Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
619
koma til rannsókna án þess að þau dvelji næt-
urlangt á spítalanum. Þessi börn geta því í
mörgum tilvikum verið heima hjá sér að nóttu
til en fengið rannsóknir og meðferð á spítalan-
um að degi til. Þessi þróun er eðlileg og sjálf-
sögð. Jafnframt því að barnið njóti öryggis
heimilis síns þrátt fyrir veikindi og geti dvalið
sem lengst heima við er um ótvíræða hagræð-
ingu og sparnað í rekstri að ræða. Fyrirkomu-
lag þetta er því til gagns fyrir veika einstaklinga
og aðstandendur þeirra og þjóðfélaginu til
góðs.
Ekki verður hjá því komist að mörg börn
þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda hverju sinni.
Er hér einkum um að ræða börn með lífshættu-
lega bráðasjúkdóma, langvinna, alvarlega
sjúkdóma, krabbamein, alvarlega nýburasjúk-
dóma, fyrirbura og svo framvegis. Börn sem
liggja á barnasjúkrahúsum nú eru raunar mun
veikari en áður var. Meðferð annarra fer fram
án innlagnar.
Framfarir í læknisfræði hafa orðið til þess að
nú má ráða við sjúkdóma sem áður voru
ólæknandi. Meðferð þessi er erfið og ströng.
Börnin eru oft mjög veik, þurfa langtíma, sér-
hæfða meðferð, endurteknar innlagnir eða
stuttar innlagnir vegna skyndilegra, bráðra
veikinda. Mjög mikilvægt er að sinna þessum
börnum á sómasamlegan hátt, hvort heldur er
með innlögn eða án.
Nauðsynlegt er að ræða kostnað heilbrigðis-
þjónustunar á sanngjarnan hátt. Sparnaður og
endurtekinn niðurskurður getur orðið dýr
þegar til lengri tíma er litið. Framfarir og þró-
un eru lykill að árangursríkri meðferð, bættri
heilsu og betra lífi. Við útreikninga á kostnaði
heilbrigðiskerfisins þarf að taka tillit til allra
þátta. Og það má ekki gleymast að þótt kostn-
aður við bætta heilsu og betra líf sé mikill og
verðið hátt — þá er verðmætið miklu meira.
Asgeir Haraldsson prófessor
Barnaspítala Hringsins