Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 52
658
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Greining á alvarlegum
námserfíðleikum hjá
skólabörnum
Þegar kom að börnum og
unglingum með alvarlega náms-
erfiðleika á líffræðilegum
grunni (learning disabilities),
var það barnadeildin sem oft
var „endastöð". Þar gat verið
um að ræða börn sem höfðu far-
ið á milli ólíkra sérfræðinga í
menntakerfinu og heilbrigðis-
kerfinu, án þess að foreldrar
teldu sig fá viðhlítandi svör við
spurningum sínum. Með þjón-
ustu barnadeildarinnar, þar
sem meðal annars taugasjúk-
dómar höfðu verið útilokaðir og
til dæmis sýnt fram á með
þroskasögu, taugaþroskamati,
og (tauga)sálfræðilegri athug-
un, að um var að ræða barn með
tiltekið þroskamynstur sem
skýrði námserfiðleika þess og
hugsanlega ýmis hegðunarein-
kenni að auki, varð það mörgu
foreldri léttir um leið og slík
vitneskja skapaði grunninn að
því að takast á við vandamál
barnsins á réttum forsendum.
Þjónusta af þessu tagi er
hvergi til annars staðar á land-
inu í heildstæðu formi, en víða
erlendis þykir hún sjálfsagður
hluti af þjónustu barnaspítala
eða barnadeilda (5). Að sjálf-
sögðu mætti koma þjónustunni
fyrir með öðrum hætti, til dmis
með því að barnadeild taki að
sér læknisfræðilegar rannsókn-
ir, en aðrir aðilar það sem á
vantar, ýmist stofnanir eða
sjálfstætt starfandi sérfræð-
ingar. Á hinn bóginn mundi
slíkt fyrirkomulag flækja málin
verulega og gera aðeins vel upp-
lýstu fólki kleift að fá þjónustu
og samhæfa hana.
Að okkar mati er nauðsyn-
legt að gera ítarlegar læknis-
fræðilegar rannsóknir á börnum
með sérkennileg þroskamynst-
ur sem oft hafa ekki aðeins áhrif
á árangur í skóla heldur einnig
hegðun barnanna og líðan. I
þessu sambandi getur verið um
merkilegt fyrirbyggjandi starf
að ræða, þá með tilliti til tilfinn-
ingalegra vandamála og jafnvel
geðsjúkdóma (6,7).
Líkamleg einkenni
og sjúkdómar með
geðrænu ívafi
Algengast í þessum flokki
voru ýmiss konar tilfinninga-
truflanir sem oft birtust í tengsl-
um við líkamlegar kvartanir
sem ekki fundust læknisfræði-
legar skýringar á. Algengustu
tegundir kvartana af þessu tagi
voru maga- og höfuðverkir.
Önnur algeng vandamál með
líkamlegu ívafi voru offita og
truflanir á hægðum og þvaglát-
um. Sálfræðingar höfðu einnig
afskipti af málum barna með
langvinna sjúkdóma. Þar má til
dæmis nefna börn með sykur-
sýki og fjölskyldur þeirra.
Enda þótt hegðunartruflanir
séu algengustu umkvartanir for-
eldra í dagsins önn, þá kom
sjaldnast til innlagnir vegna
þeirra nema að útiloka þyrfti líf-
fræðilegar orsakir (samanber
flogaveiki), að hegðunarerfið-
leikar tengdust námserfiðleik-
um eða þroskavandamálum,
eða að grunur væri um alvar-
legri truflun (samanber þung-
lyndi). Þá höfðu sálfræðingar
afskipti af málum þar sem grun-
ur lék á kynferðislegu ofbeldi og
alvarlegri vanrækslu.
Á þessu sviði var hlutverk sál-
fræðinga þátttaka í greiningu og
að vísa í sérhæfð úrræði. I sam-
ræmi við ráðgefandi hlutverk
tóku þeir tímabundið þátt í
meðferð í undantekningartil-
fellum. Geðlæknisfræðileg ráð-
gjöf kom að sjálfsögðu einnig
við sögu í þessum málaflokki
(8).
Samantekt
Eins og af þessu yfirliti má sjá
gegndu ráðgefandi sálfræðingar
fjölþættu hlutverki á barnadeild
Landakotsspítala. Deildinhafði
um margt sérstöðu meðal ann-
arra slíkra á landinu, meðal
annars þá að stöðugt var leitað
eftir sérfræðiþekkingu á sviði
klínískrar barnasálfræði. Að
mati höfunda jók þessi þáttur
gæði heilbrigðisþjónustu við ís-
lensk börn.
Evald Sæmundsen
Tryggvi Sigurðsson
Heimildir;
1. Bigler ED. The role of neuro-
psychological assessment in rela-
tion to other types of assessment
with children. In: Tramontana
MG, Hooper SR, eds. Assessment
Issues in Child Neuropsychology.
New York: Plenum Publishing
Corp., 1988, 67-91.
2. Sæmundsen E. Fræðilegar forsend-
ur fyrir þjálfun ungra barna. Tíma-
ritið Þroskahjálpl994; 16 (1): 11-17.
3. Sigurðsson T. Tjáskipti foreldra og
fatlaðra barna. Sálfræðiritið 1991;
2: 105-11.
4. Hreiðarsson S. The State Diagnost-
ic and Counselling Center: A trans-
disciplinary evaluation and coun-
selling model. In Nordiske log-
opædi og foniatri: Teori og praxis
1991: 119-21.
5. Yeates KO, Ris MD, Taylor HG.
Hospital referral pattems in pedi-
atric neuropsychology. Child
Neuropsychology 1995; 1 (1): 56-
62.
6. Cantwel! DP, Baker L. Clinical
significance of childhood communi-
cation disorders: Perspectives from
a longitudinal study. Joumal of
Child Neurology 1987; 2: 257-64.
7. Semrud-Clikeman M, Hynd GM.
Right hemisperic dysfunction in
nonverbal learning disabilities:
Social, academic, and adaptive
functioning in adults and children.
Psychological Bulletin 1990: 2:196-
209.
8. Hannesdóttir H. Ráðgjöf barna-
geðlækna. Læknablaðið 1993; 79
(8); 321-6.