Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 42
40 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Umræða og fréttir Hvernig læknar hafa það í vinnunni og hvernig heilsufari lækna er háttað Hópur lækna frá öllum Norð- urlöndunum hittist á fundi í Helsinki 28.-29. nóvember síð- astliðinn og ræddi vinnuaðstæð- ur lækna og um rannsóknir á heislufari lækna. Undirritaður sótti þennan fund en ferða- kostnaður var sumpart greiddur af Læknafélagi Islands (LÍ). Þrjú mál voru einkum til um- fjöllunar. 1. Stuðningsnet: Öll læknafé- lög á Norðurlöndum hafa stuðningsnet. Það verkar þann- ig að læknar geta sjálfir leitað til sérstakra hópa innan félaganna eftir stuðningi eða ráðgjöf í ýmsum málum. I Danmörku hefur stuðningsnetið verið í boði fyrir lækna frá því í maí 1992 og til ársloka 1995 höfðu 445 danskir læknar notað sér þetta. Samsvarandi tala við ís- lenskar aðstæður væri að um 40 læknar hefðu leitað eftir stuðn- ingi eða ráðgjöf hefði LÍ boðið upp á sömu starfsemi og íslensk- ir læknar notað sér hana að sama skapi og danskir starfs- bræður. Astæða þess að menn leita sér ráðgjafar í Danmörku voru helstar: 1. Vandamál tengd vinnunni. 2. Misnotkun áfengis, lyfja eða efna. 3. Geðsjúkdómar eða geðræn vandamál. 4. Akærur eða ásakanir. 5. Fjölskylduvandamál. 6. Líkamlegir sjúkdómar. 7. Fjárhagsvandamál. 8. Ótilgreint. LÍ hefur nú um nokkur ár haft á sínum vegum sérstakan hóp lækna sem veitir læknum stuðning, aðallega ef um fíkni- vanda er að ræða. Ekki er víst að læknum sé almennt kunnugt um hópinn né hvort hann beitir sér eða aðstoðar í öllum þeim vanda sem læknum finnst steðja að sér eins og er til dæmis í Dan- mörku. Rannsóknir á heilsufari læknu: Margt er að gerast á þessu sviði og flest tekur mið af vinnuaðstæðum lækna. 1. Til dæmis má nefna að í Svíþjóð hafa verið hafðar uppi víðtækar stuðningsaðgerðir og dregið úr neikvæðum áhrifum almenns niðurskurðar í heil- brigðiskerfinu á líðan lækna í starfi. Svæðissjúkrahúsið í Öre- bro var fjárhagslega skorið nið- ur um þriðjung. Sú róttæka breyting gekk þolanlega og eiga þessar aðgerðir trúlega þátt í því. 2. Árásir og ofbeldi hefur verið athugað í Svíþjóð. Komið hefur í ljós að ráðist er á lækna 0,18 árásir á einstakling á ári, á hjúkrunarfræðinga 0,40 á ein- stakling á ári. Þetta þýðir að um tveir læknar af hverjum hundr- að verða fyrir líkamlegri árás á ári hverju en um fjórir hjúkrun- arfræðingar af hverjum hundr- að. Lögreglan í Svíþjóð skráir minna af líkamlegum árásum og ofbeldi í heilbrigðisgeiranum en hún skráir vel og rækilega og hefur viðbúnað uppi til að mæta því ef árásum og ofbeldi er beitt gegn lögreglumönnum, heldur til dæmis stuðningsfund ef árás eða ofbeldi á sér stað í vinnu lögreglumanna. 3. Veikindadagar eru tiltölu- lega fæstir meðal lækna af öllum stéttum, athuganir frá öllum Norðurlöndunum sýna þetta. Þetta sýnir sérstöðu lækna sem sjúklinga og er eitt af merkjun- um um hve læknar geta verið erfiðir sjúklingar. 4. Norska læknafélagið hefur sett á fót sérstaka stofnun sem sinnir rannsóknum á heilsufari lækna og tengdum hlutum. Þeir eru í þann veginn að gefa út bók með fjölda niðurstaðna úr rann- sóknum sem stofnunin hefur gert frá 1993. 5. I Danmörku er unnið að dánarmeinarannsókn á lækn- um. Sjálfsmorð eru tíð hjá þeim og kemur það heim við flestar fyrri rannsóknir á læknum sem sýna þó flestar að læknar eru í heild langlífari en aðrir. Þessar staðreyndir um sjálfsmorðin þykja eindregin vísbending um að andlegt álag sé sérstakt fyrir lækna og tengist vinnu þeirra og vinnuaðstæðum. 6. Undirritaður vinnur að dánarmeinarannsókn á læknum þar sem þeir eru bornir saman við lögfræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.