Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 48
654 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 skorðaðist betur. Seinni fóturinn er enn í dag, eftir aldafjórðungsnotkun, mjög heillegur. Einn galli var þó ekki upprættur en hann varðar staðsetningu spelkuliðamóta miðað við hnélið. Til að spelkuliðamótin nýtist sem best þurfa þau að liggja á hugsaðri línu eða öxli, sem hnéð snýst um. Hjálpartækjasmiðir gera greinarmun á öxli um hnéð, hnéöxli, og öxli um spelkuliðamót, spelkuöxli (sjá B1-B2 á mynd 7). Við spelkugerð þarf að tryggja að öxlarnir falli saman. Ef þessa er ekki gætt rekst gervifóturinn í stúfinn í hnébeygju, snýst um hann og þvingar hnéð, allt eftir afstöðu öxl- anna hvors til annars. Þannig var þessu farið hjá Jóni. Liðamótin voru mishá og of aftarlega er leiddi til árekstrar milli spelku og ganglims. Samkvæmt munnlegum lýsingum samtíma- manna voru læri og leggur Jóns mjög holdrýrir. Gervifóturinn mun hafa sært stúfinn sem var oft bólginn og blæðandi. Sérstaklega mun hafa blætt fremst úr stúfendanum sem bendir til ónógrar mjúkvefjaþekju yfir honum eða ert- ingar frá tréfætinum. Geta má nærri að sárt hafi verið fyrir Jón að ganga á tréfætinum, enda segja kunnugir að hann hafi oft verið kvalinn en harkað af sér. Hann mun hafa eytt drjúgum tíma — á annan klukkutíma — að vefja stúfinn með mörgum lögum af ull, baðrn- ull, þeli, vaskaskinni, seglstriga og síðar nank- inefni áður en hann fór í fótinn. I eldri fætinum hefur hann sennilega vafið reifaðan stúfinn fastan við spelkuna með bindi, en í þeim yngri hefur hann smeygt honum ofaní stuðnings- hulsu úr leðri og haft heldur betri stuðning. Stúfendinn virðist ekki hafa legið mjög þungt á tréleggjunum því þar finnast engin merki um slit eða núning. Þetta bendir til þess að líkams- þunginn hafi fremur hvílt á lærisfestingu, en á tréleggnum. Stúfurinn hefur sennilega verið hálflaus í göngu og því þörf á frekari stuðningi nreð hækju og staf. Jón gekk haltur en þótti bera fótinn vel og vera duglegur og fimur að ganga jafnt í bröttum hlíðum fjalla, sem í fjör- um (17). Jón tók fötlun sinni vel og lét hana ekki hindra sig í að sjá sér farborða. Hann var um tíma vinnumaður á ýmsum bæjum en frá 1920 í um fjörutíu ár húskarl á Litlanesi (18) í Austur- Barðastrandasýslu þar sem hann hjálpaði bóndanum við bústörfin, en hafði samhliða að- stöðu til eigin búskapar með sérstakan tún- blett, útihús og 20 kindur (9). Þá hafði hann leyfi til að vinna á öðrum bæjuin fyrir kaupi og var eftirsóttur fyrir sakir dugnaðar. Hann var með afbrigðum ósérhlífinn og verklaginn til allrar vinnu hvort sem það var heyskapur, smalaferðir, vegghleðsla, torfrista eða mótekja (5, 19). Umræða Safnmunir eru fulltrúar atburða og örlaga. Fábrotnir og hrörlegir tréfætur Jóns húskarls varpa ljósi á lífsbaráttu hans og hjálp samferð- armanna hans. Jafnframt eru þeir hluti af sögu bæklunarlækninga á íslandi. Smiðirnir hafa líklegast ekki haft fyrirmynd að smíði sinni þar sem gervifætur voru fátíðir á íslandi á þessum tíma, en byggt á eigin reynslu og hyggjuviti. Hugsanlegt er að þeir hafi séð staurfót með hnéliðamótum á erlendum manni sem komið hefur til landsins eða frétt af slíkum fæti með öðrum hætti, en fjöldaframleiðsla gervifóta hófst fyrir síðustu aldamót á meginlandinu. í söluskrám hjálpartækjaframleiðanda í Vínar- borg frá 1879 (20), Stokkhólmi 1901 (21) og Múnchen 1906 (22) má sjá myndir af tréfótum með hnéliðamót, sem líkjast fæti Jóns, svo ljóst er að útbreiðsla þeirra hefur verið töluverð. Auk einfaldra tréfóta er þar einnig boðið upp á flóknari fætur með fótstykki og liðamótum í tábergi, ökkla og hné. í Englandi, Frakklandi og Ameríku varð svonefndur „Anglesey-fót- ur“ mjög vinsæll á nítjándu öld. Hann var fyrst smíðaður af Pott árið 1816 en tók síðan nokkr- um breytingum. Hann var eins og ganglimur í 224. Fig. 10. Wooden leg from a cata- logue in Vienna 1879 (20).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.