Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 639 Table 11. Sensitivity and specificity of clinical evaluation in tlie diagnosis of valve diseases. 2-D and Doppler echo-cardiography result Resident Geriatrician Cardiologist Aortic sclerosis sensitivity % 54 55 56 specificity % 85 92 92 Aortic stenosis sensitivity % 62 100 87 specificity % 73 77 71 Mitral regurgitation sensitivity % 44 24 52 specificity % 69 90 97 höfðu míturlokuleka, auk ósæðarlokukölkun- ar eða ósæðarþröngar. Þrjátíu og tveir sjúk- lingar (56%) (átta karlar og 24 konur) höfðu ósæðarlokukölkun eða ósæðarlokuþröng án merkjanlegs míturlokuleka. Kynjahlutfall ósæðarlokukölkunar, ósæðar- þröngar og míturlokuleka var sambærilegt við kynjahlutfall þeirra 153 sjúklinga sem voru hlustaðir. Ekki var marktækur munur á púlsþrýstingi hjá þeim sem höfðu ósæðarþröng samanborið við þá sem höfðu þrýstifall um ósæðarloku <30 mmHg, hvort sem um var að ræða púlsþrýsting liggjandi (69 og 69 mmHg), eftir einnarmínútu stöðu (49 og 56 mmHg) eða eftir þriggja mín- útna stöðu (60 og 56 mmHg). Slagbilsþrýsting- ur (liggjandi) var einnig sambærilegur (140 og 139 mmHg). Ekki var heldur marktækur mun- ur á fjölda þeirra sem fékk stöðubundið þrýst- ingsfall, það er lækkun slagbilsþrýstings um að minnsta kosti 20 mmHg í að minnsta kosti þrjár mínútur (einn af sjö sjúklingum með ósæðar- þröng og 12 af hinum 42 sjúklingunum sem blóðþrýstingsfall var metið hjá). Meðaltal af veggþykkt bakveggjar og skil- veggjar í lok hlébils var marktækt meira hjá sjúklingum sem höfðu ósæðarþröng (1,45±0,2 cm) en öðrum í rannsókninni (1,29±0,2 cm) (p>0,05). Hjá 12 sjúklingum án ósæðarþröng- ar varð veggþykktin ekki mæld, 11 þeirra höfðu ekki hjartavöðvastækkun, nretið sjónrænt (miðað við 1,2 crn þykkt), svo að líklega var meðaltal fyrir alla án ósæðarþröngar <1,29 cm. Nœmi og sértœki: Skráð var klínískt mat öldrunarlæknis fyrir 50 sjúklinga og hjarta- læknis fyrir 56 sjúklinga. Af þeirn átta sjúkling- um sem höfðu ósæðarþröng greindi deildar- læknir fimm þeirra en missti af greiningu þriggja, hjartalæknir greindi sjö þeirra en missti af greiningu eins, og öldrunarlæknir greindi sjö þeirra en náði ekki að hlusta þann áttunda, þann sem hjartalæknir og deildar- læknir höfðu vangreint. Næmi og sértæki klín- ískrar skoðunar eru sýnd í töflu II. Umræður I þessari rannsókn heyrðust slagbilsóhljóð hjá 53% sjúklinga áttræðra og eldri sem hlust- aðir voru og er það á svipuðum nótum og nið- urstöður annarra rannsókna hafa sýnt (1-3). Ef gengið er út frá því að þeir 16 sjúklingar sem útilokaðir voru frá rannsókninni, aðallega vegna þekktra hjartalokusjúkdóma, hafi haft slagbilsóhljóð og hinir 44 sem ekki voru hlust- aðir hafi haft slagbilsóhljóð með svipuðu al- gengi og þeir 153 sjúklingar sem voru hlustaðir, er ekki ólíklegt að algengi slagbilsóhljóða í þessum aldurshópi sé ívið meira en niðurstöð- urnar segja til um, eða um 55-57%. Konur höfðu marktækt oftar slagbilsóhljóð (61%) en karlar (40%). Þrátt fyrir það var ekki marktækur munur á kynjahlutfalli mismunandi lokusjúkdóma greinda með hjartaómun og kynjahlutfalli hlustaðra sjúklinga. Slá verður nokkra varnagla við faraldsfræðilegri niður- stöðu rannsóknarinnar. Sjúklingarnir voru bráðveikir. Undir þeim kringumstæðum heyr- ast stundum trauðla hjartaóhljóð sem leyndu sér ekki undir eðlilegum kringumstæðum. Há- vær öndunarhljóð astma sjúklings geta truflað hlustun og lækkað útfallsbrot í hjartabilun get- ur dempað óhljóð sem ella heyrðist. Fyrr á árum voru hjartahljóðrit nauðsynlegur þáttur í rannsókn á lokusjúkdómum. Á síðari árum með tilkomu Dopplerómunar hafa hjarta- hljóðrit nánast horfið af sjónarsviðinu og svo er einnig með tæknibúnað sem tii þarf og þá kunnáttu sem þarf til að framkvæma rannsókn- ina. Aðalgagnsemi hjarthljóðritunar er fyrst og fremst hvað varðar lágtíðnióhljóð en gildi þeirra er mun minna til nákvæmrar greiningar á hátíðnióhljóðum. Þótt hjartahljóðritun hefði vissulega styrkt þessa rannsókn þá endur- speglar hún tæpast klínískan veruleika í dag. Einnig hefði verið æskilegt að auk deildarlækn- is hefðu sérfræðingarnir hlustað sjúklingana sem lögðust inn á rannsóknartímabilinu. Þrátt fyrir þessa varnagla sýnir rannsóknin hversu algeng slagbilsóhljóð eru meðal bráðveikra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.