Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 17 sigg var yrt og óyrt minni mun verra þeim megin, sem upptök floganna voru. Þessi mun- ur var ekki eins áberandi hjá sjúklingunum tveimur með skemmd við möndlukjarna. Allir sjúklingarnir höfðu verri heildarminnisgetu þeim megin sem flogin áttu upptök sín. Umræða: Málgeta flestra er háð starfsemi vinstra heilahvels, hvort sem þeir eru rétthent- ir eða örvhentir. Ef flog með upptök í vinstra heilahveli byrja í barnæsku, getur málgetan flust yfir í hægra heilahvel og er líklegt að það hafi gerst hjá einum sjúklinganna. Bent hefur verið á, að minnisskerðing öðrum megin, sem kemur fram á Wada prófi, sé gagnleg til að staðsetja, hvorum megin flog eiga upptök sín. Niðurstöður okkar styðja þá skoðun. Inngangur Algengi flogaveiki er almennt talin vera um 0,5 af hundraði (1) og má því ætla að um 1300 íslendingar séu flogaveikir. Um það bil 45% flogaveikra eru með alflog (generalized epi- lepsy) og um 55% eru með staðflog (partial epilepsy) (2). Um 80% staðfloga eru talin eiga upptök sín í gagnaugablöðum heilans, einkum í miðlæga hluta þeirra, það er í dreka eða möndlukjarna. Frá því um miðja þessa öld hef- ur skurðaðgerðum verið beitt með góðum ár- angri á valinn hóp síðarnefndu sjúklinganna, þegar lyfjameðferð dugar ekki. Til að valda ekki skaða á málsvæðum heilans, þurfti aðferð til að staðsetja þau. Á árunum fyrir 1950 rannsakaði japanski læknirinn Juhn Wada útbreiðslu flogavirkni hjá sjúklingum sem gefið hafði verið metrazól til að framkalla flog í lækningaskyni (3). Hann notaði natríum amýtal til að hemja flogavirkn- ina. Ef aðeins öðru heilahvelinu var gefið natr- íum amýtal framkallaðist stuttavirk helftar- lömun gagnstæðu megin, jafnframt því sem það olli málstoli þegar lyfið var gefið því heila- hveli sem stjórnaði málgetu. Þessi áhrif natr- íum amýtals hafa síðan verið notuð við rann- sóknir á sjúklingum með flogaveiki og í byrjun einkum til að ákvarða, í hvoru heilahveli mál- stöðvar séu (4). Aðferð þessi fékk nafnið Wada próf eftir upphafsmanni sínum. Fljótlega eftir að farið var að nota Wada próf til undirbúnings fyrir skurðaðgerðir á gagn- augablaði vegna flogaveiki, kom í ljós mikil- vægi þess að geta metið minnisgetu hvors heilahvels fyrir sig. Sæmileg minnisgeta þess hvels sem ekki átti að gera aðgerð á (heilbrigða hvelið), var forsenda þess að hægt væri að nema á brott hluta drekans þeim megin sem flogin áttu upptök sín. Tengsl dreka og nálægra svæða við minnis- getu voru óljós, þar til eftirstöðvar dreka- brottnáms beggja heilahvela komu í ljós fljót- lega eftir 1950. Lengst af hafði starfsemi dreka verið tengd lyktarskyni, en seinna tilfinninga- lífinu og þá sem hluti af hinni svokölluðu Papez taugahringrás (5). Heilaskurðaðgerðir á geð- sjúklingum voru fræðilega réttlættar með til- vitnun í kenningar Papez. Árið 1957 lýstu Sco- ville og Milner (6) minnisskerðingu eftir dreka- brottnám beggja megin, en slík aðgerð hafði verið gerð á 30 geðsjúklingum og einum sjúk- lingi með flogaveiki. Árangur aðgerðarinnar á geðveikieinkennin var enginn. Hins vegar kom í ljós að þegar hluti dreka var fjarlægður beggja megin kom fram minnisskerðing og hún varð því meiri sem meira var tekið af dreka. Pen- field og Milner (7,8) lýstu seinna tveimur sjúk- lingum sem gengist höfðu undir aðgerð á gagnaugablaði öðrum megin en hlutu samt al- varlega minnisskerðingu í kjölfar aðgerðarinn- ar. Við nánari rannsókn kom í ljós að báðir þessir sjúklingar höfðu skemmdan dreka hin- um megin og að nær öll minnisgeta þeirra hafði verið þeim megin sem aðgerðin var gerð. í framhaldi af þessu var í Wada prófinu farið að leggja minnisatriði fyrir sjúklingana til að meta minnisgetu þess heilahvels sem ekki var undir áhrifum lyfsins. Vegna mögulegrar minnis- skerðingar við aðgerðina var mikilvægt að meta, hvernig minnið skiptist á milli heilahvel- anna (9). Sjúklingar með drekaskemmd beggja megin eiga erfitt með eða geta alls ekki lagt ný efnis- atriði á minnið (amnestic syndrome). Getan til að færa minnisatriði yfir í langvarandi minni er skert, en hún byggist á starfsemi dreka. Mál- sérhæfing heilahvelanna kemur einnig fram í þessari starfsemi dreka. Skemmd á vinstri dreka veldur yfirleitt meiri skerðingu á yrtu minni en óyrtu. Skemmd á hægri dreka veldur hinsvegar meiri skerðingu á óyrtu minni, það er minni tengt sjón og rúmi (10). Það hefur sýnt sig að Wada próf getur með ákveðnum líkum sagt til um hvorum megin flog eiga upptök sín og hver árangur aðgerðar verður (11-13). Hvernig tal og minnisgeta eru metin fer eftir því hvar prófið er gert, því engin ein aðferð hefur fest sig í sessi. Nýlega hafa fimm sjúklingar með flogaveiki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.