Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 48
44 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Frá Félagi ungra lækna Orðsending til unglækna Ágætu félagar, nú þegar gamla árið er kvatt fögnum við jafnframt því nýja og horfum bjartsýn til framtíðar. Framtíð unglækna verður einnig megin- viðfangsefni nýrrar stjórnar FUL. Hér er ekki eingöngu átt við baráttu fyrir bættum kjörum heldur verður staða unglæknis- ins skoðuð í víðara samhengi. Par eru ýmis málefni ofarlega á baugi eins og atvinnuöryggi, vinnutími, vinnufyrirkomulag, hlutverk unglæknis á sjúkrahúsi og staða hans gagnvart öðrum heilbrigðisstarfsmönnum. Skiljanlega verða þó kjara- mál efst á baugi en þegar hefur mikill tími og vinna farið í und- irbúning kröfugerðar. Eiga Helgi Kjartan Sigurðsson og Viðar Magnússon hrós skilið fyrir fórnfúst starf en þeirra bíð- ur nú mikið samningaþóf. Samninganefnd LÍ fyrir laus- ráðna sjúkrahúslækna, sem Helgi og Viðar sitja í fyrir okkar hönd, á einnig þakkir skildar fyrir góðar undirtektir og skiln- ing á kröfum unglækna við samningu kröfugerðarinnar. Kröfur okkar koma þar allar fram en megináhersla verður lögð á grunnkaupshækkun. Kröfugerðin og samninga- nefndin eiga því fullan stuðning FUL. Unglæknar eru aftur á móti markaðir af sögunni þar sem við höfum verið sniðgengnir og ekki fengið leiðréttingu á kjör- um okkar til margra ára. Ekki má ætla að slíkt gerist nú en við munum vera vel á verði og sker- ast í leikinn ef með þarf. Til þess að svo megi vera verða ung- læknar að standa þétt saman og fjölmennaverði til þeirra leitað. Nú er lag. Aðstaða unglækna hefur sjaldan verið betri en án samstöðu og einarðrar afstöðu verður engin breyting. Kröfu- gerðin verður að öðru leyti ekki kynnt hér heldur rædd á opnum félagsfundi. Samfara endurnýj- un kjarasamnings hefur verið rýnt í ýmis ákvæði er varða ýmis félagsleg og lagaleg réttindi unglækna en þau verða kynnt síðar. Helgi Hafsteinn Helgason, formaður FUL EES-vinnumiðlun opnuð á íslandi Skrifstofan er staðsett hjá Vinnumiðlun Reykjavíkur- borgar að Engjateigi 11. Þjónustu EES-vinnumiðlun- ar má skipta í þrjá meginþætti. í fyrsta lagi er veitt almenn upp- lýsingaþjónusta varðandi lífs- og atvinnuskilyrði í EEs-lönd- unum. í öðru lagi er veitt aðstoð við atvinnuleitendur sem hafa áhuga á að starfa í öðru EES- landi. I því sambandi er rétt að vekja athygli á því að leit að störfum fyrir atvinnuleitendur takmarkast við þau störf sem eru auglýst í EURES-kerfinu á hverjum tíma. í þriðja lagi er veitt aðstoð við vinnuveitendur á íslandi sem hafa áhuga á að ráða starfsmann frá öðru EES- landi. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 588 2580. Úr fréttatilkynningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.