Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 18
18 LÆKN ABLAÐIÐ 1997; 83 verið rannsakaðir með Wada prófi á Landspít- alanum vegna undirbúnings fyrir aðgerð á gagnaugablaði (14). Efniviður og aðferðir Sjúklingar: Þrjár konur og tveir karlar á aldrinum 27-36 ára voru rannsökuð. Öll höfðu þau langa sögu um flogaveiki sem erfitt hafði verið að halda í skefjum með lyfjum. Tveir sjúklinganna voru jafnhentir, tveir voru rétt- hentir og einn var örvhentur. Rannsókn með heilariti og heilasírita sýndu flókin staðflog (complex partial epilepsy) hjá öllum sjúkling- unum. Upptök floganna voru frá vinstra gagnaugablaði hjá fjórum þeirra, en frá því hægra hjá einum. Tölvusneiðmyndir og segul- ómunarmyndir af heila sýndu merki um dreka- sigg hjá tveimur sjúklinganna en hægra megin hjá einum. Hjá tveimur sjúklinganna sýndi segulómun merki um skemmd (góðkynja æxli) í vinstra gagnaugablaði framan við dreka á möndlukj arnasvæðinu. Undirbúningur: Wada prófið var gert eftir hádegi á röntgendeild Landspítalans. Fyrir há- degi var lagt fyrir sjúklingana mál- og minnis- próf til viðmiðunar. Á sama tíma var reynt að draga úr kvíða sjúklinganna vegna aðgerðar- innar og vegna hræðslu um að standa sig illa á prófinu. Wada próf: Natríum amýtal inndæling til heilahvelanna fór fram líkt og þegar röntgen- mynd er tekin af heilaæðum. Æðaleggur var þræddur upp frá lærslagæð í nára til hálsslag- æðar. Áður en Wada prófið hófst, var tekin röntgenmynd af heilaæðum, sem var eðlileg hjá öllum sjúklingunum. Síðan var 125 mg af natríum amýtali dælt inn í hálsslagæðina, en ávallt var byrjað að skerða starfsemi þess heila- hvels með lyfinu, sem upptök floganna mátti rekja til og aðgerð var fyrirhuguð á. Síðan var tal- og minnispróf lagt fyrir sjúklinginn. Um hálfri klukkustund eftir fyrri inndælinguna var prófið endurtekið á hinu heilahvelinu. Mat á mál- og minnisgetu: Á meðan natríum amýtali var dælt inn var sjúklingurinn beðinn um að halda handleggjunum beint fram og telja aftur á bak. Þremur til sex sekúndum eftir að inndæling hófst, missti sjúklingurinn mátt gagnstæðu megin og hætti að telja ef röskun varð á málgetu. Strax og þetta gerðist voru sjúklingnum sýndir fjórir hlutir sem hann var beðinn um að nefna og eftir það var voru minn- isatriði lögð fyrir hann í formi orða, mynda af algengum hlutum og óhlutbundinna mynda. Til að fylgjast með áhrifum lyfsins var hand- kraftur metinn. Heilarit var skráð allan tím- ann. Þetta tók um fimm mínútur, en þá var beðið 15 mínútur í viðbót eða þar til ástand sjúklings var orðið nokkuð eðlilegt samkvæmt viðtali við hann og mælingu á handstyrk og heilariti. Eftir þessa bið var minni sjúklings athugað á þeim minnisatriðum sem fyrir hann höfðu verið lögð. Síðan var prófið endurtekið hinum megin. Niðurstöður Allir sjúklingarnir fimm þoldu prófið vel. Tafla I sýnir mál- og minnisgetu hægra og vinstra heilahvels sjúklinganna. Þar sést að hjá einum sjúklingi voru málstöðvar í hægra heila- hveli (sjúklingur 1) og hjá öðrum í báðum (sjúklingur 3). Hjá báðum þessum sjúklingum hafði hægra heilahvel betri yrta minnisgetu. Hjá sjúklingum 2 og 5 var yrt minnisgeta jöfn beggja megin. Hjá sjúklingi 4 var yrt minnis- geta betri vinstra megin. Oyrt minnisgeta var mun betri hægra megin hjá þeim fjórum sjúk- lingum þar sem upptök flogavirkni var í vinstra gagnaugablaði. Hjá þeim sjúklingi sem hafði upptök flogavirkni í hægra gagnaugablaði, var óyrt minnisgeta mun betri vinstra megin. Umræða Hjá langflestum rétthentum og örvhentum einstaklingum eru málstöðvar í vinstra heila- hveli. Þó virðist sem örvhentir hafi í í ýmsum tilfellum málgetu beggja megin. Rasmussen og Milner (15) hafa birt niðurstöður Wada prófs, hvað þetta varðar. Hjá sjúklingum án sögu um vinstri heilaskemmd í æsku voru 96% rétt- hentra með málstöðvar í vinstra heilahveli og hjá örvhentum eða jafnhentum voru stöðvarn- Table I. Language and memory measures of right and left hemisphere dttring Wada testing. Tests of language and memory (min-max score) Patient 1, right/left Patient 2, right/left Patient 3, right/left Patient 4, right/left Patient 5, right/left Language (0-29) 29/6 1 /27 20/27 0/23 12/26 Verbal memory (0-11) 7/1 2/3 7/2 2/9 3/4 Non-verbal memory (0-7) 7/5 7/4 7/3 2/7 6/3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.