Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 66

Læknablaðið - 15.05.1996, Page 66
412 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Lyfjamál 48 Frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og landlækni Notkun geðdeyfðarlyfja á Norðurlöndum síðustu fímm ár Á öllum Norðurlöndum hef- ur notkun geðdeyfðarlyfja auk- ist stórlega á síðustu fimm ár- um. Þessa þróun má einnig sjá alls staðar þar sem unnt hefur verið að gera athuganir á henni. Notkun geðdeyfðarlyfja hef- ur á þessu tímabili aukist um 110% í Danmörku, 203% í Finnlandi, 98% á íslandi og 94% í Noregi. í Svíþjóð er aukningin 94% á árunum 1990 til 1994 og 55% í Færeyjum (töl- ur um 1995 vantar enn frá þess- um löndum). í Danmörku, Sví- þjóð, Noregi og íslandi skrifast aukningin næstum eingöngu á reikning nýrra geðdeyfðarlyfja í ATC-flokki N06AB, sérhæfðir blokkarar serótónín endurupp- töku (SSRI). í Finnlandi er aukningin að mestum hluta einnig vegna þessara lyfja, en ekki eingöngu. Þessi lyf hafa verið að koma inn á markaðinn á síðustu átta árum og eru enn að bætast við ný afbrigði. Það er athyglisvert, að alls staðar virð- ist notkun á SSRI bætast við það sem fyrir er án þess að nokkuð dragi úr notkun eldri lyfja. Þegar sérfræðingar eru spurðir um hugsanlegar skýringar verð- ur fátt um haldbær svör, en helst nefnt að hin nýju lyf þolist bet- ur, gefi færri aukaverkanir og séu mikið hættuminni í notkun enda þótt virkni sé ekki mark- tækt betri en eldri lyfja. Þessi atriði nægi til að unnt sé að halda uppi betri meðferð hjá fleira fólki sem þarf á meðferð að halda. Ennþá skortir þó góð- ar rannsóknir á því hvort svo sé í raun og veru. Danmörk Finnland ísland Noregur Svlþjóö □ 1990 ■ 1991 □ 1992 D1993 «1994 «1995 Færeyjar DDD/iooob./dag N06AB Sérhæfðir blokkarar serótónín endurupptöku Danmörk Finnland □ 1990 island Noregur Svíþjóð 11991 □ 1992 □ 1993 B1994 B1995 Færeyjar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.