Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 3
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
615
LÆKNABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
9. tbl. 82. árg. September 1996
Útgefandi:
Læknafélag íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Aðsetur og afgreiðsla:
Hlíðasmári 8 - 200 Kópavogur
Símar:
Skiptiborð:
Lífeyrissjóður
Læknablaðið:
Bréfsími (fax)
Tölvupóstur:
Ritstjórn:
Guðrún Pétursdóttir
Gunnar Sigurðsson
Hróðmar Helgason
Jóhann Ágúst Sigurðsson
Vilhjálmur Rafnsson ábm.
Ritstjórnarfulltrúi:
Birna Þórðardóttir
Auglýsingar:
Margrét Aðalsteinsdóttir
Ritari:
Ásta Jensdóttir
Upplag: 1.500
Áskrift: 6.840,- m/vsk.
Lausasala: 684,- m/vsk.
© Læknablaðið, Hlíðasmára 8,
200 Kópavogur, sími 564 4104.
Blað þetta má eigi afrita með
neinum hætti, hvorki að hluta né í
heild án leyfis.
Prentun og bókband:
Prentsmiðjan Graffk hf.
Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur.
Pökkun:
Plastpökkun, Skemmuvegi 8,
200 Kópavogur.
ISSN: 0023-7213
564 4100
564 4102
564 4104
564 4106
journal@icemed.is
Fræðigreinar
Ritstjórnargrein:
Kostnaður sparnaðar:
Ásgeir Haraldsson ......................... 618
Mismikil beinþynning í lendhrygg og lærleggshálsi:
Gunnar Sigurðsson, Díana Óskarsdóttir ..... 621
Beinmagnsmælingar í lendiiðbolum og lærieggshálsi hafa veru-
legt forspárgildi um beinbrot á þessum stöðum. Kannað var hjá
331 konu hversu vel mæling á öðrum staðnum gæti sagt til um
beinmagn á hinum staðnum í áhættuhópi íslenskra kvenna.
Benda niðurstöður til þess að æskilegt sé að mæla beinmagn
bæði í lendhrygg og lærleggshálsi við mat á beinþynningu
kvenna í aldurshópnum 35-65 ára.
Um katta- og hundasníkjudýr í sandkössum:
Heiðdís Smáradóttir, Karl Skírnisson ........... 627
Kannað var hvaða sníkjudýr er að finna í sandkössum á leik-
svæðum barna og rætt um hættu sem mönnum stafar af hunda-
og kattasníkjudýrum. Leitað var í 32 kössum og fundust þrjár
tegundir sníkjudýra í 6 kössum. Geta þau lifað í mönnum og
valdið sjúkdómum. Brýnt er að koma í veg fyrir að kettir og
hundar skíti í sandkassa og bent er á nauðsyn þess að skipta
árlega um sand þar sem egg og þolhjúpar geta verið smithæf
svo mánuðum og jafnvel árum skiptir.
Slagbilsóhljóð aldraðra á íslensku bráðasjúkrahúsi.
Algengi, orsakir og áreiðanleiki klínískrar greiningar:
Tryggvi Þ. Egilsson, Torfi F. Jónasson,
Gizur Gottskálksson, Pálmi V. Jónsson .......... 636
Metin voru faraldsfræði, orsakir, næmi og sértækni klínísks mats
slagbilsóhljóða aldraðra. Slagbilsóhljóð greindust hjá 53% átt-
ræðra og eldri og eru þau algengari hjá konum en körlum.
Ósæðarþröng og míturlokuleki eru tíð en ósæðariokukölkun þó
algengust í þeim sem hafa slagbilsóhljóð. Tvívíddar og Doppler
ómun af hjarta er mikilvæg til greiningar lokusjúkdóma en næmi
klínískrar skoðunar er ábótavant.
Hjartaskurðaðgerðir á börnum á íslandi 1990-1995:
Gunnlaugur Sigfússon, Hróðmar Helgason,
Bjarni Torfason................................. 642
Gerð er grein fyrir hjartaskurðaðgerðum á börnum hérlendis árin
1990-1995. Gengust alls 26 börn undir 28 aðgerðir, átta opnar og
20 lokaðar. Árangur er sambærilegur við árangur erlendis af
svipuðum aðgeröum. Líkur benda til að hagkvæmni í starfsemi
af þessu tagi sé mikil hér á landi og með henni aukist öryggi
barna með meðfædda hjartagalla.
Tveir tréfætur:
Atli Þór Ólason ................................ 648
Greint er frá sjúkrasögu manns á Vestfjörðum sem fékk fótar-
mein af völdum þröngra stígvéla. Ökklaliður sýktist af berklum
og var reynt að eyða sýkingunni með liðnámi ökklaliðs. Drep
kom í aðgerðarsvæðið og var að taka fótinn af neðan hnés. Lýst
er tveimur tréfótum sem smíðaðir voru fyrir hann hérlendis.