Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 20
630 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 fyrir lækna að átta sig á orsök sjúkdómsein- kenna sem fylgja lirfuflakki í öðrum vefjum og líffærum mannslíkamans. Helstu einkenni eru fjölgun hvítra blóðkorna (leukocytosis), við- varandi rauðkyrningafjöld (eosinophilia), hækkaður líkamshiti, lifrar- og miltisstækkun (hepatosplenomegaly), myndun rauðkyrn- ingahnúða (eosinophilic granuloma) í lifur, nýrum og fleiri líffærum, eitlastækkun (lymphadenopathy), íferð bólgufrumna í lung- um og samdrættir í berkjum. Lirfuflakk í mið- taugakerfi getur haft alvarlegar afleiðingar, meðal annars orsakað flog (1,15-21). I Banda- ríkjunum eru staðfest um 10.000 ný sjúkdóms- tilfelli á ári og uppgötvast 700 þeirra þegar lirfurnar sjást í augum (1). í Bretlandi eru 300 ný tilfelli greind árlega (18). Hægt er að kanna með mótefnamælingum hvort lirfur spóluorma hafa farið á flakk í mönnum (og húsdýrum) en slíkar rannsóknir hafa enn sem komið er ekki verið gerðar hér á landi. Athuganir í ýmsum Evrópulöndum hafa sýnt að mótefni gegn lirfum spóluorma finnast í 2-14% manna (1, 15, 19-21). T. gondii: í þessari rannsókn voru þolhjúpar sníkjudýrsins staðfestir í kattaskít í fyrsta sinn hér á landi.Vitað var að sníkjudýrið er hér landlægt því mótefni gegn vefjaþolhjúpum T. gondii hafa fundist bæði í mönnum (9, 10) og sauðfé (7, 11). Einnig hefur meðfæddri bog- frymlasótt verið lýst í börnum (8). Svonefndir lokahýslar bogfrymils eru dýr af kattaætt og fer kynæxlun sníkjudýrsins fram í meltingarfærum þeirra. Þolhjúpar sem þar myndast berast með kattaskítnum út í um- hverfið og verða smithæfir eftir tvo til fjóra daga. Þolhjúpar geta lifað utan hýsilsins mán- uðum og jafnvel árum saman og þola allt að 18 gráðu frost án þess að drepast. Verði frost meira en 20 gráður í nokkra daga er talið að sníkjudýrið drepist. Sjaldgæft er að finna þol- hjúpa bogfrymils í kattaskít því sýking í köttum gengur fljótt yfir (1, 18). Fjölmargar tegundir spendýra og fugla eru svonefndir millihýslar en í þeim fjölgar sníkju- dýrið sér kynlaust og myndar vefjaþolhjúpa. Millihýslar geta smitast með tvennu móti. Annars vegar við að fá ofan í sig þolhjúpa úr kattasaur. Ánamaðkar og skordýr sem éta kattaskít gegna mikilvægu hlutverki í að koma þolhjúpunum upp á yfirborð jarðar þar sem þeir dreifast enn frekar með vatni og loða með- al annars við gróður eða grænmeti sem milli- hýslarnir leggja sér til munns. Hins vegar geta millihýslar smitast við að fá ofan í sig vefjaþol- hjúpa úr vefjum annarra millihýsla. Menn smitast því annað hvort við að fá í sig vefjaþol- hjúpa við neyslu á hrámeti (til dæmis illa steiktu kjöti) eða þegar þolhjúpar úr kattaskít lenda með einhverju móti niður í meltingar- færi. Það getur til dæmis gerst ef þolhjúpar eru á leikföngum, í sandi eða jarðvegi sem sett eru viljandi upp í munn eða loða við hendur og berast þangað óviljandi. Bogfrymillinn veldur sjaldnast sjúkdómi í heilbrigðum einstaklingum. Ef starfsenri ónæmiskerfisins bilar, eins og hjá sjúklingum með alnæmi, eða hún er bæld með lyfjagjöf vegna líffæraflutninga, getur sníkjudýrið vald- ið sjúkdómi, til dæmis heilabólgu, sem leitt getur til dauða (1). Verðandi mæðrum er hætta búin sýkist þær af bogfrymli í fyrsta sinn meðan á meðgöngu stendur því sníkjudýrið getur valdið vefjaskemmdum í fóstrinu með alvar- legum afleiðingum eins og dæmi eru um hér á landi (8). Af og til kemur upp smitandi fóstur- lát í sauðfé (7, 11). Sauðfé smitast við að þol- hjúpar bogfrymla berast úr kattaskít í fóður. Vegna skaðans sem sníkjudýrið orsakar, forð- ast sumir fjárbændur kattahald á sveitabæjum. Giardia sp.: Svipudýr af ættkvíslinni Giardia lifa í þörmum fjölmargra dýrategunda þar sem þau sjúga sig föst við þekjufrumur. Smitun verður við að fá ofan í sig þolhjúpa sem berast út með saur (1,18). Giardia fannst nýlega í fyrsta sinn í ketti hérlendis (2) og í þeirri athug- un sem hér er fjallað um fannst Giardia í katta- skít úr einum sandkassa. Þessar takmörkuðu athuganir benda til að sníkjudýrið sé tiltölulega sjaldgæft í köttum hér á landi. Flokkununarfræði Giardia tegunda hefur verið nokkuð á reiki. Nú er talið að Giardia tegundin sem lifir í köttum sé sú sama og oftast veldur langvarandi niðurgangi í mönnum, það er G. lamblia (1,18). Á árunum 1973 til 1988 var G. lamblia algengasta sníkjudýrið sem fannst við rannsóknir á iðrasníkjudýrum í mönnum hér á landi en flest tilfellin voru rakin til ferða- laga erlendis (6). Enn sem komið er hefur Giardia ekki fund- ist í íslenskum hundum. Engu að síður hefur sníkjudýrið nokkrum sinnum fundist í innflutt- um hundum sem dvalið hafa í sóttkví í Ein- angrunarstöð ríkisins í Hrísey (4). Þar hafa hundarnir verið meðhöndlaðir með lyfjum sem drepa sníkjudýrið áður en þeir hafa verið af-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.