Læknablaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 20
20
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Meðferð geðklofasjúklinga
með forðalyfjum
Yfirlitsgrein
Garðar Sigursteinsson, Kristófer Þorleifsson
Sigursteinsson G, Þorleifsson K
Treatment of schizophrenic patients with depot-neu-
roleptics
Læknablaðið 1997; 83: 20-9
During almost four decades neuroleptic drugs have
been the main weapon in doctor’s armamentarium
against schizophrenia and some other major psychi-
atric disorders. In Iceland seven different depot-
neuroleptics from three subgroups are used. The
main indication for depot-neuroleptics is to insure
that the patient gets the prescribed amount of medi-
cation and to prevent a relapse from noncompli-
ance. Depot-neuroleptics have the same side effects
as neuroleptics in general. The main focus in this
paper is on the following side effects: Extrapyrami-
dal symptoms, tardive dyskinesia, psychic symp-
toms and neuroleptic malignant-syndrome.
Correspondence: Garðar Sigursteinsson, Depart-
ment of Psychiatry, Landspítalinn, National Uni-
versity Hospital, 101 Reykjavík.
Ágrip
í greininni er fjallað um sefandi lyf (neurol-
eptic drugs) sem verið hafa helsta vopn lækna
gegn einkennum geðklofa og ýmsum öðrum
alvarlegum geðsjúkdómum í rúm 40 ár. Höf-
uðáhersla er lögð á notkun sefandi lyfja í forða-
formi, en meginábending fyrir notkun þeirra er
að tryggja að sjúklingurinn fái í sig ávísaðan
skammt lyfsins til að fyrirbyggja bakslag eða
versnun sjúkdómseinkenna. Þekkt er að með-
ferðarheldni geðklofasjúklinga við inntöku
Frá geðdeild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Garð-
ar Sigursteinsson, geðdeild Landspítalans, 101 Reykjavík.
lyfja er oft afar léleg og því er meðferð betur
tryggð með langvirkum forðasprautum.
Áhersla er lögð á það, að forðalyf hafa sömu
aukaverkanir og sefandi lyf almennt. í grein-
inni er sjónum sérstaklega beint að eftirfarandi
aukaverkunum: utanstrýtukvillum, síðfettum,
geðrænum aukaverkunum og illkynja heil-
kenni af völdum sefandi lyfja.
Inngangur
í nærri fjóra áratugi hafa sefandi lyf (neurol-
eptic drugs) verið helsta vopn lækna gegn geð-
klofa, og reyndar einnig sumum öðrum geð-
sjúkdómum (1). Sjúkdómseinkennum geð-
klofa er gjarnan skipt í tvennt, annars vegar
virk einkenni, svo sem ranghugmyndir, of-
skynjanir og truflanir á hugsun, sem eru sér-
staklega áberandi í bráðamynd sjúkdómsins,
þó þau geti einnig verið langvarandi. Hins veg-
ar eru brottfallseinkenni eins og áhuga-, drift-
ar- og sinnuleysi. Tómleiki og tilfinningaleg
flatneskja, getuleysi til athafna daglegs lífs og
tilhneiging til félagslegrar einangrunar. Brott-
fallseinkenni eru yfirleitt langvarandi og bygg-
ist greining sjúkdómsins á báðum einkenna-
flokkum.
Fyrir löngu hefur verið sýnt fram á gagnsemi
sefandi lyfja til að vinna á sjúkdómseinkennum
geðklofa og til að halda þeim niðri (2). Sérstak-
lega á það við um virk einkenni sjúkdómsins.
Með notkun þeirra er því lagður grunnur að
notkun annarra aðferða til hjálpar sjúklingum
til bættrar heilsu, svo sem félagslegrar þjálfun-
ar og iðjuþjálfunar, auk almennrar stuðnings-
meðferðar. Yfirleitt er nauðsynlegt að nálgast
sjúkdóminn frá mörgum hliðum og beita sem
flestum aðferðum til að draga úr einkennum.
Á það einkum við um brottfallseinkenni geð-