Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 52
658 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Greining á alvarlegum námserfíðleikum hjá skólabörnum Þegar kom að börnum og unglingum með alvarlega náms- erfiðleika á líffræðilegum grunni (learning disabilities), var það barnadeildin sem oft var „endastöð". Þar gat verið um að ræða börn sem höfðu far- ið á milli ólíkra sérfræðinga í menntakerfinu og heilbrigðis- kerfinu, án þess að foreldrar teldu sig fá viðhlítandi svör við spurningum sínum. Með þjón- ustu barnadeildarinnar, þar sem meðal annars taugasjúk- dómar höfðu verið útilokaðir og til dæmis sýnt fram á með þroskasögu, taugaþroskamati, og (tauga)sálfræðilegri athug- un, að um var að ræða barn með tiltekið þroskamynstur sem skýrði námserfiðleika þess og hugsanlega ýmis hegðunarein- kenni að auki, varð það mörgu foreldri léttir um leið og slík vitneskja skapaði grunninn að því að takast á við vandamál barnsins á réttum forsendum. Þjónusta af þessu tagi er hvergi til annars staðar á land- inu í heildstæðu formi, en víða erlendis þykir hún sjálfsagður hluti af þjónustu barnaspítala eða barnadeilda (5). Að sjálf- sögðu mætti koma þjónustunni fyrir með öðrum hætti, til dmis með því að barnadeild taki að sér læknisfræðilegar rannsókn- ir, en aðrir aðilar það sem á vantar, ýmist stofnanir eða sjálfstætt starfandi sérfræð- ingar. Á hinn bóginn mundi slíkt fyrirkomulag flækja málin verulega og gera aðeins vel upp- lýstu fólki kleift að fá þjónustu og samhæfa hana. Að okkar mati er nauðsyn- legt að gera ítarlegar læknis- fræðilegar rannsóknir á börnum með sérkennileg þroskamynst- ur sem oft hafa ekki aðeins áhrif á árangur í skóla heldur einnig hegðun barnanna og líðan. I þessu sambandi getur verið um merkilegt fyrirbyggjandi starf að ræða, þá með tilliti til tilfinn- ingalegra vandamála og jafnvel geðsjúkdóma (6,7). Líkamleg einkenni og sjúkdómar með geðrænu ívafi Algengast í þessum flokki voru ýmiss konar tilfinninga- truflanir sem oft birtust í tengsl- um við líkamlegar kvartanir sem ekki fundust læknisfræði- legar skýringar á. Algengustu tegundir kvartana af þessu tagi voru maga- og höfuðverkir. Önnur algeng vandamál með líkamlegu ívafi voru offita og truflanir á hægðum og þvaglát- um. Sálfræðingar höfðu einnig afskipti af málum barna með langvinna sjúkdóma. Þar má til dæmis nefna börn með sykur- sýki og fjölskyldur þeirra. Enda þótt hegðunartruflanir séu algengustu umkvartanir for- eldra í dagsins önn, þá kom sjaldnast til innlagnir vegna þeirra nema að útiloka þyrfti líf- fræðilegar orsakir (samanber flogaveiki), að hegðunarerfið- leikar tengdust námserfiðleik- um eða þroskavandamálum, eða að grunur væri um alvar- legri truflun (samanber þung- lyndi). Þá höfðu sálfræðingar afskipti af málum þar sem grun- ur lék á kynferðislegu ofbeldi og alvarlegri vanrækslu. Á þessu sviði var hlutverk sál- fræðinga þátttaka í greiningu og að vísa í sérhæfð úrræði. I sam- ræmi við ráðgefandi hlutverk tóku þeir tímabundið þátt í meðferð í undantekningartil- fellum. Geðlæknisfræðileg ráð- gjöf kom að sjálfsögðu einnig við sögu í þessum málaflokki (8). Samantekt Eins og af þessu yfirliti má sjá gegndu ráðgefandi sálfræðingar fjölþættu hlutverki á barnadeild Landakotsspítala. Deildinhafði um margt sérstöðu meðal ann- arra slíkra á landinu, meðal annars þá að stöðugt var leitað eftir sérfræðiþekkingu á sviði klínískrar barnasálfræði. Að mati höfunda jók þessi þáttur gæði heilbrigðisþjónustu við ís- lensk börn. Evald Sæmundsen Tryggvi Sigurðsson Heimildir; 1. Bigler ED. The role of neuro- psychological assessment in rela- tion to other types of assessment with children. In: Tramontana MG, Hooper SR, eds. Assessment Issues in Child Neuropsychology. New York: Plenum Publishing Corp., 1988, 67-91. 2. Sæmundsen E. Fræðilegar forsend- ur fyrir þjálfun ungra barna. Tíma- ritið Þroskahjálpl994; 16 (1): 11-17. 3. Sigurðsson T. Tjáskipti foreldra og fatlaðra barna. Sálfræðiritið 1991; 2: 105-11. 4. Hreiðarsson S. The State Diagnost- ic and Counselling Center: A trans- disciplinary evaluation and coun- selling model. In Nordiske log- opædi og foniatri: Teori og praxis 1991: 119-21. 5. Yeates KO, Ris MD, Taylor HG. Hospital referral pattems in pedi- atric neuropsychology. Child Neuropsychology 1995; 1 (1): 56- 62. 6. Cantwel! DP, Baker L. Clinical significance of childhood communi- cation disorders: Perspectives from a longitudinal study. Joumal of Child Neurology 1987; 2: 257-64. 7. Semrud-Clikeman M, Hynd GM. Right hemisperic dysfunction in nonverbal learning disabilities: Social, academic, and adaptive functioning in adults and children. Psychological Bulletin 1990: 2:196- 209. 8. Hannesdóttir H. Ráðgjöf barna- geðlækna. Læknablaðið 1993; 79 (8); 321-6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.