Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
625
Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur skil-
greint sem ónógt beinmagn þegar beinnragns-
mæling er 1-2,5 staðalfrávik neðan meðaltals
hámarksbeinmagns ungra kvenna á einum
mælingarstað (12). Séu þessi skilmerki notuð á
okkar hóp kunna mælingar á einum stað
(lendliðbolir) að leiða til vanmats á hinurn
staðnum (lærleggsháls) í 18,7% tilfella en ef
mælt væri einungis í lærleggshálsi vanmæti það
ónógt beinmagn í lendliðbolum í 7,5% tilfella.
Þessi hópur nyti oft góðs af ráðleggingum um
mataræði, kalkneyslu, D vítamín og almenn
atriði eins og áherslu á líkamsáreynslu og reyk-
bindindi. Einnig kæmi östrógenmeðferð vel til
álita í þessum hópi, einkanlega ef til staðar er
fjölskyldusaga um beinþynningu eða saga um
beinbrot, til dæmis framhandleggsbrot. Van-
greining kæmi því í veg fyrir slíka ráðgjöf (16,
17).
Ef beinmagnið mælist (á einum stað) neðan
við 2,5 staðalfrávik frá meðalgildi ungra
kvenna er það skilgreint sem beinþynning af
Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (12). Séu þessi
skilmerki notuð þá væri 4,8% kvenna með
vangreinda beinþynningu ef mælt væri aðeins í
lendliðbolum í okkar hópi en 3,6% kvenna
væru vangreindar ef stuðst væri við mælingu á
lærleggshálsi eingöngu. Þessi hópur kæmi
vissulega til álita fyrir frekari meðferð (ef
östrógen eiga ekki við), til dæmis bisfónat,
calcitónín og fleira (18).
Þessari skilgreiningu um beinþynningu
næðu nær helmingur kvenna eldri en sjötugt og
því hafa margir kosið að miða við aldurstengt
meðaltal og eitt eða tvö staðalfrávik neðan
þess. Ahættuhópur með tilliti til beinbrota
(meira en tvöföld meðaláhætta) væri hópurinn
sem væri neðan við eitt aldurstengt staðalfrá-
vik og séu þessi viðmiðunarmörk notuð van-
mæti nræling á einum stað beinþynningu á hin-
um staðnum í 8,5% tilvika (mynd 4). Flest
bendir til að þessi hópur njóti góðs af sértækri
meðferð og því mikilvægt að greina hann rétt
(18,19).
Þessar niðurstöður okkar eru í samræmi við
svipaðar nýlegar erlendar rannsóknir (20,21)
og benda til að æskilegast sé að mæla beinmagn
í þessum aldurshópi (35-65 ára) á báðum þess-
um mælistöðum sé þess kostur.
í aldurshópi eldri en 65 ára getur orðið fölsk
hækkun á beinmagnsmælingum í lendliðbolum
ef mælingin er gerð framan eða aftan frá (ant.
post.) vegna slitgigtarbreytinga, kölkunar í ós-
æð og fleira (22,23). Þess vegna var þessi ald-
urshópur ekki tekinn með í okkar rannsóknar-
hóp. Rannsóknir á aldurshópi eldri en 65 ára
hafa sýnt að mælingar á beinmagni í lærleggs-
hálsi hafa mest forspárgildi um brot á þessum
stað og eykst áhættan 2,7-faIt fyrir hvert staðal-
frávik neðan aldursbundins meðaltals (7,8). í
aldurshópnum eldri en 65 ára er því líklegt að
mæling á beinmagni í lærleggshálsi hafi mest
gildi en mæling á lendliðbolum getur þó verið
gagnleg þegar ekki eru til staðar þeir þættir
sem trufla mælingar samkvæmt ofanskráðu.
Mæling á hryggjarliðbolum frá hlið kemur að
nokkru leyti í veg fyrir skekkju af völdum slit-
gigtar og kann því sú mæling að hafa vaxandi
notagildi í eldri aldurshópum (24).
Fylgnin milli beinmagnsmælinga í fram-
handlegg og lendaliðbolum eða lærleggshálsi
hefur að jafnaði reynst r<0,5 (5) og reyndist
svo í takmörkuðum undirhópi í okkar rann-
sókn. Við teljum því minni ástæðu til mælingar
á framhandleggsbeinum að jafnaði enda þótt
slík mæling hafi vissulega reynst hafa forspár-
gildi um beinbrot (6,7). Slík mæling kynni því
helst að hafa verulegt notagildi þegar mæling á
lendliðbolum eða lærleggshálsi er útilokuð
vegna hryggskekkju, slæmrar slitgigtar eða
gerviliðar í báðum mjöðmum (25). Bent hefur
verið á að framhandleggsmæling sé ónothæf til
mats á árangri meðferðar með bisfosfónat lyfj-
um sem leiðir til hækkaðrar beinþéttni í lend-
hrygg og lærleggshálsi en mun síður í fram-
handlegg (26).
Flestar rannsóknir benda því til að áður en
gefin séu ráð um lyfjameðferð við beinþynn-
ingu (eða fullyrt að hennar sé ekki þörf) sé
æskilegt að hafa til hliðsjónar beinmagnsmæl-
ingu á fleiri en einum stað og þá helst á þeim
stöðum sem mestu máli skiptir með tilliti til
beinþynningar. það er lendhrygg og lærleggs-
hálsi (20,21).
Það skal þó undirstrikað að slíkar bein-
magnsmælingar eru mælingar á áhættuþætti
fyrir beinbrotum á svipaðan hátt og blóðþrýst-
ingur er áhættuþáttur fyrir heilaáfalli og kólest-
eról fyrir kransæðasjúkdómum. Bent hefur
verið á að sem slík sé beinmagnsmæling að
minnsta kosti jafngild mælingu á áðurnefndum
áhættuþáttum æðasjúkdóma (12,19). Hins veg-
ar verður ávallt að túlka niðurstöður bein-
magnsmælinga með hliðsjón af viðkomandi
einstaklingi og með takmarkanir mælingarinn-
ar í huga (23).