Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 50
656 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Umræða og fréttir Ráðgefandi sálfræðiþjónusta á barnadeild Landakotsspítala Inngangur Tilgangurinn með greininni er að vekja athygli á þjónustu sálfræðinga, sem var hluti af þjónustu við börn á barnadeild Landakotsspítala. Hún þróaðist hátt á annan áratug með ákveðnum hætti sem lýst er hér á eftir. Nú þegar barnadeildin hefur verið flutt yfir á Sjúkrahús Reykjavíkur, er ástæða til þess að skoða hvernig megi þróa þetta starf áfram. Auk þess að stikla á stóru um sálfræðiþjón- ustu er leitast við að skoða hlut- verk barnadeildarinnar í tengsl- urn við aðra þjónustu við börn. Eins og mál hafa skipast hér á landi stóð samskonar þjónusta ekki til boða á öðrum barna- deildum. Það er því ekki fráleitt að hugsa sér að hér geti verið um fyrirmynd að ræða að sál- fræðiþjónustu á öðrum barna- deildum, að minnsta kosti hvað varðar þá verkefnaflokka sem hér um ræðir. Sögulegt og tölulegt ágrip Sálfræðiþjónusta var veitt í einhverjum mæli á barnadeild Landakotsspítala frá því á átt- unda áratugnum. Framan af síðasta áratug sinnti henni nokkuð breytilegur hópur sál- fræðinga, en eftir því sem á leið var í auknum mæli leitað til höf- unda þessarar greinar. Eftir Hiirundar eru sálfrœðingar og starfa á Greiningar- og ráögjafarsttið ríkisins. I>eir hafa báöir sérfræðileyfi á sviði rótlunar hjá börnum. 1990 lætur nærri að þeir hafi al- farið séð um þjónustuna. Undanfarin ár hafa verið 1500-1600 innlagnir á ári. Fjöldi ráðgefandi heimsókna sál- fræðinga hefur heldur verið að aukast og náði hámarki 1994 sem varðaði þá 80 einstaklinga (munnl. uppl. frá skrifstofu Landakotsspítala), sem þýðir að sálfræðingar hafi komið við sögu í um það bil 5% innlagna. Miðað við árið 1994 voru um tveir þriðju lilutar ráðgefandi heimsókna sálfræðinga því þegar ástæða innlagnar snérist fyrst og fremst um spurningar um þroskaröskun. Hinn þriðj- ungurinn varðaði fjölbreytileg- ar innlagnarástæður, þar sem líkamleg einkenni í bland við kvíða voru algengust. Drengir voru í miklum meirihluta og aldursdreifing með þeim hætti að um helmingur barnanna var yngri en sex ára og helmingur eldri en sex ára. Elstu börnin voru um það bil 16 ára, en þau yngstu á bilinu eins til tveggja ára. Að mati höfunda gefur árið 1994 trúverðuga mynd af helstu verkefnaflokkum, en greininni er ekki ætlað að vera tæmandi hvað það varðar. Til dæmis tengdust sálfræðingar engum börnum með áunna heilaskaða þetta ár, en slík mál kornu upp öðru hvoru í gegnum tíðina. Innihald sálfræði- þjónustu Markmið heimsóknar ráðgef- andi sálfræðings var háð inn- lagnarástæðu. Almennt má þó segja að henni hafi verið ætlað að styrkja greiningu og vera leiðbeinandi um meðferð eftir því sem við átti. Ráðgefandi sál- fræðingur starfaði sem hluti af teymi sem varðaði mismunandi margar fagstéttir, allt eftir eðli málsins. Viðtal við foreldra: Aldur barnsins, innlagnarástæða og aðstæður aðrar réðu því hvort rætt var við báða foreldra, en nánast án undantekninga var rætt að minnsta kosti við annað foreldrið. Slíkt viðtal hófst með því að kynna þátt sálfræðings í því rannsóknarferli sem átti sér stað á spítalanum og hvernig hann skilaði niðurstöðum sín- um. I seinni tíð var algengast að auk hefðbundins upplýsinga- viðtals fylltu foreldrar út spurn- ingalista sem varðaði þroska, hegðun og líðan. Athugim á barninu: I lang- flestum tilvikum var talið æski- legt að hafa einhverjar hug- myndir um þroska hjá því barni sem rannsakað var. Það átti jafnt við, hvort sem rannsóknin beindist fyrst og fremst að þroska eða kvíðaeinkennum. í síðarnefnda tilvikinu gat til dmis verið jafn mikilvægt að vita um þroskaseinkun eða sér- kennilegt þroskamynstur eins og að vita að um var að ræða afburðagreindan einstakling. Þroskapróf ýmiss konar, greindarpróf, taugasálfræðileg próf og matslistar voru þau tæki sem beitt var til þess að komast að niðurstöðu um þroska, þroskamynstur og þroskafram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.