Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 34
644
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
eða upp í 45-60 mínútur er aðeins hægt að nota
við opnar aðgerðir.
Niðurstöður
Almenttt: Alls gengust 26 sjúklingar, 12 drengir
og 14 stúlkur, undir 28 hjartaskurðaðgerðir á
þessu sex ára rannsóknartímabili eða að með-
altali fjórar aðgerðir á ári. Aldur sjúklinganna
við aðgerð var frá þriggja daga til 18 ára (mið-
tala (median) 10 mánuðir). Sjúkdómsgreining-
ar þessara einstaklinga koma fram í töflum Ia
og b. Opnar hjartaskurðaðgerðir voru átta en
lokaðar aðgerðir voru 20. Tegundir aðgerða
koma fram í töflu la svo og fjöldi sem gekkst
undir hverja aðgerð ásamt aldri þeirra. Af
þessum aðgerðum voru 16 skipulagðar en 12
bráðar eða nokkuð bráðar. Fimm aðgerðir
voru tímabundnar aðgerðir en 23 aðgerðir end-
anleg leiðrétting á hjartagallanum.
Sjúkralega: Lengd sjúkrahúsdvalar var sjö til
96 dagar (meðaltal 10 dagar). Lega á gjör-
gæsludeild var frá einum til 96 daga (meðaltal
Number
of patients
90 91 92 93 94 95
Year of operation
Fig. 1. Number of patients undergoing cardiac surgery for
congenital heart defects in lceland 1990-1995.
Number
of patients
30
■ Operations abroad
□ In lceland
83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95
Year of operation
Fig. 2. Number of patients undergoing cardiac surgery for
congenital lieart defects in lceland and abroad 1983-1995.
tveir dagar). Tíu sjúklingar lágu á nýburagjör-
gæslu (vökudeild). Allir sjúklingarnir nema
tveir voru útskrifaðir í góðu ásigkomulagi að
lokinni aðgerð.
Fylgikvillar: Fjórir sjúklingar sem gengust
undir aðgerð vegna ósæðarþrengsla áttu við
tímabunda blóðþrýstingshækkun að stríða.
Einn sjúklingur fékk lungnabólgu þremur dög-
um eftir aðgerð. Einn sjúklingur fékk sjaldgæf-
an fylgikvilla, söfnun á sogæðavessa í gollurs-
hús (chylous pericaridal effusion). Var gerð
gollurhúsástunga og vökvanum hleypt út. Einn
sjúklingur fékk söfnun á sogæðavessa í fleiðru-
hol (chylothorax) og gera þurfti tvær aðgerðir
til að stöðva vessalekann.
Dánartölur: Einn sjúklingur úr þessum hópi
lést innan 30 daga frá aðgerð og var það ung-
barn með flókinn hjartagalla, sem gekkst undir
tvær tímabundnar aðgerðir sem hvorug beind-
ist að megingalla, en sjúklingurinn lést tveimur
dögum eftir seinni aðgerðina. Þrjátíu daga
dánartölur eru því 3,8%. Annar sjúklingur lést
þremur mánuðum eftir hjartaskurðaðgerð.
Hann lést vegna hjartabilunar sem tengdist
ekki aðgerðinni sem slíkri.
Eftirlit þessara sjúklinga stendur frá þremur
mánuðum til fimm og hálfs árs (miðtala 2,5 ár).
Þrír sjúklinganna sem gengust undir tíma-
bundnar aðgerðir hafa farið í frekari opnar
hjartaskurðaðgerðir erlendis og hefur vegnað
vel. Þeir sjúklingar sem gengust undir leiðrétt-
ingaraðgerðir eru allir við góða heilsu og hefur
vegnað vel.
Þrír sjúklinganna sem gengust undir aðgerð
vegna ósæðarþrengsla sem nýburar, fengu
endurþrengingu á aðgerðarsvæðinu. Öll þrjú
hafa gengist undir útvíkkun á ósæð í hjarta-
þræðingu með góðurn árangri.
Hjartaadgerðir á börnum erlendis: A þeim
sex árurn sem rannsóknin nær til fóru samtals
116 börn til aðgerðar erlendis eða að meðaltali
19 börn á ári. Frá árinu 1983 hafa að meðaltali
15 börn farið til aðgerðar erlendis á hverju ári
og þeim farið fjölgandi undanfarin ár eins og
fram kemur á mynd 1. Þótt nokkrar sveiflur séu
í fjöldanum eins og sést á mynd 2 (upplýsingar
frá Siglinganefnd TR).
Umræða
Hjartaskurðaðgerðir á unglingum og full-
orðnum með meðfædda hjartagalla hafa verið
framkvæmdar hérlendis stopult frá árinu 1977.
Þetta voru allt lokaðar hjartaaðgerðir svo sem