Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
629
útu. Flotinu var hellt ofan af botnfallinu og því
hent en botnfallið leyst upp í 8 ml af mettaðri
MgS04 lausn (eðlisþyngd 1,26) og þessari
blöndu hellt í 10 ml tilraunaglas sem síðan var
barmafyllt með mettaðri MgS04 lausn. Þekju-
gleri var komið fyrir ofan á tilraunaglasinu í 20
mínútur meðan egg, þolhjúpar og lirfur fljóta
upp að yfirborðinu. Þekjuglerið var flutt var-
lega yfir á smásjárgler og sníkjudýra leitað í
dropanum sem loðir neðan á því í ljóssmásjá
við 48, 120 og 600 falda stækkun. Einnig var
sníkjudýra leitað á Mc Master gleri (13) í ljós-
smásjá í sýnum sem tekin voru með dropatelj-
ara efst úr tilraunaglösunum.
B. Skoðun saursýna: í skítnum var leitað að
eggjum sníkjuorma og þolhjúpum einfrumu
sníkjudýra með saltfleytiaðferð (1,13) og
formalín-etýlasetat botnfellingaraðferð (13).
Niðurstöður
Enginn kassanna sem sýni voru tekin úr var
með yfirbreiðslu. Skipt hafði verið um sand
sumarið 1995 í ríflega þriðjungi kassanna.
Meira en ár var liðið frá því að skipt hafði verið
um sand í hinum.
Kattaspor sáust í 20 sandkössum (63%) og
skítur fannst í 21 kassa (66%). Fjöldi skíta í
hverjum kassa var frá einum upp í 12 þar sem
þeir voru flestir. í flestum tilfellum var um
kattaskít að ræða en í að minnsta kosti einum
kassa fannst hundaskítur. Dauð rotta fannst í
sandinum í einum kassa.
Alls fundust fimm tegundir sníkjudýra í
kössunum; þrjár tegundir spóluorma og tvær
tegundir einfrumu sníkjudýra.
Við skoðun á sandsýnum fundust egg katta-
spóluorms T. cati (mynd 1) í þremur kössum
(9%), egg „ljónaspóluormsins" Toxascaris
leonina í tveimur kössum (6%) og egg hunda-
spóluormsins T. canis í einum kassa (3%).
Við skoðun á kattaskítnum fundust þolhjúp-
ar svipudýrsins Giardia sp. og þolhjúpar bog-
frymilsins T. gondii í sitt hvorum kassanum
(5%).
Auk katta- og hundasníkjudýra fundust lirf-
ur frítt lifandi þráðorma af ættkvíslinni Rhab-
tidis í öllum kössunum nema fjórum (88%).
Ymsir hryggleysingjar sem ekki eru snfkjudýr,
og mönnum stafar engin hætta af, fundust
einnig í flestum kössum.
Umræða
T. cati, T. canis, T. leonina: Lengi hefur
Fig. 1. Toxocara cati egg with mature second stage larvae.
Photo: Karl Skírnisson.
verið vitað að kettir, hundar og refir á íslandi
væru með spóluorma. Danski læknirinn H.
Krabbe fann kattaspóluorm í 16 köttum af 31
og hundaspóluorm í tveimur af 100 hundum
sem hann krufði hér á landi árið 1863 (3). Ný-
legar rannsóknir á sníkjudýrum katta á höfuð-
borgarsvæðinu sýndu að áttundi hver köttur
var með kattaspóluorm (2). „Ljónaspóluorm-
urinn“ er algengur í köttum og refum hér á
landi (14) en hann lifir ekki í mönnum (1).
Egg katta- og hundaspóluorma berast með
saur hýslanna út í umhverfið. A nokkrum vik-
um eða mánuðum þroskast í egginu lirfa sem
skiptir einu sinni um ham og verður að annars
stigs lirfu. Þroskatíminn fer eftir hita- og raka-
stigi umhverfisins og geta lirfurnar lifað inni í
eggjunum (mynd 1) mánuðum og jafnvel árum
saman.
Berist egg með þroskaðri lirfu niður í melt-
ingarveg manna (eða annarra dýrategunda,
meðal annars húsdýra) rofnar egghjúpurinn og
annars stigs lirfan borar sig út úr þörmunum
inn í blóðrásina. Lirfan þroskast ekki frekar né
stækkar í manninum en yfirgefur blóðrásina út
í vefjum eða líffærum og við tekur flakk í lík-
amanum (visceral larva migrans). Stundum
geta lirfur endað í auga (ocular larva migrans)
og valdið sjóntruflunum (1,15-18). Erlendar at-
huganir hafa sýnt að slíkt lirfuflakk kemur
einkum fram í börnum sem setja upp í sig sand
og mold eða hafa umgengist hvolpa eða kett-
linga sýkta af spóluormum (1,15-21).
Sjúkdómsgreining er tiltölulega auðveld
þegar lirfurnar sjást í augum en yfirleitt er erfitt