsla vegna heimferða aðra hverja helgi þurfi sjúklingur að dvelja fjarri heimili sínu til með- ferðar lengur en fjórar vikur, þegar meðferðin er vegna til- vika sem um getur í 1. grein: 1. gr. Gildissvið Þurfi sjúklingur að takast ferð á hendur til meðferðar eða óhjákvæmilegs eftirlits hjá lækni, tannlækni eða á sjúkra- húsi (með eða án innlagnar) eða til þess að njóta óhjákvæmilegr- ar meðferðar samkvæmt tilvís- un læknis hjá heilbrigðisstétt- um, sem sjúkratryggingar hafa samið við, taka sjúkratrygging- ar þátt í ferðakostnaði sam- kvæmt reglum þessum, enda sé um að ræða eftirtalda alvarlega sjúkdóma og meðferð þeirra: Illkynja sjúkdóma, nýrnabilun, alvarlega augnsjúkdóma, brýn- ar lýtalækningar, bæklunar- lækningar barna og tannrétting- ar vegna meiriháttar galla eða alvarlegra tilefna. Ennfremur er heimilt að endurgreiða vegna annarra sambærilegra sjúk- dóma eða alvarlegra vandamála í meðgöngu. Hið sama gildir um ferðir vegna bráðatilvika sem farnar eru samkvæmt ákvörðun læknis og ekki er hægt að sinna í heimabyggð svo og heimferðir að loknu sjúkraflugi. 2. gr. Lœknisfrœðilegur úrskurður Til þess að hægt sé að úr- skurða hvort sjúklingur eigi rétt á endurgreiðslu samkvæmt regl- um þessum skal hann útvega skýrslu frá þeim lækni sem sendir hann. Þegar ekki eru um bráðatilvik að ræða ber að jafn- aði að leita eftir úrskurði trygg- ingayfirlæknis áður en ferðin er farin. I skýrslunni skal gerð grein fyrir sjúkdómnum, nauð- synlegri meðferð og hversu oft sjúklingurinn þurfi að koma. Skýrsluna skal senda Trygg- ingastofnun ríkisins, trygginga- yfirlækni, til úrskurðar. Trygg- ingastofnun sendir sjúklingi úr- skurðinn og sendir jafnframt viðkomandi tryggingaumboði afrit. Tryggingaumboðið annast síðan greiðslur til sjúklings það- an í frá í samræmi við reglur þessar. 3. gr. Endurgreiðsla sjúkratrygginga Sjúkratryggingar endur- greiða að hluta ferðakostnað ef um er að ræða að minnsta kosti 15 km vegalengd á milli staða. Sjúklingur skal framvísa í trygg- ingaumboði sínu vottorði til staðfestingar á hverri komu, út- gefnu af þeim, sem meðferð veitir. Sjúkratryggingar endur- greiða 2/3 hluta kostnaðar af raunverulegu fargjaldi með venjulegri áætlunarferð eða af reiknuðu fargjaldi með áætlun- arbifreið á hverjum tíma ef eig- inn bíll er notaður. Greiðslu- hluti sjúklings skal þó aldrei verða hærri en 1.000 kr. í hverri ferð. Ef ætla má að raunveru- legur kostnaður sé lægri en áætl- unarfargjald, skal miða við hann. Sjúkratryggingar endur- greiða 2/3 hluta kostnaðar vegna leigubílaaksturs milli að- seturs sjúklings og meðferðar- staðar, samkvæmt framlögðum skýrum kvittunum, þótt vega- lengd sé skemmri en 15 km, enda sé sjúklingur ekki fær um að ferðast með áætlunarbíl eða strætisvagni. í slíkum tilvikum er greiðsluhluti sjúklings ætíð 1/3 af heildarkostnaði. Sérstakt fargjald fylgdar- manns endurgreiða sjúkra- tryggingar samkvæmt sömu reglum og getið er í 1. mgr. þess- arar greinar, ef sjúklingurinn er 16 ára eða yngri eða ef hann er ósjálfbjarga. Þetta á þó einungis við um áætlunarferðir. Sjúkratryggingar endur- greiða með sömu skilyrðum og getið er í 1. mgr. þessarar grein- ar nauðsynlegar ferðir foreldris eða nánasta aðstandanda til að vitja sjúklings 16 ára og yngri. Endurgreiðsla slíkra ferða tak- markast við eina vitjun á viku til sjúklings. Þegar nauðsynleg læknis-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.