Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1997, Side 18

Læknablaðið - 15.01.1997, Side 18
18 LÆKN ABLAÐIÐ 1997; 83 verið rannsakaðir með Wada prófi á Landspít- alanum vegna undirbúnings fyrir aðgerð á gagnaugablaði (14). Efniviður og aðferðir Sjúklingar: Þrjár konur og tveir karlar á aldrinum 27-36 ára voru rannsökuð. Öll höfðu þau langa sögu um flogaveiki sem erfitt hafði verið að halda í skefjum með lyfjum. Tveir sjúklinganna voru jafnhentir, tveir voru rétt- hentir og einn var örvhentur. Rannsókn með heilariti og heilasírita sýndu flókin staðflog (complex partial epilepsy) hjá öllum sjúkling- unum. Upptök floganna voru frá vinstra gagnaugablaði hjá fjórum þeirra, en frá því hægra hjá einum. Tölvusneiðmyndir og segul- ómunarmyndir af heila sýndu merki um dreka- sigg hjá tveimur sjúklinganna en hægra megin hjá einum. Hjá tveimur sjúklinganna sýndi segulómun merki um skemmd (góðkynja æxli) í vinstra gagnaugablaði framan við dreka á möndlukj arnasvæðinu. Undirbúningur: Wada prófið var gert eftir hádegi á röntgendeild Landspítalans. Fyrir há- degi var lagt fyrir sjúklingana mál- og minnis- próf til viðmiðunar. Á sama tíma var reynt að draga úr kvíða sjúklinganna vegna aðgerðar- innar og vegna hræðslu um að standa sig illa á prófinu. Wada próf: Natríum amýtal inndæling til heilahvelanna fór fram líkt og þegar röntgen- mynd er tekin af heilaæðum. Æðaleggur var þræddur upp frá lærslagæð í nára til hálsslag- æðar. Áður en Wada prófið hófst, var tekin röntgenmynd af heilaæðum, sem var eðlileg hjá öllum sjúklingunum. Síðan var 125 mg af natríum amýtali dælt inn í hálsslagæðina, en ávallt var byrjað að skerða starfsemi þess heila- hvels með lyfinu, sem upptök floganna mátti rekja til og aðgerð var fyrirhuguð á. Síðan var tal- og minnispróf lagt fyrir sjúklinginn. Um hálfri klukkustund eftir fyrri inndælinguna var prófið endurtekið á hinu heilahvelinu. Mat á mál- og minnisgetu: Á meðan natríum amýtali var dælt inn var sjúklingurinn beðinn um að halda handleggjunum beint fram og telja aftur á bak. Þremur til sex sekúndum eftir að inndæling hófst, missti sjúklingurinn mátt gagnstæðu megin og hætti að telja ef röskun varð á málgetu. Strax og þetta gerðist voru sjúklingnum sýndir fjórir hlutir sem hann var beðinn um að nefna og eftir það var voru minn- isatriði lögð fyrir hann í formi orða, mynda af algengum hlutum og óhlutbundinna mynda. Til að fylgjast með áhrifum lyfsins var hand- kraftur metinn. Heilarit var skráð allan tím- ann. Þetta tók um fimm mínútur, en þá var beðið 15 mínútur í viðbót eða þar til ástand sjúklings var orðið nokkuð eðlilegt samkvæmt viðtali við hann og mælingu á handstyrk og heilariti. Eftir þessa bið var minni sjúklings athugað á þeim minnisatriðum sem fyrir hann höfðu verið lögð. Síðan var prófið endurtekið hinum megin. Niðurstöður Allir sjúklingarnir fimm þoldu prófið vel. Tafla I sýnir mál- og minnisgetu hægra og vinstra heilahvels sjúklinganna. Þar sést að hjá einum sjúklingi voru málstöðvar í hægra heila- hveli (sjúklingur 1) og hjá öðrum í báðum (sjúklingur 3). Hjá báðum þessum sjúklingum hafði hægra heilahvel betri yrta minnisgetu. Hjá sjúklingum 2 og 5 var yrt minnisgeta jöfn beggja megin. Hjá sjúklingi 4 var yrt minnis- geta betri vinstra megin. Oyrt minnisgeta var mun betri hægra megin hjá þeim fjórum sjúk- lingum þar sem upptök flogavirkni var í vinstra gagnaugablaði. Hjá þeim sjúklingi sem hafði upptök flogavirkni í hægra gagnaugablaði, var óyrt minnisgeta mun betri vinstra megin. Umræða Hjá langflestum rétthentum og örvhentum einstaklingum eru málstöðvar í vinstra heila- hveli. Þó virðist sem örvhentir hafi í í ýmsum tilfellum málgetu beggja megin. Rasmussen og Milner (15) hafa birt niðurstöður Wada prófs, hvað þetta varðar. Hjá sjúklingum án sögu um vinstri heilaskemmd í æsku voru 96% rétt- hentra með málstöðvar í vinstra heilahveli og hjá örvhentum eða jafnhentum voru stöðvarn- Table I. Language and memory measures of right and left hemisphere dttring Wada testing. Tests of language and memory (min-max score) Patient 1, right/left Patient 2, right/left Patient 3, right/left Patient 4, right/left Patient 5, right/left Language (0-29) 29/6 1 /27 20/27 0/23 12/26 Verbal memory (0-11) 7/1 2/3 7/2 2/9 3/4 Non-verbal memory (0-7) 7/5 7/4 7/3 2/7 6/3

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.