Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 16
628 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 spóluormsins Toxocara canis í einum kassa (3%). Katta- eða hundaskítur fannst í 21 kassa (66%). Þolhjúpar bogfrymils Toxoplasma gondii og þolhjúpar svipudýrsins Giardia sp. fundust í kattaskít úr sitt hvorum kassanum (5%). Ályktun: Að minnsta kosti þrjár tegundir sníkjudýra, katta- og hundaspóluormarnir T. cati og T. canis auk bogfrymilsins T. gondii fundust í sandkössum á leiksvæðum barna í Reykjavík og Kópavogi. Allar þessar tegundir geta lifað í mönnum og valdið í þeim sjúkdóm- um. Fjórða tegundin, svipudýrið Giardia sp. fannst einnig í kattaskít en skiptar skoðanir eru um hvort þessi tegund er sú sama og veldur oft alvarlegum niðurgangi í mönnum. Inngangur Kettir og hundar eru algeng heimilisdýr á íslandi. Engar tölur liggja fyrir um fjölda þess- ara gæludýra en höfundar giska á að 10.000- 15.000 kettir og 4000-6000 hundar séu hér á landi. Mikill munur er á atferli katta og hunda. Þorri katta hér á landi gengur frjáls ferða sinna og eyðir drjúgum hluta dags og nætur utandyra án nokkurra afskipta eigendanna. I þéttbýli lúta hundar yfirleitt forsjá eigendanna og er gert að fylgja þeim eftir í bandi á almannafæri. Til sveita ganga hundar aftur á móti oftast lausir. Þetta er rifjað upp hér vegna þess að bæði kettir og hundar geta verið með sníkjudýr sem geta borist frá skít þeirra í menn og valdið í þeim sjúkdómum. Mikill munur er á því hvar og hvernig kettir og hundar skilja við hægðir sínar. Kettir hafa þá sérstæðu náttúru að grafa úr sér skítinn. Þegar frost er í jörðu og snjólaust grafa þeir hann stundum í sandkassa sem ætlaðir eru börnum til leiks, eða í moldarbeð upp við hús- veggi þar sem jarðvegur hefur ekki náð að frjósa. Liggi snjór á jörðu er skíturinn oft graf- inn í fönn og liggur hann þá á yfirborði jarðar þegar snjóa leysir. Hundar hafa annan hátt á því þeir skíta á yfirborð jarðar. Sé hundaskítur ekki fjarlægður getur mikið af honum safnast saman á svæðum sem eigendur fara reglulega um, meðal annars gagngert til að láta hundana skíta. Eftir því sem best er vitað eru fjórar tegundir sníkjudýra í köttum hér á landi sem geta farið í menn. Um er að ræða eina þráðormstegund (Nematoda), kattaspóluorminn Toxocara cati (1-4) og þrjár tegundir einfrumu sníkjudýra (Protozoa); svipudýrið Giardia sp. (2,4,5), bogfrymilinn Toxoplasma gondii (5-11) og gró- dýrið Cryptosporidium parvum (6,12). í hundum er nú vitað um tvær tegundir land- lægra sníkjudýra sem einnig geta farið í menn; hundaspóluorminn Toxocara canis (2-4) og gródýrið C. parvurn sem einnig lifir í köttum (12). Rétt er að minna hér á sullaveikiband- orminn Echinococcus granulosus. Hann var al- gengur í hundum hér á landi og sullir hans algengir í mönnum og sauðfé. Ekki eru nema tæpir tveir áratugir síðan sullir fundust síðast í sauðfé hér á landi! Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða sníkjudýr er að finna í sandkössum á leiksvæðum barna í Reykjavík og Kópavogi, athuga hversu algengar einstakar tegundir voru og ræða hættuna sem mönnum getur staf- að af þeim sníkjudýrum sem einnig geta lifað í mönnum. í umræðukaflanum er fjallað um líf- fræði sníkjudýranna og bent á leiðir sem miða að því að hindra eða minnka stórlega hættuna á að fólk og þá einkum börn, smitist af þeim. Þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Efniviður og aðferðir Sýni voru tekin úr 32 sandkössum í Reykja- vík og Kópavogi á tímabilinu 27. október til 2. desember 1995. Sjö sandkassanna voru við leikskóla, þrír á gæsluvöllum, 11 á opnum svæðum, sjö við fjölbýlishús og fjórir við ein- býlishús. Annarsvegar voru tekin 30 ml sand- sýni úr hverjum fermetra hvers kassa, alls 411 sýni. Hins vegar var leitað beint að skít, fyrst á yfirborði en síðan ofan í sandinum. Var það gert með því að sigta kúfaða skóflu af sandi úr hverjum fermetra. Sigtið var með 8 mm möskvastærð og var skít safnað úr því. A. Skodun sandsýna: I sandsýnunum var leit- að að einfrumungum og eggjum sníkjuorma með breyttri MgS04 fleytiaðferð: Fimm 30 ml sandsýni og 240 ml af vatni voru sett í 600 ml bikarglas ásamt 10 dropum af efninu Triton X 100® (20% Alkýlarýl pólýeter alkóhól) sem minnkar yfirborðsspennu og kemur í veg fyrir loftbólumyndun. Sandurinn var hrærður vand- lega saman við vatnið og flotinu hellt í 220 ml skilvinduglas. Sníkjudýr og aðrar lífrænar leif- ar voru síðan felldar til botns skilvinduglassins við 10 mínútna skiljun við 1800 snúninga á mín-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.