Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 7 Ritstjórnargrein íslenskar rannsóknir á krabbameinum í brjóstum Á síðari helmingi þessarar aldar hafa verið gerðar gróskumiklar rannsóknir í faraldsfræði brjóstakrabbameina á íslandi. Þetta má að nokkru rekja til aukins skilnings lækna og ann- arra fræðimanna á mikilvægi faraldsfræðinnar. Áður voru rannsóknir á orsökum sjúkdóma stundaðar í mörgum greinum læknisfræðinnar, en þó kannske mest af meinafræðingum sem í daglegum störfum sínum fengust við leit að orsökum sjúkdóma í einstaklingum. Með til- komu faraldsfræðinnar hefur áhuginn beinst að orsökum sjúkdóma í hópum fólks. Nokkrar vörður á þessari leið má benda á. Krabbameinsfélögin stofnuðu Krabbameins- skrána árið 1954 og hefur hún verið grundvöll- ur þessara rannsókna. Leitarstöð krabba- meinsfélaganna tók til starfa áratugi síðar, en hún hefur safnað markverðum upplýsingum um ýmsa áhættuþætti brjóstakrabbameina. Af þeim toga eru greinar um áhættuþætti tengda tíðablæðingum kvenna. I þeim flokki eru all- margar greinar sem voru meðal þeirra fyrstu sem sýndu fram á að aukinn barnafjöldi minnkar líkur á krabbameinum í brjóstum, en áður hafði verið sýnt fram á að hár aldur við upphaf blæðinga væri áhættuþáttur. Nýlega er komin út grein um það umdeilda atriði hvort notkun getnaðarvarnalyfja auki hættu á krabbameinum í brjóstum í litlum vel skil- greindum hópum. Hóprannsókn Hjartaverndar hófst árið 1966. Hóprannsóknin hefur verið grundvöllur margvíslegra rannsókna auk rannsókna á æða- og hjartasjúkdómum, þar sem hinn vel skil- greindi hópur gagnast mjög vel. Niðurstöður af samvinnu Hjartaverndar og Krabbameins- skrárinnar hafa meðal annars gefið upplýsing- ar um hæð og þyngd sem áhættuþátt brjósta- krabbameina. Erfðafræðinefnd Háskóla íslands tók til starfa um svipað leyti. Nefndin hefur lagt til upplýsingar sem á hafa verið byggðar rann- sóknir á fjölskyldugengi krabbameina, og hafa niðurstöður um ættingja sjúklinga með brjósta- krabbamein fengið mikla athygli. Upplýsingar Erfðafræðinefndar HI eru einnig grundvöllur rannsókna í sameindaerfðafræði. Þar hafa tvær rannsóknarstofur verið mjög afkastamiklar á síðustu árum. Þetta eru frumulíffræðideild Rannsóknastofu Háskóla Islands í meinafræði og Rannsóknastofa Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði. Hvor um sig hafa þessar rannsóknarstofur sent frá sér tugi greina um sameindaerfðafræði brjóstakrabbameina og niðurstöður þeirra hafa nýst til staðsetning- ar BRCAl og BRCA2 genanna. Þær hafa varpað ljósi á starfsemi P53 gensins og þess prótíns sem það gen stjórnar framleiðslu á, og sýnt fram á að BRCA2 genið á hlut að krabba- meinum í brjóstum karla. Ekki má hætta við þessa upptalningu á vörð- um við veg íslenskra rannsókna á krabbamein- um í brjóstum án þess að geta um doktorsrit- gerð Gunnlaugs Snædal. í ritgerðinni er gerð grein fyrir öllum tilfellum brjóstakrabbameina sem fundist höfðu á fyrri hluta aldarinnar. Þannig hefur verið hægt að áætla nýgengi brjóstakrabbameina frá 1910 og bæta þannig framan við það tímabil sem upplýsingar Krabbameinsskrárinnar spanna. Miklar vonir eru bundnar við að áframhald verði á mikilvægum niðurstöðum íslenskra fræðimanna um orsakir brjóstakrabbameina. Hrafn Tulinius
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.