Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
671
Þriðja vísindaþing Félags íslenskra
heimilislækna
Akureyri 18.-20. október 1996
Á þinginu verða bæði frjálsir fyrirlestrar og spjaldþing. Kynntar verða rannsóknir
og rannsóknaráætlanir sem tengjast heilsugæslu. Auk þess verða bæði inn-
lendir og erlendir gestafyrirlestrar.
Ágrip skal skrifa á A4-blað meé sama sniði og á fyrri þingum. Þar skal koma
fram tilgangur rannsóknarinanr, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir.
Ágripum skal skilað á disklingum ásamt einu útprenti til Emils L. Sigurðssonar,
Heilsugæslustöðinni Sólvangi, 220 Hafnarfjörður fyrir 1. september.
Ágripin verða birt í sérstöku blaði þingsins sem dreift er til allra lækna á íslandi.
Þátttökugjald er krónur 8.000.
Þingið verður sett kl. 17:00 föstudaginn 18. október.
Pex farmiði Reykjavík-Akureyri kostar krónur 9.730, og eru þátttakendur hvattir
til þess að panta far með góðum fyrirvara.
Þingið er styrkt af Thorarensen Lyf ehf.
Þátttaka tilkynnist Jóni Steinari Jónssyni, Heilsugæslustöðinni í Garðabæ, 210
Garðabær, fyrir 15. september.
Vísindaþingsnefndin
Emil L. Sigurðsson
Jón Steinar Jónsson
Þorgils Sigurðsson
Læknastofur til leigu
Til leigu læknastofur í læknastöðinni Álftamýri 5, Reykjavík. Stofurnar eru
rúmgóðar og bjartar, skiptast í viðtals- og skoðunarherbergi alls 26 fm. Skurð-
stofuaðstaða er í húsinu. Læknastöðin er á jarðhæð (gengið inn af götunni).
Næg og góð bílastæði.
Um er að ræða sanngjarna leigu í læknastöð með mikla framtíðarmöguleika.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 568 8868 alla virka daga frá kl.
09:00-17:00.