Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 50
46 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Karl G. Kristinsson*, Þórólfur Guðnason**, Eggert Sigfússon***. Þróun sýklalyfjaónæmis og sýklalyfjanotkunar á íslandi Þörf á áframhaldandi aöhaldi Sýklalyfjaónæmi fer hratt vaxandi í heiminum og ógn- ar áframhaldandi verkun sýklalyfja. Á íslandi jókst sýklalyfjaónæmi hjá pneu- mókokkum mjög hratt á ár- unum 1990-1993 og náðu penisillín ónæmir stofnar um 20% nýgengi í pneumó- kokkasýkingum (mynd 1) (1, 2). í framhaldi af því varð talsverð umfjöllun um mikla sýklalyfjanotkun á Islandi og áhrif hennar á sýklalyfjaó- næmi. Rætt var um aðsteðj- andi vanda og mögulegar úr- bætur á læknafundum og ráðstefnum, auk umfjöllun- ar í tímaritum er snerta læknisfræði og heilbrigðis- mál og í almennum fjölmiðl- um. Árið 1991 var sett ný reglugerð sem afnam opin- bera niðurgreiðslu sýkla- lyfja, og minnkaði notkun sýklalyfja nokkuð í kjölfar hennar. Sýklalyfjanotkunin hefur síðan haldið áfram að minnka þrátt fyrir nánast óbreytt verð (mynd 2). I kjölfar reglugerðarbreyting- arinnar varð hlutfallsleg aukning á notkun súlfa-trím- etópríms (eitt ódýrasta sýklalyfið), en hún minnkaði svo aftur 1993. Niðurstöður rannsóknar á áhættuþáttum penisillínónæmis hjá pneu- mókokkum höfðu þá verið kynntar, en þær bentu til Frá sýklafræðideild* og barnadeild** Landspítalans, Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu*** þess að þessi lyfjablanda gæti verið sjálfstæður áhættuþáttur (3). Þetta bendir til þess að áróður gegn ofnotkun sýklalyfja hafi borið árangur, svo og að notkunin minnkaði hlutfalls- lega mest hjá börnum (mynd 3), en umfjöllunin hafði einkum beinst að því að draga úr notkun sýklalyfja við efri loftvegasýkingum hjá börnum. Heimilislæknar og barnalæknar hafa jafn- framt haft á orði að það hafi orðið viðhorfsbreyting hjá foreldrum. í stað þess að ætl- ast til þess að börn þeirra fái sýklalyf við einföldum efri loftvegasýkingum, er nú lík- legra að foreldrar spyrji hvort það sé í raun þörf á að gefa sýklalyf. Það að draga megi úr notkun sýklalyfja í heilu þjóðfélagi, en ekki aðeins á sjúkrahúsum eins og gert hefur verið áður, er afar uppörvandi. En hver eru áhrifin á sýklalyfja- ónæmið? Á árunum 1994 og 1995 hefur penisillínónæmum pneumókokkum farið fækk- andi á íslandi (mynd 1). Ekki er hægt að fullyrða að minnkandi sýklalyfjaónæmi hjá pneumókokkum á þess- um árum sé eingöngu til- komið vegna minnkandi sýklalyfjanotkunar. Það verður þó að telja líklegt, þar sem ekki er vitað til þess að dregið hafi úr öðrum þekktum áhættuþáttum á sama tíma. Þótt ætlunin sé að greina á ítarlegri hátt frá Fig 1. Proportion of pneumoccocci re- sistant to penicillin, cultured from pa- tients, in Iceland 1988-1995. DDD/1000 inhab./day 30 ------------------ 19881989199019911992199319941995 Year Fig 2. Amount (in defined daily dosag- es/1000 inhabitants/day) of antibacte- rials (J01) prescribed in lceland from 1988-1995. DDD/1000 inhab./year Year Fig 3. Amount (in defined daily dosag- es/1000 inhabitants/day) of antibacte- rials (J01) in mixtures prescribed in Iceland from 1988-1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.