Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
31
Fig. \.MC Photographs ofthe mite Cheyletiellaparasitovorax from a Persian cat in Iceland. a. Adult male (bottom right) and an
adult female (top left). Note the size difference ofthe sexes. b. The anterior part ofafemale. Note the stylet cltelicerae and the
accessory moutliparts that terminate in prominent hooks. c. The global shaped sensory organ on genu I (arrow) is diagnostic of
C. parasitovorax. d. Egg ofC. parasitovorax. Photos: Karl Skírnisson.
sem leysir upp hár og húðflögur en eyðileggur
ekki kítinhjúp mauranna. Lausnin var skilin í
skilvindu við 2000 snúninga í 10 mínútur og
leitað að maurum í botnfallinu í ljóssmásjá. í
báðum sýnunum fundust allmargir maurar og
mauraegg. Við greiningu reyndust maurarnir
vera tegundin C. parasitovorax (mynd la-d).
Clieyletiella maurar
Þrjár tegundir Cheyletiella maura finnast á
köttum erlendis. Algengust þeirra er C. blakei
en sjaldgæfari er C. yasguri sem lifir venjulega
á hundum. C. parasitovorax, tegundin sem
fannst á íslensku köttunum, er aftur á móti
algengust á kanínum. Greint er á milli tegund-
anna eftir mismunandi útliti skynfæris sem
staðsett er á ofanverðum þriðja lið fremsta
fótapars (mynd lc). Tegundirnar eru algengar í
flestum löndum heims (2,3).
Meðal einkenna Cheyletiella maura eru sér-
kennilegir munnlimir sem enda í sterkum klóm
(mynd lb), kambar á fótum (lengst til vinstri,
mynd lb) og oddhvass sograni á haus (mynd
lb). Fullvaxnir maurar eru 0,3-0,4 mm langir
og eru kvendýrin heldur stærri en karldýrin
(mynd la). Eggin eru hlutfallslega stór
(230x100 pm) (mynd ld) og líma kvendýrin
þau með fíngerðum þráðum við hár í feldinum.
Sexfætt lirfa klekst úr egginu og þroskast hún í
áttfætta gyðlu (nymph). Gyðlur sem verða að
kvenmaurum skipta tvisvar um ham en gyðlur
sem verða að karlmaurum hafa einungis ein
hamskipti áður en fullorðinsstigi er náð (4).
Þroskunartíminn frá því að eggi er verpt þar til
fullorðinsstigi er náð tekur þrjár til fimm vikur
og á þroskunin sér eingöngu stað á hýslinum.
Utan feldsins drepast fullorðnir maurar á
nokkrum dögum en kvenmaurarnir geta þó
lifað í umhverfinu í allt að 10 daga þar sem kalt
er. Egg á hárum sem fallið hafa úr feldinum og
liggja í bæli eða annars staðar í umhverfinu eru
oft uppspretta nýsmitunar (2-4).
Maurarnir halda yfirleitt til á hörundi kattar-
ins. Þeir hreyfa sig utan á húðinni í göngum