Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 12
624
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Femoral neck Z-score
3 - Quadrant A Quadrant C
2 -
1 -
0 - • 'y • '!'• • Í.’jk' •. % •- . *
*• * #
-2 - • • • .'~i Quadrant B Quadrant D
-3-i
1 1 -4 -2 -1 I I 0 2
Lumbar vertebral Z-score
Fig. 4. Relationship between lumbar vertebral bodies (L:I1-
IV) andfemoral neck Z-scores. Quadrants A and B represent
areas with Z-score >1 SD below age-matched mean bone
density of the lumbar vertebral bodies (L. II-IV), the at risk
area. When risk is based onfemoral neck BMD, quadrants B
and D represent the at risk area, quadrants A and C the low
risk area.
mælst 120% af aldursbundnu meðaltali í lend-
hrygg en 80% af aldursbundnu meðaltali í lær-
leggshálsi þrátt fyrir að fylgnistuðull í hópnum
í heild sinni væri r=0,72.
Fylgnistuðull milli líkamsþyngdar og bein-
rnagns var r=0,36 á báðum mælistöðum,
p<0,05 sem þýðir að (R2) líkamsþyngd skýrir
um bað bil 13% af breytileikanum í beinmagni
á báðum stöðunum.
Umræða
Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til
verulegs mismunar á beinmagni í lærleggshálsi
og lendliðbolum sama einstaklings. Þessi mis-
munur kann að skýrast annars vegar af mis-
munandi hámarksbeinmagni (peak bone mass)
á þessum stöðum og hins vegar af mishröðu
beintapi, sérstaklega eftir tíðahvörf. Hins veg-
ar virðist fallið með aldri fyrir báða mælinga-
staði vera allsvipað (mynd 1) sem myndi frekar
benda til að mismunurinn lægi í magni há-
marksbeinmagnsins. Það ákvarðast hins vegar
að talsverðu leyti (70-80%) af erfðum og
erfðaþættirnir kunna að vera aðskildir (13) en
einnig kunna umhverfisþættir að hafa hér mis-
mikil áhrif.
Líkamsþyngd hafði svipaða fylgni við niður-
stöður beggja mælingastaðanna og skýrir því
ekki mismuninn. Þessi fylgni við líkamsþyngd
skýrist bæði af auknu álagi á beinin vegna
þungans og einnig vegna östrógenmyndunar í
fituvef kvenna, sérstaklega eftir tíðahvörf (14).
Þessi fylgni við líkamsþyngd er hins vegar
þegar til staðar í aldurshópnum 35-49 ára sem
myndi styðja fyrri tilgátuna eins og flestar ný-
legar rannsóknir á þessu atriði benda til
(14,15).
Fig. 5. Bland-Altman principle underlining the difference which may be in the bone mass at the two different sites, lumbar
vertebrae and femoral neck.