Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1996, Side 22

Læknablaðið - 15.09.1996, Side 22
632 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 hentir eigendum. Talið er að Giardia tegundin sem finnst í hundum fari ekki í menn (1). C. parvum: Ekki var leitað sérstaklega að C. parvum í þessari rannsókn. Gródýr þetta veld- ur iðulega tímabundnum niðurgangi í mönnum sem og mörgum öðrum tegundum spendýra. Sníkjudýrið hefur þegar verið staðfest í folöld- um, kálfum, lömbum, kettlingum og grísum hér á landi. Væntanlega er það hér einnig í hundum þótt það hafi enn ekki verið staðfest (12). Sníkjudýrið getur hæglega borist úr þess- um dýrategundum í menn hérlendis og mestar líkur eru á að smitast af ungviði þessara dýra- tegunda (12). Athuganir á sandkössum: Sambærilegar at- huganir hafa meðal annars verið gerðar á sand- kössum í Kansas í Bandaríkjunum, í Osló, Prag, Vínarborg sem og í nokkrum borgum í Þýskalandi. Hæsta smithlutfallið fannst í Míinchen en þar fundust spóluormaegg í 87% af 160 sandkössum sem leitað var í. Annars staðar var tíðnin lægri; 39% í Kansas, 38,5% í Osló, 24,5% í Hannover, 22,2% í Cottbus, 18% í Prag, 10% í Berlín og 2,9% í Vínarborg (22,23). íslensku niðurstöðurnar sem leiddu í Ijós spóluormaegg í 12,5% sandkassanna eru í þess- um samanburði í lægri kantinum. Um er að ræða lágmarksgildi því ekki er víst að tekist hafi að staðfesta smit í öllum kössunum þar sem egg eða þolhjúpar voru raunverulega fyrir hendi. Smitmagn í sandkössum er væntanlega breytilegt eftir árstímum; minnst að sumri eftir að skipt hefur verið um sand í kössum en mest að vori þegar frost er farið úr jörðu og sókn katta í sandkassa til að grafa þar skít minnkar. I þessari rannsókn voru sýni tekin að hausti áður en jarðvegur hafði náð að frjósa nema í stuttan tíma í senn. Nokkrum mánuðum áður hafði verið skipt um sand í þriðjungi kassanna. Til- tölulega lítið smitmagn í kössunum kom því tæplega á óvart. Fróðlegt væri að rannsaka sandkassa hér á landi að vorlagi og kanna hvort smitmagn eykst í kössunum yfir vetrarmánuð- ina. Erlendar athuganir ájarðvegssýnum: Erlend- is hefur víða verið leitað að spóluormseggjum í jarðvegssýnum sem tekin hafa verið á svæðum þar sem hundaeigendur fara reglulega um til að viðra hundana og láta þá skíta. Sýni voru tekin á gangstígum, á hvfldarstöðum við hrað- brautir, á opnum grasflötum, í almennings- görðum og á svæðum þar sem hundar eru þjálf- aðir. Hlutfall spóluormamengaðra jarðvegs- sýna var mismunandi á rannsóknarsvæðunum. Lægsta smithlutfallið, um 5%, fannst í einka- görðum í Skotlandi (24), í almenningsgörðum í London (25) og á opnum svæðum og leiksvæð- um í Vínarborg (22). Hæsta smittíðnin, 66%, fannst aftur á móti einnig í almenningsgarði í London (25). Smithlutfallið í öðrum athugun- um sem gerðar hafa verið nýlega var 7,1% í almenningsgörðum í Leeds (26), 11,1% í al- menningsgörðum í Glasgow (27), 12,1% í al- menningsgörðum og á leiksvæðum í Prag (28), 15% í almenningsgörðum og á hvíldarstöðum við hraðbrautir í Kansas (29), 27% í almenn- ingsgarði í Zagreb (30) og 50% í almennings- garði í París (31). í þessari rannsókn fundust egg hundaspólu- orms í sandkassa á einum leikskóla í Reykja- vík. Þar sem eggin eru upprunnin úr hundaskít virðast reglur hafa verið brotnar sem kveða á um að hundum eigi að vera meinaður aðgang- ur að leikskólum og gæsluvöllum. Leiðirtil árbóta: Mikilvægt er að fræða katta- og hundaeigendur um lífsferla sníkjudýranna sem gæludýr þeirra geta borið, sjúkdómana sem þau geta valdið og hvernig hægt er að minnka líkurnar á að frumdýr eða egg spólu- orma geti borist úr köttum og hundum í menn. Líkurnar á smiti standa ótvírætt í hlutfalli við fjölda katta og hunda í landinu. Fækkun katta og hunda yrði því til að minnka líkur á smiti í mönnum. Hvað spóluormasmit snertir stafar mest hætta frá hvolpum og kettlingum, áður en þeir hafa náð að mynda ónæmi gegn spóluormun- um. Þá getur hver ormur verpt allt að 200.000 eggjum á dag og mikið smit náð að magnast upp í umhverfi katta og hunda (1). Reglulegar ormalyfjagjafir, sem drepa fullorðna spólu- orma í meltingarvegi, minnka því verulega lík- urnar á að ormaegg berist út í umhverfið. Við endurteknar sýkingar mynda hundar og kettir smám saman ónæmi gegn spóluormun- um. Spóluormar hafa þó þróað afar árangurs- ríka aðferð til að smita hvolpa og kettlinga ef mæðurnar eru sýktar. Þótt kynþroska spólu- ormar séu ekki lengur til staðar í meltingarvegi hunda eða katta getur engu að síður mikið af annars stigs lirfum verið í vefjum eða líffærum þeirra. Lirfurnar eru í dvala og bíða eftir að tíkin eða læðan eignist afkvæmi. Hormóna- breytingar samfara meðgöngu og mjólkur-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.