Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1996, Page 23

Læknablaðið - 15.08.1996, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 569 Hjartaígræðsla Meðferð fyrir börn og unglinga með hjartasjúkdóm á lokastigi Gunnlaugur Sigfússon, F. Jay Fricker Gunnlaugur Sigfússon, F. Jay Fricker Heart Transplantation: Treatment for childrcn and adolescents with end-stage heart disease Læknablaðið 1996; 82; 569-75 Heart transplantation, which is the recently accept- ed treatment for children and adolescents with end stage heart disease, is the subject of this review article. Issues such as selection of patients, follow up and management post transplant are discussed, as well as the surgical procedure and the immediate postoperative management. Results from recent studies of long term survival following pediatric heart transplantation are discussed. Short term sur- vival following heart transplantation is now excel- lent but limited long term follow-up data is available as this operation has only been performed for about two decades. One year survival is now over 90% and five year survival is estimated to be close to 70% in major transplant centers around the world. Post transplant coronary artery disease is mainly respon- sible for the decreased long term survival. Compli- cations of immunosuppression such as infections, lymphoprolifrative disorders and depressed renal function are still common but usually not life threat- ening. Non-compliance with medication was observ- ed amongst teenage recipients and can have lethal consequences. Despite this, it has been shown that heart transplantation can provide good quality of life and prolong survival in pediatric patients with end-stage heart disease. Frá Division of Cardiology, Children’s Hospital of Pitts- burgh. Fyrirspurnir, bréfaskriftir: Gunnlaugur Sigfússon, Division of Cardiology, Children's Hospital of Pittsburgh, 3705 Fifth Avenue, Pittsburgh, PA 15213, USA. Ágrip I þessari yfirlitsgrein er gerð grein fyrir hjartaígræðslu sem er nýleg og áhrifamikil meðferð fyrir börn og unglinga með hjartasjúk- dóm á lokastigi. Fjallað er um val á sjúklingum fyrir þessa aðgerð, aðgerðina sjálfa og eftirlit og meðferð sem hjartaþegar gangast undir. Skammtíma árangur þessarar meðferðar er nú mjög góður en minna er vitað um langtíma- horfur barna og unglinga sem gangast undir hjartaígræðslu þar sem aðgerðin hefur einungis verið framkvæmd undanfarin 15 ár. Nýlegar niðurstöður frá þremur stórum barnasjúkra- húsum í Bandaríkjunum um langtímahorfur hjartaþega eru kynntar. Langtímalifun er tak- mörkuð af kransæðasjúkdómi sem hrjáir hið ígrædda hjarta en fimm ára lifun er áætluð vera um 70%. Fylgikvillar ónæmisbælingar eru hvimleiðir og sumir hverjir alvarlegir, eins og æxlisvöxtur og skerðing á nýrnastarfsemi. Strangt eftirlit og langvarandi lyfjataka virðist setja mark sitt á líf barna og sérstaklega ung- linga sem gangast undir hjartaígræðslu. Þrátt fyrir þetta getur hjartaígræðsla gjörbreytt og lengt líf barna og unglinga sem lifað hafa tak- mörkuðu lífi vegna hjartasjúkdóms á lokastigi. Inngangur Hjartaígræðsla er í dag viðurkennd meðferð fyrir börn og unglinga með hjartasjúkdóm á lokastigi. Þessi aðgerð hefur gjörbreytt við- horfi okkar til margra hjartavöðvasjúkdóma og meðfæddra hjartagalla, sem áður voru taldir ólæknandi. Lífshorfur einstaklinga sem gengið

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.