Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 22
632 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 hentir eigendum. Talið er að Giardia tegundin sem finnst í hundum fari ekki í menn (1). C. parvum: Ekki var leitað sérstaklega að C. parvum í þessari rannsókn. Gródýr þetta veld- ur iðulega tímabundnum niðurgangi í mönnum sem og mörgum öðrum tegundum spendýra. Sníkjudýrið hefur þegar verið staðfest í folöld- um, kálfum, lömbum, kettlingum og grísum hér á landi. Væntanlega er það hér einnig í hundum þótt það hafi enn ekki verið staðfest (12). Sníkjudýrið getur hæglega borist úr þess- um dýrategundum í menn hérlendis og mestar líkur eru á að smitast af ungviði þessara dýra- tegunda (12). Athuganir á sandkössum: Sambærilegar at- huganir hafa meðal annars verið gerðar á sand- kössum í Kansas í Bandaríkjunum, í Osló, Prag, Vínarborg sem og í nokkrum borgum í Þýskalandi. Hæsta smithlutfallið fannst í Míinchen en þar fundust spóluormaegg í 87% af 160 sandkössum sem leitað var í. Annars staðar var tíðnin lægri; 39% í Kansas, 38,5% í Osló, 24,5% í Hannover, 22,2% í Cottbus, 18% í Prag, 10% í Berlín og 2,9% í Vínarborg (22,23). íslensku niðurstöðurnar sem leiddu í Ijós spóluormaegg í 12,5% sandkassanna eru í þess- um samanburði í lægri kantinum. Um er að ræða lágmarksgildi því ekki er víst að tekist hafi að staðfesta smit í öllum kössunum þar sem egg eða þolhjúpar voru raunverulega fyrir hendi. Smitmagn í sandkössum er væntanlega breytilegt eftir árstímum; minnst að sumri eftir að skipt hefur verið um sand í kössum en mest að vori þegar frost er farið úr jörðu og sókn katta í sandkassa til að grafa þar skít minnkar. I þessari rannsókn voru sýni tekin að hausti áður en jarðvegur hafði náð að frjósa nema í stuttan tíma í senn. Nokkrum mánuðum áður hafði verið skipt um sand í þriðjungi kassanna. Til- tölulega lítið smitmagn í kössunum kom því tæplega á óvart. Fróðlegt væri að rannsaka sandkassa hér á landi að vorlagi og kanna hvort smitmagn eykst í kössunum yfir vetrarmánuð- ina. Erlendar athuganir ájarðvegssýnum: Erlend- is hefur víða verið leitað að spóluormseggjum í jarðvegssýnum sem tekin hafa verið á svæðum þar sem hundaeigendur fara reglulega um til að viðra hundana og láta þá skíta. Sýni voru tekin á gangstígum, á hvfldarstöðum við hrað- brautir, á opnum grasflötum, í almennings- görðum og á svæðum þar sem hundar eru þjálf- aðir. Hlutfall spóluormamengaðra jarðvegs- sýna var mismunandi á rannsóknarsvæðunum. Lægsta smithlutfallið, um 5%, fannst í einka- görðum í Skotlandi (24), í almenningsgörðum í London (25) og á opnum svæðum og leiksvæð- um í Vínarborg (22). Hæsta smittíðnin, 66%, fannst aftur á móti einnig í almenningsgarði í London (25). Smithlutfallið í öðrum athugun- um sem gerðar hafa verið nýlega var 7,1% í almenningsgörðum í Leeds (26), 11,1% í al- menningsgörðum í Glasgow (27), 12,1% í al- menningsgörðum og á leiksvæðum í Prag (28), 15% í almenningsgörðum og á hvíldarstöðum við hraðbrautir í Kansas (29), 27% í almenn- ingsgarði í Zagreb (30) og 50% í almennings- garði í París (31). í þessari rannsókn fundust egg hundaspólu- orms í sandkassa á einum leikskóla í Reykja- vík. Þar sem eggin eru upprunnin úr hundaskít virðast reglur hafa verið brotnar sem kveða á um að hundum eigi að vera meinaður aðgang- ur að leikskólum og gæsluvöllum. Leiðirtil árbóta: Mikilvægt er að fræða katta- og hundaeigendur um lífsferla sníkjudýranna sem gæludýr þeirra geta borið, sjúkdómana sem þau geta valdið og hvernig hægt er að minnka líkurnar á að frumdýr eða egg spólu- orma geti borist úr köttum og hundum í menn. Líkurnar á smiti standa ótvírætt í hlutfalli við fjölda katta og hunda í landinu. Fækkun katta og hunda yrði því til að minnka líkur á smiti í mönnum. Hvað spóluormasmit snertir stafar mest hætta frá hvolpum og kettlingum, áður en þeir hafa náð að mynda ónæmi gegn spóluormun- um. Þá getur hver ormur verpt allt að 200.000 eggjum á dag og mikið smit náð að magnast upp í umhverfi katta og hunda (1). Reglulegar ormalyfjagjafir, sem drepa fullorðna spólu- orma í meltingarvegi, minnka því verulega lík- urnar á að ormaegg berist út í umhverfið. Við endurteknar sýkingar mynda hundar og kettir smám saman ónæmi gegn spóluormun- um. Spóluormar hafa þó þróað afar árangurs- ríka aðferð til að smita hvolpa og kettlinga ef mæðurnar eru sýktar. Þótt kynþroska spólu- ormar séu ekki lengur til staðar í meltingarvegi hunda eða katta getur engu að síður mikið af annars stigs lirfum verið í vefjum eða líffærum þeirra. Lirfurnar eru í dvala og bíða eftir að tíkin eða læðan eignist afkvæmi. Hormóna- breytingar samfara meðgöngu og mjólkur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.